Það finnst þó ennþá manndómur í Framsókn.

 

Framsóknarflokkurinn var svo heppinn að þjóðin gaf honum fingurinn einum og hálfum tíma fyrir Hrun.  Flokkurinn sem mótaði auðránið og laut stjórn auðmannsleppa, hann náði ekki að klára verk sitt, að gera þjóðina gjaldþrota.

Ekki vegna þess að hann hafði vilja til annars, heldur vegna þess að tönn tímans reytti hægt og sígandi af honum fylgið.

Núna er þetta lögmál tímans orðið þeirra skálkaskjól, eins og nýþvegin mjöll vilja þeir ákæra allt og alla, nema þá sem ábyrgðina bera.

Og eru í öðrum flokkum en þeirra.

 

Fyrir utan siðleysið, þá er þetta hugsunarháttur lítilmennis sem þyrlar upp ryki til að hylja sína eigin skítafýlu.

En það er einn maður, hið minnsta,  með þor og sjálfstæða hugsun í Framsóknarflokknum.  Að þora fara gegn lýðskrumspólitík og argandi andstöðu sem lýtur fjarstýringu Hrunfeðga Baugs, það er athyglisvert.

Vegna þess að segja satt er ekki leiðin til fram á Íslandi.

Þess vegna til dæmis þá þorði enginn gegn hinu ofstóra bankakerfi, þess vegna fór enginn gegn hinni geðveikislegri þenslu.  

Vegna þess að það var vísasta leiðin til að falla, til að missa öll áhrif.

 

Fróðlegt verður að sjá örlög Guðmundar.

Kveðja að austan.


mbl.is Hefur ekki sannfæringu fyrir ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Halló halló halló.

Það var Geir hinn harði drullusokkur sem gaf Framsókn fingurinn, því miður. Þingstyrkinn höfðu þeir til að klára dæmið mað sóma, en Geiri Harði vildi að fleiri fengju hrunastimpilinn.

Guðmundur Steingrímsson er aumingi líkt og allir sjallar, þora ekki að gangast við mistökum sínum.

Ef þessir ráðherrar eru saklausir, hlýtur það að vera .þeirra hagur að fá sig stimplaðan saklausan af landsdómi, er það ekki?

Hamarinn, 27.9.2010 kl. 22:13

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hamar, ef dómgreind þín á þá atburðarrás sem felldi framsókn, er ekki meiri en fram kemur í orðum þínum, þá skil ég vel þá vitleysu sem fjórða setning þín tjáir.

Röng kæra, röng málsmeðferð, rangra ákærenda dæmir menn hvorki seka, eða sýknar þá af meintum áburði.

Slíkt klýfur, skapar auðræningjum frið til þjófnaðar, hindrar að Hrunfórnarlömb fái réttlæti.

Stuðningur við slíka óhæfu er verri glæpur en þú getur nokkurn tímann ákært aðra núlifandi Íslendinga um, líka Hrunverja.

Ef ég væri þú þá myndi ég kaupa mér öryggisgler, það er betra að fá það í sig en venjuleg glerbrot þegar þú kastar grjóti þínu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband