20.9.2010 | 13:25
Ólöf kann söguna.
Enda alin uppá menningarheimili.
Hún veit að þeir sem tóku fallexina í notkun, með það göfuga markmiði að skapa nýjan heim með styttra fólki, að þeir enduðu sjálfir undir fallexinni.
Lenín kunni líka þessa sögu, þess vegna var hans fyrsta verk að stofna hryðjuverkalögreglu, ekki til að hindra hryðjuverk, heldur til að stunda hryðjuverk.
Núna er það spurning hvort Steingrímur kunni þessa sögu líka, mun hann hringja í Pútin???
Ef svo er, þá er gott að muna erindaleysu Davíðs þar eystra, ekki er hægt að treysta á aðstoð frá fyrrum agentum KGB.
En svona án alls gamans, þá er teningnum kastað.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir á mannamáli að ef Geir Harde yrði ákærður, þá yrði Steingrímur dreginn fyrir dóm vegna meintra landráða sinna í ICEsave deilunni.
Núna eru víglínurnar skýrar.
Kveðja að austan.
Ráðherra dreginn fyrir landsdóms vegna Icesave? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 594
- Sl. sólarhring: 642
- Sl. viku: 6325
- Frá upphafi: 1399493
Annað
- Innlit í dag: 509
- Innlit sl. viku: 5364
- Gestir í dag: 465
- IP-tölur í dag: 459
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ómar; æfinlega !
Umfram allt; ekki lesa svona skakkt, í söguna, Austfirðingur góður.
Nefndu ekki; félaga minn Pútín - í sömu andrá, og Þistilfirzka viðrinið (SJS), ágæti drengur.
Því að; fyrir tilstuðlan þeirra Pútíns, er Rússum einmitt að takast, að losna við frjálshyggju Kommúnisma þann, sem reynt hefir að grafa um sig, þar eystra, síðan árið 1991, eftir að Marx- Lenínismanum, var kastað fyrir róða.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, austur í fjörðu /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:20
Hún er alin upp á menningarheimili þar sem skúringarkonunni er kennt um allan sóðaskapinn.
Jonsi (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 14:56
Blessaður Óskar, ég var nú bara að nefna svona hugsanlega faglega aðstoð í ljósi sögulegra tengsla, það er ef Steingrímur dregur sama lærdóm af sögunni og Lenín. Og hryðjuverkastofnun Leníns, þróaðist út í þá stofnun sem fóstraði Pútin, og kenndi honum glímu.
En yfirlýsing Ólafar er stórpólitísk, og ég lét gamanmálin koma á undan, langaði að sjá hvort fleiri kveiktu og kæmu með blogg um efnið.
En aðalatriðin vilja oft flækjast fyrir söguþjóðinni, viljum helst að langar sögur séu sagðar um þau.
Hótun Ólafar er stórpólitísk tíðindi, svo stór að Mogginn þarf að tala um sænska nýnasista til að fela þau.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2010 kl. 15:04
Blessaður Jonsi, fólk sem þekkti Jóhannes Nordal bar hann aðra sögu en þú ýjar að, og mér er til efs að hann hafi haft skúringarkonu.
En faðir hans og afi Ólafar hefur örugglega haft eina slíka, enda þannig tímar.
En Sigurði var líka borin góð saga.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2010 kl. 15:06
Væri ekki núumer eitt að kæra Jóhönnu og Össur fyrir Landráð vegna ESB fals umsóknina. Já og auðvita Steingrím fyrir allar ligarnar og kostninga svikin
Valdimar Samúelsson, 20.9.2010 kl. 17:35
Blessaður Samúel.
Það sem Ólöf sagði á mannmáli er að þið ákærið núna, en það mun vera öruggt að þið verið ákærð næst.
Kaup kaups.
Aðrir sjálfstæðismenn hafa tekið undir kröfuna um landráðaákæru á hendur þessu liði, en fréttin er að Ólöf er varaformaður flokksins, og segði þetta ekki nema eftir ýtarlegar viðræður við formann hans og aðra trúnaðarmenn.
Skilaboðin eru skýr, og ekki hægt að misskilja.
Gæti skýrt gagnrýni Jóhönnu á Atlakæruna, sagði í raun það sama og ég myndi segja ef ég væri ekki í ICEsave stríði.
Það eru engar lagalegar forsendur fyrir þessari ákæru, hún byggist á gildismati.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.9.2010 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.