18.9.2010 | 18:22
Hvenær ætlar þingheimur að læra, enga leynd takk.
Þessi segir þetta, hinn hitt.
Og kannski hvorugur rétt.
Þori Alþingi ekki að birta öll gögn málsins, svo fórnarlömb afglapa þess geti lesið, þá á það að tafarlaust að segja af sér, allir sem einn. Og boða til kosninga.
Kosninga þar sem fólk, ekki mýs verður kosið.
Eitt var að láta auðmenn ræna þjóð sína, annað að neita þjóðinni um allar upplýsingar málsins. Þingmenn á árunum 2002-2008 geta vissulega borið fyrir sig meðfæddan afglapahátt, en eftir að afleiðingar þessa afglapaháttar urðu að þjóðargjaldþroti, auk þjáninga þúsunda sem hafa misst aleigu sína, þá hafa þeir engan rétt lengur að setja sig á háan hest gagnvart þjóð sinni.
Þeir vita ekki betur en við hin.
Vilji Atli Gíslason sanna að pólitískt hatur og hefndarþorsti ráði ekki för, þá gerir hann öll gögn málsins lýðum ljós.
Annað er staðfesting þess að um hið svokallaða uppgjör er pólitískar ofsóknir þar sem örfáir einstaklingar eru gerðir ábyrgir fyrir afglöp þings og framkvæmdavalds í aðdraganda Hrunsins.
Slíkar ofsóknir auka vanda þjóðarinnar.
Þær skapa enga sátt, engan frið.
Aðeins réttlæti er fært um það.
Kveðja að austan.
Trúnaðarskjöl í þremur möppum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 371
- Sl. sólarhring: 755
- Sl. viku: 6102
- Frá upphafi: 1399270
Annað
- Innlit í dag: 314
- Innlit sl. viku: 5169
- Gestir í dag: 292
- IP-tölur í dag: 289
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eina sem ákærurnar byggja á er rannsóknarskýrlan. Þetta hefur bæði Atli og Ingibjörg Sólrún sagt. Það voru engin ný gögn fundin, né nýjar rannsóknir gerðar.
Bjarni (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 09:06
Og ef í henni hefði staðið Kalli kanína og Benedikt Búálfur, þá hefði þú fagnað Bjarni???'
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.9.2010 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.