Stjórnin springur ekki nema Samfylkingin kjósi svo.

 

Spurningin er hvort Samfylkingin eigi aðra betri valkosti í stöðunni???

Til dæmis samstarf við ESB arm Sjálfstæðisflokksins.  Ljóst er að mikil gerjun er í gangi í þeim armi, honum líður ekki of vel innan um gamla íhaldsflokkinn.  En það fylgja völd Sjálfstæðisflokknum, ólíklegt er að menn kjósi að yfirgefa hann fyrir einarða afstöðu um að ganga í Evrópubandalagið.  

Svo hefur ICEsave æxlast þannig að Evrópusambandið er eins og holdsveikranýlenda í augum þorra Íslendinga eins og Ólafur benti réttilega á út i Kína.

Það er því ólíklegt að Samfylkingin sprengi núna, hún lætur Steingrím fyrst engjast á ICEsave önglinum.  

Vissulega getur undirliggjandi ólga sprengt stjórnina, en það er svo ólíklegt þegar valið er um að stjórna landinu, eða fá útrás fyrir gremju sina.

Er það ekki líka draumur allra að komast í drottnunarsamband??????

 

En VinstriGrænir, hvað með þá???  Nú var Atli niðurlægður og flokkurinn gerður að fífli.

En það spyr enginn um VinstriGræna lengur, ef þeir væru kyrkislanga þá færu þeir létt með að gleypa fíl.

Kærleikur þeirra gagnvart ríkisstjórninni hefur aldrei verið meiri eins og kom skýrt fram í viðtali Mbl.is við Steingrím Joð.  Þar var maður tjáningarfrelsis á för sem telur það mestu máli skipta að vinna að öllum þeim góðum málum sem ríkisstjórnin er að vinna að.

ICEsave, skuldaþrælkun heimilanna, sölu á almannaveitum til útlendinga, svo eitthvað sé nefnt.

VG er ligeglaðir, þeir sprengja enga stjórn.

Kveðja að austan.


mbl.is Líkur á að stjórnin springi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband