Tregir menn eru efins.

 

Venjulegt fólk sér að málið er dautt.

Og það er ekki einu sinni frétt.

 

Vinstrigrænum tókst að klúðra eina málinu sem eftir var af stefnumálum þeirra. 

Þeirra grundvallarmistök var að ná ekki samstöðu með Sjálfstæðisflokknum.  Aðeins þannig höfðu þeir tak á Samfylkingunni.  

Núna, hlær bara Jóhanna af þeim, og mun engan skaða hljóta.  Hún bendir á hið augljósa klúður, og tekst bæði að hindra sundrungu innanflokks, og gera VG ennþá háðari ríkisstjórninni.

VG er brandari, aðeins allra tregustu stuðningsmenn þeirra sjá það ekki.

Svoleiðis flokkur slítur ekki eina lífakkeri sínu, ríkisstjórnarþátttöku.

Svo tregir eru Bakkabræður ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Efins um stuðning við ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar - og við sem héldum að Vinstri-Grænir ættu einkaleyfi á að taka 180 gráðu beygju ! Nú hefur Jóhanna endanlega sannað vanhæfi sína og það er stórkostlega gott fyrir Íslendinga, að um þetta leikur enginn vafi. Nú munu jafnvel VG-liðar skilja, að Icesave-stjórnin er aumast fley sem ýtt hefur verið úr vör.

Jóhönnu hefur ekki einungis tekist, að reita alla VG-liða til bullandi reiði, heldur er hún einnig langt komin með að sundra Sossunum í frumeindir sínar. Vinstri-Grænir munu fá til sín allt gamla gengið úr Alþýðubandalaginu. Ætli afgangurinn endurreisi ekki Alþýðuflokkinn undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar ? Innan skamms mun Samfylkingin heyra fortíðinni til, en hvor armurinn hlýtur Blóð-rósina í arf ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.9.2010 kl. 22:51

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Hvað gerið þið Sjallar ef Jóhann bíður ykkur upp á virkjanastjórn gegn því að ESB lendi í pækli ofaní tunnu?????

Veit það ekki, ég vona að þau orð Ólafar Nordal, að framganga ICEsave stjórnarinnar séu tilefni Landsdóms, hafi girt fyrir þann möguleika.  

En hverjir eiga þá að stjórna landinu????

Veit það ekki heldur, þekki ekki til flokksrefja, en tel ólíklegt að önnur stjórn ráði við ólguna í þjóðfélaginu.

Veistu, þó ég hafi sett þetta fram hér að ofan til háðungar VG liðum, þá held ég samt að líklegasta niðurstaðan sé sú að þeir séu ekki svo tregir að fórna ráðherrakötlunum, það er jú það eina sem þeir eiga eftir.  Æran, hugsjónirnar, allt farið.  

VG átti að fara þegar Jóhanna rak Ögmund i beinni útsendingu, án þess að ræða málin fyrst við Steingrím.  Þá hafði Steingrímur vígstöðu, núna lifir hann á einu, sjallahatri stuðningsmanna sinna. 

En naut sem man kvalara sinn í æsku, hlýtur samt að snúast til varnar þegar það er á blóðvelli nautaatsins, og ráðast á núverandi kvalara sína.  Þess vegna veit ég ekki hvort Steingrímur haldi þetta út, fáir aðrir en hann og ráðherragengi hans vilja þessa ríkisstjórn.  

Samfylkingunni hefur verið alveg sama frá því haustið 2009, hún ætlar að veðja á skýran valkost í Evrópumálum.  Hættan sem hún sér, er að þjóðin hafi fengið nóg.  Og kjósi nýtt fólk til starfa.  En er það þá ekki að endurnýja bara framboðslista sína???

Ég veit það ekki Loftur.

En ICEsave stjórnin er aumasta fley sem á flot hefur komið, jafnvel þó tillit sé tekið til allra vonlausra fleyja sem aldrei hafa á sjóinn komið.  Hvort það dugi, til að menn ranki upp af sínum gjörningasvefni, verðum við bara ekki að hamra steðjann svo hávaðinn veki fólk.

Það er ennþá þörf á vaktinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 08:52

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Margir hafa spurt sömu spurningar og þú Ómar: “En hverjir eiga þá að stjórna landinu????”

Þegar Icesave-stjórnin hrökklast frá verður að efna til kosninga og að þeim loknum verður allt önnur staða komin upp, með litlum og áhrifalausum Sossa-flokki. Raunar er líklegt, eins og ég nefndi hér að ofan, að Samfylkingin leysist upp í frumeindir sínar.

Í grófum dráttum, mun núverandi stjórnarandstaða taka við völdum eftir nærstu kosningar. Það er greinilega galli á stjórnarfarinu, að ekki skuli kosið örar en á 4 ára fresti, þegar upplausn ríkir. Í Bandaríkjunum er kosið til þingsins á 2 ára fresti, helmingur hverju sinni. Ef farið verður í að gera nýgja stjórnarskrá, er mikilvægt að breyta til þessa horfs.

Ómar, ég fullyrði að innan við 10% Sjálfstæðismanna láta sér til hugar koma að mynda stjórn með Samfylkingunni, eða ætti ég að segja Alþýðuflokki ? Á milli þessara flokka er himinn og haf – Evrópuríkið og Icesave-klafinn. Hvorki ég né Ólöf Nordal myndum sætta okkur við slíkt samstarf. Tal um slíkt er VG-áróður, ofsteiktur af Ögmundi Jónassyni.

Með kveðjum.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.9.2010 kl. 09:39

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur, vona að þú hafir rétt fyrir þér með það. 

En Styrmir hefur raunhæfar áhyggjur af því og bendir á þennan háværa minnihluta, og áhrif hans.  Þetta eru jú máttarstólpar flokksins í atvinnulífinu og innan háskólasamfélagsins.

En það sem ég held að þú hugsir ekki nógu vel út í Loftur, að sú ólga sem okkur ICEsave andstæðingum tókst að magna gegn ríkisstjórninni, að hún hverfur ekki eftir kosningar. 

Og sérfræðingarnir í ólgumögnun eru jú í þeim hópi sem þú spáir áhrifaleysi eftir kosningar.  Og ef Bjarni Ben getur ekki tekið af skarið í neinu stórmáli dagsins í dag, heldur slær í og úr, til dæmis gagnvart samstarfinu við AGS, og ESB, heldur þú að hann hafi styrk gegn grenjandi hópi helstu mælskumanna landsins?????  Þetta er ekki illa meint, mér er til efs að Davíð Oddsson gæti það, og er hann ykkar langsterkasti maður, og enginn hans líkur í sjónmáli.

Ég veit það ekki en ég held að kosningar núna leysi engan vanda, nema þá minn því þá deyr ICEsave, vonandi.  En þjóðin verður jafn ringluð eftir sem áður.

En landið er stjórnlaust í dag, og koma tíma og koma ráð.

Við þurfum að útrýma ICEsave stjórninni.  Þannig að allir stjórnmálamenn skilji það að ef þeir vilja hrekjast frá völdum með skömm og skít, þá leggja þeir til svik í þeirri deilu.

Vonandi endar svo hitt vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 09:59

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar, aðvaranir þínar um harða stjórnarandstöðu gegn nýrri ríkisstjórn, eru auðvitað réttmætar. Hins vegar er sá vandi minniháttar. Höfum í huga, að þeir sem felldu Þingvallastjórnina, voru ekki síður Sjálfstæðismenn en aðrir.

 

Hávær minnihluti ESB-sinna innan Sjálfstæðisflokksins, er ekkert meira en hávær minnihluti. Ef Styrmir hefur áhyggjur af þessum hópi, þá er það bara vegna þess að hann umgengst þetta fólk meira en hollt verður talið. Öfgaskoðun eins og sú að landið öðlist meira sjálfstæði, með því að leggja það í kjöltu Evrópuríkisins, er svo úrkynjuð að ekkert liggur fyrir þessu viðhorfi annað en hraðfara útdauði.

 

Bjarni Benediktsson hefur talað skýrt varðandi AGS, ESB og Icesave. Afstaðan gegn AGS skýrist við nærstu endurskoðun sjóðsins, sem jafnframt er sú síðasta. Ef beitt verður þvingunum, þá mun Sjálfstæðisflokkurinn hafna áframhaldandi samstarfi við AGS. Eftir ályktanir síðasta landsfundar, þarf varla að upplýsa um afstöðu flokksins til ESB og Icesave.

 

Af framangreindum málum hef ég engar áhyggjur, en afstaða þingmanna flokksins til Landsdóms, veldur mér verulegum áhyggjum. Ekki er um neinn annan kosta að ræða fyrir Alþingi, en að kæra alla ráðherra Þingvallastjórnarinnar og lýsa þannig afstöðu sinni til frammistöðu þeirra. Saksóknari Alþingis tekur síðan lögfræðilega afstöðu til þess hverja á að ákæra fyrir Landsdómi.

 

Morgunblaðið 18.09.10: http://www.zimbio.com/member/altice

 

Kveðja.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 21.9.2010 kl. 13:04

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Vonum að þú sért sannspár um afstöðu flokks þíns, ekki hef ég neinar forsendur til að meta það.

Hvort ný stjórn nái að slá á ólguna, það mun koma í ljós.  En hafir þú rétt fyrir þér með ICEsave, þá þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af mér, í það minnsta.

En Steingrímur vill sitja sem fastast, það er meinið.

Fátt virðist hindra að lokaorrustan um ICEsave fari fram.  Og komi þeir bara með sín svik, þeim verður mætt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 2648
  • Frá upphafi: 1412706

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 2312
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband