22.9.2010 | 09:52
Og leikhús fáránleikans heldur áfram, nefnd, nefnd og svo????
Hvenær sér fólk að Alþingi er ófært um að takast á við þetta mál. Enda getur sekt fólk ekki ákært aðra seka. Sú forsenda að ákæra aðeins þá sem hættir eru störfum er í besta falli lýðskrum, í versta falli réttarmorð.
Vilji menn eiga minnsta möguleika á trúverðugri málsókn, þá verður að leita út fyrir landsteinanna um skipan rannsóknarnefndar. Ekki til að fá aðstoð, heldur til að manna hana frá A til Ö.
Vandi málsins í hnotskurn er hinn meinti trúnaður sem Atlanefnd vill hafa á vitnisburða hinna svokallaðra sérfræðinga. Ef það þarf trúnað, þá er aldrei hægt að girða fyrir grun um annarlega hagsmuni.
Kannski er verið að hefna móðgunar frá því í skóla, eða skorti á frama í kerfinu, eða ... ?
Aðeins hlutlausir aðilar geta vegið og metið hugsanlega sekt eða meint saknæmt athæfi. Og slíkir aðilar eru ekki til innanlands.
En jafnvel þó vel til tækist, þá verða menn að spyrja sig til hvers. Er það í þágu framtíðarinnar að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar. Vissulega vill sá minnihluti sem telur sig vera saklausan að málið verði rannsakað ofaní kjölinn, og vel má vera að núna hafi hann meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. En það verður aldrei stór meirihluti, átakalínur verða ætíð til staðar.
Og á meðan eru auðmenn að ræna landið okkar. Þeir sölsa undir sig eignir þrotabúa á hrakvirði, þeir reyna að stela frá okkur almannaveitum, þeir reyna að koma skuldum sínum yfir á þjóðina.
Og þeir reyna að gera helftina að henni að skuldaþrælum.
Ég fullyrði að hafi glæpir verið framdir á Hrunárunum, aðrir en þeir að veðja á arfavitlaust kerfi sem var með innibyggða tortímingu í sér, skefjalausa siðlausa græðgi sem endar alltaf á einn veg, Hruni, að þá eru þeir glæpir hjóm eitt miðað við það sem núna er verið að gera þjóðinni.
Það er nefnilega grundvallarmunur á afglöpum og illvilja.
Það er illvilji að láta þjóðfélagið þróast í þá átt sem það er að gera núna.
Og þeir sem hæst gagnrýna fortíðina og telja sig yfir heimsku hennar hafna, þeir bera ábyrgð á þessum illvilja.
Það er betra að vera afglapi en illmenni.
Hvorki Geir eða Ingibjörg frömdu vísvitandi landráð eins og núverandi stjórnvöld eru að gera í ICEsave deilunni.,
Hvorki Geir eða Ingibjörg níddust vísvitandi á fóli í neyð, eins og núverandi stjórnvöld eru að gera gagnvart fólki sem ræður ekki við Hrunskuldirnar.
Það er eðlismunur á gjörðum þeirra.
Og það er tími til kominn að fólk átti sig á því að það er nútíðin sem mótar framtíðina.
Fortíðin er til að læra af.
Og það er verið að ræna okkur framtíðinni.
Kveðja að austan.
Atkvæðagreiðsla um hvert málið fer | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.