29.9.2010 | 23:40
Hvar er reisnin????
Ég viðurkenni að fréttir þarf að segja.
En að hafa eftir orð illþýðis er mér með öllu óskiljanlegt.
Ríkisstjórn Íslands sveik þjóðina í tryggðum með samstarfi sínu við AGS. Hinn meinti árangur stafar af því að á meðan skuldahlekkjum ICEsave, og þumalskrúfum lánapakka AGS var komið á þjóðina, þá var Keyneskum aðferðum beitt til að halda hagkerfinu gangandi.
Strik í reikninginn var höfnun þjóðarinnar á svikasamningnum við breta.
Hefði hann gengið eftir, þá hefðu illmennin kastaða af sér kápu skynseminnar, og hafið þrælkun þjóðarinnar.
Fólkið sem ákærir Geir ætti að hugsa þá hugsun til enda hvað það þýðir fyrir eina þjóð að borga 60-70 af tekjum ríkisins í vexti og afborganir.
Og það ætti að hugsa það til enda hvað öll þessi þvinguðu lán hefði þýtt fyrir efnahagslíf landsins, eða þá lífskjör almennings, hvernig hefðu lífskjörin verið þegar 160 milljarðar fara árlega í vexti og afborganir til erlendra lánadrottna???
Þegar kostnaður við gjaldeyrisöflun, og nauðsynlegur innflutningur aðfanga fyrir innlendan iðnað og framleiðslu, þá erum við ekki að ræða um nettó gjaldeyri til ráðstofunar upp á 160 milljarða króna, ekki miðað við núverandi gengi.
Á mannamáli heitir þetta Hrun lífskjara og endalok þess þjóðfélags sem við þekkjum í dag.
Að birta viðtöl við þessa menn er eins og hið nýfædda Ísrales ríki hefði daglega flutt ræður Göbbels heitins svona til að efla andann.
Ef ICEsave gengur ekki eftir, þá mun vissulega það versta ekki ganga eftir, en það er ekki vegna þess að menn reyndu ekki, og eiga eftir að reyna.
Og vörn Andstöðunnar felst ekki í að púa þessa menn niður, heldur eyðir hún kröftum sínum í að finna Dólg, eins og það verji framtíð barna okkar. Smán þessa fólks sem við treystum fyrir því að vera öðruvísi en gjörspillti fjórflokkurinn, er algjör.
Á meðan AGS undirbýr útburð þúsundir samlanda okkar, þá felst varnarbaráttan í að eyða kröftum Alþingis í umræðu um hvort Hrunið hafi verið einum eða fjórum að kenna, eins og að um ofurmenni frá Kypton hafi verið að ræða.
Og vinstrimenn, já vinstrimenn, sérskipaðir verndarar alþýðunnar, þeir hafa ekki ennþá áttað sig á þessum orðum sem má tekin eru upp úr sögubókum
".... leitaði úrlausna með endurbótum, lagsetningum gegn gerræðislegri valdbeitingu og afnámi þrælkunar þeirra skuldsettu"
og lýsa því sem þjóðin ætlaðist til af þeim þegar þeir voru kosnir til valda til að leiða þjóðina út úr kreppunni.
Þeir eru ekki komnir svo langt i siðmenningunni.
Það ætti kannski að þakka fyrir að þeir stunda þó ekki mannfórnir.
En að bjarga þjóð sinni frá þrælkun og hjaðningsvígum eins og Sólon gerði fyrirum 2.500 árum síðan, það er þeim ofviða. Hafa ekki siðferðisþroska í það.
Og blaðamenn okkar lepja lygina af vörum kúgara okkar. Án dómgreindar, án þess siðferðisþroska að sína þjáningum skuldaþræla þessa lands hina minnstu samúð.
Þó þjóðin sé ekki farin að borga krónu af þeim skuldum sem AGS ætlaði henni, þá er gengið samt ekki sjálfbært, afgangurinn af vöruskiptum dugar ekki fyrir fjármagnsfærslum úr landi, og því er viðskiptajöfnuður þjóðarinnar neikvæður. Samt spyr enginn illþýðin hvað verður ef bretar fá ICEsave kröfum sínum framfylgt og hvað verður þegar afborganir af lánum AGS byrja eftir 5 ár.
Hvert verður gengið þá???
Hvernig verða lífskjörin??
Hver mun eiga orkuauðlindirnar???
Hvað mun verða um skuldara þessa lands????
Eða innlent atvinnulíf þegar öll innlend eftirspurn verður botnfrosinn????
Ekkert er spurt, ekkert þurfa þessir háu herrar að útskýra.
Aðeins lygin er lapin eins og hún hafi fallið af guða vörum.
Reisnin var greinilega það fyrsta sem blaðmenn töpuðu í Hruninu.
En það má alltaf stækka sig með því að ráðast á Dólginn.
Kveðja að austan.
Mikill árangur hefur náðst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikill árangur fyrir IMF, það er rétt.
Skoðið þetta video: http://www.youtube.com/watch?v=ivah1PdtIDk
Birgir Rúnar Sæmundsson, 30.9.2010 kl. 11:07
Takk fyrir innlitið birgir, og takk fyrir tengilinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.