Vill hún þá borga leigu fyrir beitarréttindi????

 

Annars sýnir þessi frétt, ef rétt er eftir haft eftir frúnni, að ákaflega lítið þrífst milli eyrnanna hjá stjórnendum ESB.

Nema kannski eyrnamergur.

ICEsave kúgun ESB er dæmi um skammtímahugsun sem gerir manninn sem keypti hlutabréf í kjarnorkusprengjuverksmiðju, og vann síðan hörðum höndum að því að hvetja til notkunar þeirra, að langtímahugsuði.

Hefði ESB getað sigrað íslensku þjóðina með aðstoð íslenskra föðurlandssvikara, þá hefði allt réttarríki ESB hrunið um leið.

Löggjöf ESB um bankatryggingar var skýr, og hún kvað ekki á um ríkisábyrgð, heldur var hún sett gegn ríkisábyrgð, og að knýja smáþjóð til að brjóta slíka löggjöf, og reyna á einhvern hátt að löghelga slíkt brot eins og leikbrúður ESA reyndu að gera, er dæmi um hegðun sem grefur undir sambandinu, því aðeins sameiginleg löggjöf heldur því saman til lengri tíma litið.

Og sú röksemd að reglumeistarar ESB hafi vald til að ákveða einhliða ríkisábyrgðir einstakra aðildarríkja, án þess  að ræða það eða hvað þá tilkynna, það er lýsing á gjörræði sem jafnvel Stalín hefði ekki treyst sér til.  En vissulega hefði forveri ESB, hin næstum því sameinaða Evrópa áranna ´41-´45, reynt slíkt gerræði enda skriðdrekar látnir um lagaframkvæmd, og aftökusveitir framfylgja dómum.

En engin lýðræðisþjóð myndi lúta slíkum leikreglum eins og Finaancial Times benti svo eftirminnilega á í leiðara sínum þegar það afgreiddi ICEsave kröfu ríkisstjórnar sinnar sem fjárkúgun og lögleysu (bull and not legal).

Engin þjóð myndi gera slíkt og embættismenn sem halda fram slíkum fáráðum, þeir hafa einhvers staðar á lífsleið sinni glatað allir skynsemi sinni og dómgreind.

 

Líkt og að láta út úr sér þá snilld að fyrst þeir gátu ekki útrýmt stofninum, þá eigi þeir kröfu á að veiða hann, óháð því hvar hann heldur sig.

En ég þori að veðja að íslensku Evrópuinnlimunarsamtökin munu heilshugar taka undir þessi orð frúarinnar.

Enda allt mjög skynsamt fólk þar á ferð.

Með mikinn eyrnamerg.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is ESB lætur hart mæta hörðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 621
  • Sl. viku: 5594
  • Frá upphafi: 1399533

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4772
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband