Eitt vill oft gleymast í umræðunni.

 

Hrunflokkarnir eru með hreinan meirihluta á Alþingi.  Hin pólitíska ábyrgð þeirra í augum þjóðarinnar var ekki meiri en það.

Að gefa þeim síðan kattarþvott með pólitískum ákærum á hendur föllnum forystumönnum þeirra, það er skrípaleikur, sem Jóhönnu bar sem betur gæfu til að stöðva.

Munum síðan að hið endanlega réttlæti felst í því að bæta fórnarlömbum Hrunstjórnarinnar, fórnarlömbum Hrunþingsins, skaðann með því að gera nauðsynlegar leiðréttingar á þeim Hrunskuldum sem bæði gengis og verðtryggingin bættu ofaná lán fólks.

Vilji flokkarnir síðan pólitískt réttlæti, þá byrja þeir fyrst á því að sækja sjálfan sig til saka.  Og leggja sig svo síðan niður.

En takist þeim vel til að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag, þá verður þeim kannski fyrirgefið.  

 

En mikið eru Leppar og Skreppar auðmanna í atvinnulífinu og hjá fjölmiðlum glaðir þessa daganna.

Núna er engin að tala um setja lög á  dóm Hæstaréttar vegna einhliða ákvörðunar hans á vöxtum gengislána.  Núna er enginn að tala um að það þurfi að gefa fátæku fólki að borða. 

Eða sækja gjörspillta auðmenn til saka.

 

Gleymum því ekki að það eru þeir sem vilja okkur illt sem græða á þessum farsa Alþingis.

Kveðja að austan.


mbl.is Nýr meirihluti að myndast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 590
  • Sl. sólarhring: 642
  • Sl. viku: 6321
  • Frá upphafi: 1399489

Annað

  • Innlit í dag: 505
  • Innlit sl. viku: 5360
  • Gestir í dag: 462
  • IP-tölur í dag: 455

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband