29.9.2010 | 18:45
Ingibjörg bendir á hið augljósa.
Alþingi veldur ekki hlutverki sínu.
Ríkisstjórnin er rekald sem lýtur engri forystu.
Aðeins óttinn við kjósendur útskýrir setu hennar.
Ótti sem allir flokkar deila.
Þeir vita sem er að allt ærlegt fólk hefur skömm á þeim.
Í stað þess að einhenda sér að aðstoða fórnarlömb Hrunsins, fórnarlömb sem eru tilkomin vegna afglapa Alþingis, þá létu þeir fjármálamenn taka hér öll völd.
Það eru fjármálamenn sem komu þjóðinni í þá hrikalegu stöðu sem hún er i dag. Og það eru fjármálamenn sem stýra endurreisn hennar.
Endurreisn sem byggist á að gera almenning að skuldaþrælum og hrekja þá á vergang sem ekki hafa bolmagn til þess. Kannski má þakka fyrir að atburðirnir frá því um 970, í kjölfar hallæris, var vanmáttugum þrælum kastað fyrir björg.
Núna duga nauðungarsölur og útburður vanmáttugra skuldaþræla.
Á þessu ástandi bera núverandi stjórnvöld fulla ábyrgð og Ingibjörg getur ekki leynt fyrirlitningu sinni á þeim.
Svona reyndist króginn sem hún kom til valda.
Einskis nýtur og öllum til ills.
Nema náttúrlega auðræningjum.
Þeir brosa þessa daganna.
Kveðja að austan.
Dapurleg niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.
Það er greinilega mun meira spunnið í þessa Konu en mig grunaði fyrir u.þ.b 18-19 þegar okkur greindi á um hvort eitthvað væri varið í hana sem stjórnmálamann, ef ég man rétt þá hundskammaðir þú mig fyrir skort á áliti á Ingibjörgu Sólrúnu. En sem sagt þú hafðir á endanum rétt fyrir þér i þessu sem mörgu öðru og biðst ég hér með afsökunar á álitsskorti mínum.
Kveðja að sunnan.
Umrenningur, 29.9.2010 kl. 19:03
Es. Þarna átti að vera 18-19 árum.
Umrenningur, 29.9.2010 kl. 19:12
Blessaður Umrenningur, erum við orðnir svona gamlir?
Jæja, hún á sína punkta greyið.
Ég skal alveg viðurkenna að ég skyldi hana ekki alveg 2008 og ég var náttúrlega á móti AGS og ICEsave eftir Hrun. En allir ábyrgðarmenn þjóðfélagsins, reyndar fyrir utan Davíð Oddsson, vildu þessi óféti. Og þrátt fyrir allt, þá stóð hún í lappirnar gagnvart ESB í ICEsave deilunni. Þó Brusselviðmiðun væru ekki mér að skapi, þá voru þau í víðáttufjarlægð frá þeim ósköpum sem kennd eru við Svavar.
Og svo sýndi hún styrk sinn þegar hún fárveik var næstum búin að koma þjóðinni inní ESB þegar hún kúgaði Geir til hlýðni og fékk hann til að halda aukalandsfund um það áhugamál sitt. Líklegast var það Styrmir sem gekk frá þeirri fléttu, og þá aðallega vegna ofuröryggis ESB sinna sem vanmátu undirölduna í grasrótinni.
Sem sagt, ekki hef ég verið í vígasveit Ingibjargar, en það breytir því ekki að ég viðurkenni vígfimi hennar.
Og þegar maður ber hana saman við styrk arftaka hennar, þá eru himin og haf þar á milli.
En það er ekki bara vandamálið, arftakar hennar í heimsku sinni brutu grunnsiðareglur sem menn verða að virða til að þokkaleg sátt ríki í þjóðfélaginu. Ég ber ekkert á móti því að það eru rök að ákæra fyrrum ráðherra, þó ég telji að þá eigi að ákæra alla tólf, og það sé síðan Landsdóms að ákveða mismunandi sekt eða sýknu ef því er að skipta. Það er ef menn ætla að ákæra.
En að undanskilja sitt fólk en ákæra menn í minnihluta fyrir sömu sakir, það er eitthvað sem menn gera ekki. Og margur maðurinn hefur afhjúpað sig sem algjört fífl, í dag eins og til dæmis prófessorinn i siðfræði á Bifröst, í vörn sinni fyrir slíkan spillingargjörning.
Enginn þungavigtarstjórnmálamaður gerir slíka vitleysu, og ljóst er að Steingrímur Joð gengisfelldi sig niður í ruslflokk, og minni spámenn sig sem úrhrök.
Ingibjörg i fullu fjöri, með hreinar hendur af fortíðinni, hefði aldrei leyft þvílík firn og þjóðarógæfu.
Hún er jú sterkur stjórnmálamaður, og mig minnir að á það hafi ég bent forðum daga.
En hroki hennar gagnvart landsbyggðinni var þannig að ég var aldrei í hennar liði. En ég bar virðingu fyrir styrk hennar líkt og ég gerði gagnvart Davíð, en í hans liði var ég heldur aldrei.
En ég hélt alltaf og held með Manchester United.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 29.9.2010 kl. 19:45
Er Ingibjörg með öðrum orðum að segja að ef þið hefður stefnt mér fyrir landsdóm hefði ég svo sannarlega séð um að þið lenduð þar líka?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.9.2010 kl. 23:24
Blessuð Rakel, ef svo hefði verið, þá hefði hún afrekað meira en það fólk sem ég kaus til að breyta þjóðfélaginu..
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.9.2010 kl. 23:46
Er hún ekki að kvarta yfir því að vera ekki talin sakhæf -??
Og það líka af sínu eigin fólki - og Steingrími sem hún hljóp í fangið á og taldi að yrði bjargvættur þjóðarinnar í samstarfi við Sf - svo snérist allt uppí andhverfu sína -
Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 06:37
Nei, Ólafur, reyndar ekki, hún vill meina að enginn sé sakhæfur, og orð hennar eru varnarorð fyrir Geir.
En hins vegar bendir hún á, og á það er Rakel að benda, að ef þetta sé saknæmt, þá voru fleiri kringum háborðið, og hún ætlar ekki að láta þá sleppa.
Ég persónulega er á móti persónugervingu málsins, og hef fært fyrir því ítarleg rök, en ef menn vilja ákæra, þá ákæra þeir alla, og það er síðan Landsdóms að vega og meta.
Og þegar ég meina alla, þá er ég ekki bara að meina ráðherra, heldur líka stjórnarþingmenn, og ég hef fært rök fyrir því að þingmenn minnihlutans, sem börðust ekki fyrir úrbótum, að þeir séu jafn seki.
Þetta snérist um nakta keisarann, hann var látinn komast upp með að ganga nakinn og monta sig, það var allra að benda á hann. Ekki bara þeirra sem voru í hirð hans.
Með öðrum orðum, þetta var kerfislægur vandi, og því sem næst ótengdur þeim persónum sem áttu í hlut. Sést besta á því að þegar vandinn var orðinn óviðráðanlegur, þá vildu allir í stjórn með Geir, líka þeir sem ákæra hann í dag.
Segir þetta ekki fólki eitthvað???????????????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2010 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.