Nú, var Alþingi götunnar Baugssamtök eftir allt saman.

 

Líkt og Fréttablaðið og Stöð 2.

Fjarstýrt af hagsmunum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Sorglegt hvernig íslenska Andstaðan reyndist föl.

 

En ákæra Atla hefur ekkert með rannsókn á ábyrgð fyrrum ráðamanna að gera.

Hún er blekkingartól á meðan er verið að bera þúsundir Íslendinga út af heimilum sínum.  Aðgerð að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (svona að maður sé jákvæður í garð stjórnvalda) og ekki hefur verið kjarkur til að framkvæma fyrr.

Ekki fyrr en gott leikrit hafði verið sett á fjalirnar í Leikhúsi fáránleikans.  Leikritið sem kennt er við Atla, og kallað Atlakæran.

Skrípaleikur sem er til þess eins fallin að hindra uppgjör við hið gjörspillta fjármálakerfi, sem kom þjóðinni á hausinn, og er núna í krafti bakstuðnings AGS að rústa heimilum landsins með því að innheimta tilbúnar Hrunskuldir, og bera þá út sem borga.

Stuðningur við þá gjörð er ill, og þó vissulega megi saka fyrrum ráðamenn um ýmislegt, þá eru afglöp þeirra að ætt hugsunarháttar strútsins, ekki Kobba kviðristu.

Hafa þeir einstaklingar sem mynda Alþingi götunnar hugsunarhátt strútsins sér til afsökunar????

Eða hvað????

Kveðja að austan.


mbl.is Heiðruðu Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Sæll Ómar !

Mér flaug eithvað svona álíka í hug þegar ég sá tengil á þessa frétt hjá vini á facebook, en þú ert, sem betur, fer alltaf á varðbergi og eldfljótur að sjá þegar keisarinn hleypur allsber um göturnar og heldur að hann sé í nýjum fínum fötum.

MBKV að utan

KH

Kristján Hilmarsson, 27.9.2010 kl. 17:33

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján, gaman að heyra í þér.

Það er nú ekki þannig að ég skilji ekki hvað þetta fólk er að fara, og það telur Atlakæru skref í þá átt að fyrrum ráðamenn sæti ábyrgð.

Ég er bara ekki sammála því að það sé skref að sekt fólk bendi á aðra seka, sem svo vill til að uppfylla annað af tvennu, að vera fyrrum eða þá "ekki í mínum".

Og þegar svona illa er staðið að málum, þá má alveg benda á dýpri tilgang hlutanna,  að svona hringavitleysa er í boði einhvers.

Þennan "einhvern" persónugeri ég í Baugi, en það skiptir engu máli hvaða andlit er á auðræningjanum, hvort það er eitt eða mörg, það sem skiptir máli að þessi gjörð færi þjóðinni hvorki sátt eða réttlæti, en hún færir henni áþján og kúgun.

Og ef fólk Andstöðunnar þekkir ekki sinn vitjunartíma, og hleður varnarvirki á götum og torgum, hver gerir það þá????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 27.9.2010 kl. 21:43

3 Smámynd: Elle_

Ég hefði kannski getað heiðrað Atla Gíslason einu sinni, fyrir Icesave-JÁ-ið, Ómar.  En man ´alþingi götunnar´ekki að maðurinn sagði JÁ við Icesave-glæpnum??  Getur það bara fyrirgefist af núna???  Hann ætti að draga Icesave-JÁ-ið til baka fyrst.  Líka er fjarstæða að pólitíkusar geti ráðið hvaða pólitíkusar verði kærðir, nema landsdómslögin kveði skýrt á um að það verði að vera þeir.  Og lögin ætti að laga.  Umfram allt kæra Icesave-stjórnarflokkana.   

Elle_, 27.9.2010 kl. 22:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, er sibbinn á leið í rúmið.

Aðeins tvennt, ef landslög eru ólög, þá fela þau í sér óréttlæti, og ættu að víkja.  Skiptir engu þó þau séu löglega sett.

Annað, kærur auka vanda þessarar þjóðar, því þær kljúfa vegna þess að það er ekki sátt um þær.

Og á meðan eru illskuöflin endanlega að ræna þjóð okkar.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 27.9.2010 kl. 23:55

5 Smámynd: Elle_

Já, við erum sammála um þetta mál, Ómar.  Ólögum eytti að eyða.  Og Icesave-glæpi að kæra. 

Elle_, 28.9.2010 kl. 11:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, núna er ég ögn minna sibbari en aðeins meira daprari.

Allar mínar hrakspár um hámark heimskunnar rættust.

En ekki ætla ég að væla um það við þig, aðeins langar mig að hnykkja á mínum sjónarmiðum.

Þú veist það Elle, að ég hef verið ódeigur að takast á við andstæðinga mína, og þegar ég hélt fyrst í þann leiðangur að ögra þeim með öllum tiltækum ráðum sem penni minn bjó yfir, þá var ICEsave málstaður okkar ekki alveg eins augljós og hann er í dag.  Síðan komu Lipietz, Financial Times að ég minnist ekki á sjálfa framkvæmdarstjórn ESB sem öllu gáfu okkur skotheld rök, fyrir utan alla hina mætu menn og konur sem stutt hafa málstað þjóðarinnar.

Allan tímann hefur það verið kristaltært í mínum huga að ef Alþingi næði fram svikasamning, þá ætti að ákæra þess menn eftir landslögum um landráð, og það ætti að sækja að þeim með öllum þeim ráðum sem hægt væri að beita, því þetta væru vanhelgir menn.

Með öðrum orðum, að þegar barist er upp á líf og dauða, þá er vegið.

En þegar sigur næst, eða andstæðingurinn lætur af stefnu sinni og leitar sátta, þá horfa málin öðruvísi við mér.  Þá er liðið liðið, og næsta verkefni er að vinna friðinn, eins og baráttunni tókst að vinna stríðið.

Þá reynir maður að græða sárin, mynda samstöðu um eitthvað sem horfir til heilla, að byggja í stað þess að eyða.

Ég vil meina að skortur á skilningi á þessum þáttum sem ég tel vera grundvallarþætti, og get rökstutt með ótal dæmum um skynsemi þeirra, sé megin skýring þess að svona illa er komið fyrir þjóð okkar.

Vissulega er þetta mín skoðun, ég er hættur að berjast fyrir henni því ég sé að ég er einfari með hana í mínum hóp.  Og ég sé ekki tilganginn í að vega að fornum samherjum í Andstöðunni.  

Rétt er það að ég hef verið hvass í bloggum mínum frá því að þetta mál byrjaði, það hvass að ljóst er að engin brú er á milli mín og Andstöðunnar.  Og ljóst að ég á ekki lengur samleið með henni.

Ég á ekki samleið með fólki sem telur óréttlæti leiðina að réttlæti.

En ég hefði þagað þunnu hljóði ef það vildi ekki svo til að þetta mál hefur klofið stjórnina í herðar niður og hefði endanlega gengið frá trúverðugleika hennar, ef svo vildi ekki til að hann var ekki neinn fyrir.  Bæði hef ég dregið fram háðung þess að sekir bendi á seka, en undanskilji sjálfa sig, og þegar ljóst var að manndómur var til staðar í Samfylkingunni, þá herjaði ég á VG eins og best ég gat, og reyndar  sjónarmið Andstöðunnar í leiðinni.  

En ég hefði ekki verið samkvæmur, ef ég hefði hlíft henni þegar ég dundaði mig við að draga Atla sundur og saman í háðinu.

Núna er niðurstaðan ljós, háðung skyldi það vera, og lítið við því að segja.   Kannski tekst Atla það sem okkur tókst ekki, að fella stjórnina, og þar með engar áhyggjur framar af gjörðum föðurlandssvikara.

Kannski ekki, þá mæti ég aftur hafi ég til þess tök.  Fer dálítið eftir hvort ógeðið í huga mér, sjatni það mikið að ég nenni þessu áfram.  Tel samt að Svavar vinur okkar Halldórs muni geta kveikt kveikjuþráðinn, hann hefur vissa hæfileika kallinn sem fáir hafa, að geta endalaust toppað vitleysuna í sjálfum sér, aftur og aftur.

En við heyrumst Elle, við heyrumst.

Kveðja Ómar.

Ómar Geirsson, 28.9.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 2035
  • Frá upphafi: 1412734

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1788
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband