18.9.2010 | 14:07
Hvar er rannsóknarnefnd Alþingis???
Ráðherra í ríkisstjórn Íslands lýsir yfir meintum vilja til landráða. Aðeins inngrip almannavalds og lögreglu geta stoppað manninn í tíma, áður en hann fremur hinn fyrirhugaða glæp.
Og ef það er einhver í stjórnkerfinu sem kann að meta fyrri störf Steingríms í þágu lands og þjóðar, þá hinn sami að grípa inn í, áður en maðurinn endar sem dæmdur sakamaður, landráðamaður.
ESB hefur opinberlega lýst því yfir að ekki sé um ríkisábyrgð á innlánum að ræða. Kerfið, sem kom á innlánstryggingasjóðum yfir landamæri, það var ekki hugsað sem kerfi ríkisábyrgðar, heldur sem tryggingakerfi fjármálastofnanna, óháð landamærum og án íhlutunar ríkisvalds.
ESB hefur vissulega haldið því fram að ákveðnar gjörðir ríkisstjórnar Íslands, haustið 2008, hafi skapað greiðsluskyldu, með tilvísun í svokallað mismunareglu.
En embættismenn ESB eru ekki dómarar, skýr ákvæði eru í EES samningnum hvernig á að höndla slíkan ágreining. Og þau ákvæði eru ákvæði réttarríkisins sem kveða á um úrskurð dómstóla.
Slík lagahefð hefur verið í gildi í vestrænum lögum frá dögum hinna forna Rómverja, dómstólar leysa úr deilumálum, dómstólar skera úr um hvort kröfur séu réttmætar.
Jafn skýrt er að ef um einhliða innheimtu sé að ræða, án þess að hún byggist á réttarheimild, þá er um kúgun að ræða, fjárkúgun, glæp.
Ekki einu sinni hálfvitar átta sig ekki á þessari staðreynd. Aðeins þeir sem eru vitfirrtir, eða eiga annarlega hagsmuna að gæta, til dæmis verið mútað, þykjast ekki átta sig á þessari staðreynd.
Þegar aumkunarvert fólk æðir hér um Netheima og þykist ekki skilja gangverk réttarríkisins, og vill ólmt fá samborgar sína til að leggja af velferðarkerfi sitt, svo hægt sé að greiða hollenskum og breskum fjárkúgurum, þá skulum við gera okkur grein fyrir, að annaðhvort eru þetta vitfirringar, eða mútuféhirðar.
Enginn, ég endurtek, enginn er svo heimskur að hann viti ekki til hvers dómstólar eru.
Og þá er ég kominn að efni þessa pistils.
Rannsóknarnefnd Alþingis á tafarlaust að kalla á skýringar. Líklegust skýringin á þessari frétt er að rangt sé eftir Steingrími haft, enda ítök bresku og hollensku fjárkúgarahyskisins mikil í heimi fjölmiðla. Þó má minna á að bæði stórblöðin Times, og Financial Times hafa skýrt bent á að kröfur fjárkúgara séu alltaf ólöglegar, þannig að líklegast eru um sorprit að ræða sem lýgur þessu upp á Steingrím.
En ef svo sorglega vill til að rétt sé eftir haft, þá þarf tvennt að fara í gang.
Það þarf að kanna bankareikninga hans, og það þarf að athuga heilsufar hans. Líkt og íhaldið lét Kleppslækninn gera við Jónas frá Hriflu forðum daga.
Sumum, sem eru friðsemdarmenn, finnst þetta kannski vera hörð orð. En mér finnst mjög harkalegt ef það þarf að loka spítölum og skólum vegna veilu eða mútuþægni íslenskra stjórnmálamanna.
Það eru foreldrar okkar og börnin okkar sem blæða.
Og enginn er það mikill friðsemdarmaður að hann láti börn sín og foreldra blæða fyrir fjárkúgun erlendra glæpamanna og innlendra samverkamanna þeirra.
Það er tími til kominn að hlutirnir séu kallaðir réttum nöfnum, og þjóðin snúist til varnar.
Það gilda lög á Íslandi, það gilda lög í Evrópu.
Og bæði hér, og í Evrópu er skýr ákvæði sem banna fjárkúgun, sem banna aðstoð við fjárkúgara.
Hvergi stendur að ráðherrar og aðrir fyrirmenn séu undanþegnir þeim lögum.
Rannsóknarnefnd Alþingis væri nær að fara eftir gildandi lögum, i stað þess að búa til lög, og ákæra síðan eftir þeim tilbúningi.
Meint afglöp varða ekki við lög, en fjárkúgun og meint landráð gera það.
Það er tími til kominn að tengja.
Kveðja að austan.
Steingrímur: Íslendingar munu borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 188
- Sl. sólarhring: 877
- Sl. viku: 5919
- Frá upphafi: 1399087
Annað
- Innlit í dag: 158
- Innlit sl. viku: 5013
- Gestir í dag: 154
- IP-tölur í dag: 151
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lestu heima, minn kæri. Það eru gildandi lög í landinu um að vil borgum, að gefnum ákveðnum skilyrðum. Sama og SJS er að segja. "það gilda lög...." o.s.frv. Tengdu nú minn kæri.....
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:15
Það er mikill afleikur að tala eins og sá beygði gerir -
lög í landinu - rétt er það - þetta mál á hinsvegar að fara fyrir alþjóðadómstól - tafarlaust - hefði átt að gera fyrir rúmu ári síðan - eða fyrr.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.9.2010 kl. 21:36
Blessaður Áskell, hvað lög eru það????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 23:20
Ómar, ég skil ekkert í alþingi að hafa ekki fyrir löngu lýst yfir vantrausti á Gylfa, Jóhönnu, Steingrím og Össur og farið fram á ítarlega rannsókn á hættulegum framgangi allra alþingismanna sem sögðu JÁ við Icesave.
Elle_, 19.9.2010 kl. 17:01
Það verður gert Elle, það verður gert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.9.2010 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.