30.9.2010 | 21:26
Skörulega mælt hjá Ögmundi.
Vissulega hugsar AGS aðeins um örlög fjármagns, og við þá hagsmunagæslu lætur hann hagsmuni fólks víkja, hann þrælkar fólk ef því er að skipta.
Þess vegna héldu vinstrimenn í Argentínu út á götur og torg, og hröktu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi. Áður en hann lagði lífskjör almennings endanlega í rúst í hagsmunagæslu sinni fyrir erlenda spákaupmenn.
Íslenskir vinstrimenn aðstoða sjóðinn við útburð á fólki eins og guð almáttugur hafi skipað þeim svo.
Mismunandi er gæfa þjóða.
Kveðja að austan.
AGS passar upp á fjármagnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 23
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2042
- Frá upphafi: 1412741
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1795
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég held þessi AGS leppstjórn haldi að guð hafi sagt þeim að ryðja börnum, foreldrum og gamalmennum út úr húsum sínum og út á gaddinn. Ómar, þú ert nú kominn með 1109 IP-tölur.
Elle_, 30.9.2010 kl. 23:59
Blessuð Elle.
Ég veit ekki hvað gekk á í dag, hélt að ég hefði ekki bloggað við neina heita frétt, enda allir móðir eftir skrípaleiki síðustu daga. Vonandi fá mótmælin hljómgrunn, og það skýri hitann á blogginu.
Allavega var það ekki mér að kenna, hef verið fjarverandi í dag.
Og já, ég veit, ég er á leiðinni í frí.
Það var bara þegar Sigurður fór að tala um svefnpokann, að mér fannst allavega að ég gæti pikkað hér í hlýjunni. Svona sálrænn stuðningur því einhver þarf að segja það tæpitungulaust hvað þetta fólk er að gera þjóð sinni, og hvað svona gjörðir kallast.
Nú ef allt verður brjálað á morgun þá stefnir allt í helgarvinnu, því þá þarf að vekja athygli fólks á að þetta þarf ekki að vera svona. Það er ekki bara Lilja sem talar að viti, aðrir þungavigtarhagfræðingar hafa líka gert það, aðeins þeir sem dásömuðu Hrunverja fram á síðasta dag, þeir vildu útburðarstjórn AGS.
Allt alvörufólk hefur talað gegn þeim.
En ekki komist að í ljósvakamiðlum því þar dreymir alla um að fá vellaunaða Leppsstöðu sem almannatengill hjá þeim sem peningana eiga. Með öðrum orðum, skítapakk upp til hópa sem hefur brugðist þjóð sinni.
Og allar tillögurnar eru til reiðu, það þarf bara að gera Marínó og félaga að ráðgjafa stjórnvalda, svo og Jón Dan og Lilju að efnahagsráðherra og fjármálaráðherra og svo og svo og svo ..........
Nóg að gera ef skuldaþrælar landsins mæta og mótmæla.
En líkurnar??????
Held að ég fái helgarfrí.
Bið að heilsa suður og góða nótt.
Ómar
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 00:12
Skyldi maðurinn ætla að horfa á aðgerðarlaus? Það ríður ekki við einteyming tvískinnungurinn hjá þessu liði.
Kjartan Sigurgeirsson, 5.10.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.