27.9.2010 | 20:13
Þetta er hið Nýja Ísland sem Alþingi götunnar beitir sér fyrir.
Og eru ligeglaðir með.
Engin þjóð þarfnast óvina á meðan Andstaða spillingar og klíkuskapar telur mál málanna að láta gjörspillta ríkisstjórn fjármálamanna og fjármálakerfis komast upp með farsann sem kenndur er við Atlakæruna.
Meðan hún lætur nota sig í fjölmiðlaumræðu gjörspilltra fjölmiðlamanna Baugsmiðla og Ruv sem þjónar þeim eina tilgangi að láta almenning hugsa um atburði síðustu alda á meðan öllu steini léttara er stolið af þjóðarauðnum, í dag, og á morgun.
Magma, Hrunskuldir, afskriftir á skuldum auðmanna, ICEsave;
Ekkert af þessu er rætt á meðan auðdindlar fjölmiðlanna beina kastljósi sínu á kærur á hendur brotabrot af þeim sem sekir eru um vanrækslu og afglapahátt. Kærur sem þjóna þeim eina tilgangi að vekja sundrung og ólgu meðal þjóðarinnar og koma í veg fyrir að hugsanlega myndist andstaða við Auðránið hið síðara.
Og það hefur gengið eftir.
Mikið af góðu fólki lætur endalaust spila með sig og skilur ekki baun í bala í að ástand sem var vont, fer sífellt versnandi og Hrunverjar hafa hér öll völd.
Rán og gripdeildir lýsa hina Nýja Íslandi best.
Og núna er það í boði Andstöðunnar sem er úti í móa að eltast við Geirfugla, á meðan almenningur þjáist, og fær ekki rönd við reist gegn ofurvaldi banka og handrukkara þeirra.
Skömm þessa fólks er mikil, mun meiri en skömm þeirra Ingibjargar og Geirs er nokkurn tímann.
Þau vissu ekki betur, en í dag sjá allir hvað er verið að gera.
Og gera ekkert í því annað en að láta fífla sig.
Sorglegt en satt.
Kveðja að austan.
![]() |
Sigurplast gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 20
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 3408
- Frá upphafi: 1438571
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 2747
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki sama hver er.
Ágúst Guðmundsson, annar Bakkavararbræðra, hefur náð sáttum við lánardrottinn eftir að honum var stefnt vegna gjaldfallinna lána sem Ágúst og eiginkona hans fengu hjá Kaupþingi nú Arion banki á sínum tíma til kaupa á lúxus skíðaskála. Nam lánsupphæðin fyrir skíðaskálanum tæplega 1,2 milljarði króna.
Skíðavilla Ágústs er staðsett á hinu fína skíðasvæði nálægt bænum Chamonix í Frakklandi.
Rauða Ljónið, 27.9.2010 kl. 20:25
Nei það er ekki sama Rauða ljón.
Og ótrúlegt að þú skulir ekki vera úti á götum og torgum að glefsa í þig auðræningjana sem komast upp með glæpi sína í skjóli núverandi ráðamanna.
Farið hefur betri biti í ljónskjaft.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2010 kl. 21:45
Sælir ég er hér og mun vera í bankanum mjög fljótlega með uppsteyt!
Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 00:39
Blessaður Sigurðrur.
Og láttu þá heyra það, ósvikið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 08:21
Sæll Ómar það verður undarlegt að þurfa að vera með uppsteyt í banka því að þar hef ég unnið sem öryggisvörður bæði í Seðlabanka og einnig Landsbanka fyrir hrun.
Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 08:26
Já, við lifum á skrítnum tímum, goðsagnirnar um bræðravíg eru óðum að rætast.
En á meðan einhver andæfir, meðan einhver verst, þá er von.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.