18.9.2010 | 09:22
Bankarnir eru traustir.
Sögðu tveir mætir hagfræðingar fyrir mikinn peningi í ársbyrjun 2008.
Embættismannakerfið kepptist að gefa út heilbrigðisvottorð á starfsemi þeirra.
Af hverju???
Jú það er svo innstillt í þetta fólk að hagsmunir auðmanna og auðræningja séu öllu æðri, og þeir séu ósnertanlegir.
Banni lög eitthvað, þá er bara að finna nýtt orðalag á sömu gjörðir, og þar með gilda lögin ekki lengur.
Fólk, sem trúði því að embættismenn og kerfiskellingar myndu höggva á hnút Magmaránsins, er hreinræktaðir bjánar, trúir öllu, endalaust.
Magmaránið snýst um grundvallaratriði, um hvað má og hvað má ekki.
Það snýst um hvort við höfum eitthvað lært af Hruninu, um hvort við viljum sama þjóðfélag og áður, nema núna verða aðalspilararnir erlendir auðræningjar, ekki innlendir.
Og það er stjórnmálamanna að svara þeim spurningum, og leggja síðan þau svör undir dóm kjósenda.
Það kallast lýðræði.
Embættismenn og kerfiskellingar kaus ekki nokkur maður.
Þeirra er ekki valdið.
Kveðja að austan.
Segir skýrslu nefndar „hreinsa loftið“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Taktu eftir orðalaginu - að salan til Magma stenst formleg skilyrði.
Með öðrum orðum, ef einungis er hangið á orðalags túlkun.
En, ef kafað er undir yfirborðið sbr. að eðlilegt væri að gera kröfu um að félag sem starfar innan EES í viðkomandi tilviki hafi raunverulegann rekstur sem dæmi.
En sé ekki einungis skúffa á einhverri skrifstofu.
Síðan erum við að tala um samning til 100 ára.
--------------------------------
Eins stór ástæða þess að vera á móti því að heimila þetta er ákveðin prinsipp ástæða. En, ég tel það fullvíst að ef einkaaðilum væri heimilt að byggja og reka virkjanir, og síðan eiga þær. Þá skapist eins og í sjávarútvegi mjög fjársterk fyrirtæki, sem eins og í sjávarútvegi, hafi gríðarleg pólit. ítök vegna einmitt mikins innstreymis fjármagns í þeirra sjóði.
Líkur eru til þess, að slík fyrirt. myndu beita slíkum pólit. ítökum, til að leiða áfram nýtingu orkuauðlinda í samræmi við þeirra hagsmuni.
------------------------------
Sko, ég er að sjálfsögðu ekki í neinum almennum skilningi á móti fjársterkum fyrirt. - en hérna erum við að tala um grunnauðlyndir þjóðarinnar sem er forsenda lífskjara.
Punkturinn er að tryggja að auðlindin sé í okkar eigu i báðum tilvikum. Þ.e. einnig í sjávarútvegi.
Mér líst nokkuð vel á kerfi, þ.s. úthlutaður kvóti sé rýrður á hverju ári t.d. um 3%. Jafnvel í slíku tilviki, getur verið í lagi, að heimila framsal á 3. aðila þ.s. markaðurinn muni þá verðleggja hann skv. þeirri rýrnun.
Rýrnunin sé svo arðgreiðsla af auðlindinni til almennings. Rýrnunin tryggji að í hverju tilviki sé kvóti ekki varanleg eign.
Fleiri leiðir eru færar eins og t.d. leiga í tiltekinn tíma og síðan endurleiga.
---------------------------
Varðandi virkjanir, held ég að í lagi geti verið að heimilar einkaaðilum að reisa virkjanri, en þá verði að vera sólarlags ákvæði sem virka með þeim hætti að eftir tiltekinn tíma endir þær í ríkiseigu eða til vara að samningur við ríki eða sveitarfélag sé með þeim hætti að virkjun sé reist gagnvart samningi um kaupleigu, sem endi síðan með því t.d. eftir 30 ár að viðkomandi virkjun sé í fullri eigu ríkis eða viðkomandi sveitarfélags.
---------------------------------
Sem sagt, þegar verið er að tala um auðlyndanýtingu, verði að vera reglur e-h sambærilegar við þessar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2010 kl. 13:53
Blessaður Einar.
Ég tók eftir þessu orðalagi, og þegar dómhefð er að dæma eftir orðanna hljóðan, ekki þeirra markmiða sem lögin setja, þá er verið að segja að þetta sé löglegt, eða líklega löglegt. Maður skyldi aldrei vanmeta Hæstarétt eftir gengisdóminn, þó ég reyndar telji að þar hafi hann tæmt kvótann sinn í sjálfstæði fyrir næstu áratugina.
Pistill minn var ekki ítarlegur að þessu sinni, aðallega verið að minna á málið. En efnislega er ég sammála því sem þú segir, vissulega má skoða endanlegar útfærslur, en ég tel það flokkast undir heilbrigða skynsemi að ef menn vilja virkja, þá gera menn það fyrir sinn eigin pening, og eigin áhættu.
Og þjóðin fái ekki bakreikninga í formi ruðningsáhrifa eða vaxtahækkana. Bara til dæmis þegar stórskuldug opinber fyrirtæki fara að virkja, þá hækkar vaxtaálag allra landsmanna hjá erlendum fjármálafyrirtækjum. Og þegar umræðan er um hagvöxt uppá prómil í prósentum (eftir virkjanaframkvæmdir) og störf fyrir örfáa einstaklinga, þá hljóta allir að sjá fáráð þess að greiða mun hærra af húsnæði sínu, það væri ódýrar að halda þessu fólki uppi án þess að virkja neitt, ef arðsemin er ekki meiri en hún hefur verið.
Daginn sem áhætta og ábyrgð fara saman, þá munu orkuauðlindir Íslands skila þjóðinni arði, ekki skuldum.
En grunnpunkturinn er sá að náttúran sé virt. Að um nýtingarrétt sé að ræða. Að ekki sé öllum virkjunarkostum þjóðarinnar sóað án þess að skilja eftir handa framtíðinni. Að almannaveitur séu ekki lagðar undir.
Ég þori að veðja Einar, að ef helstu stuðningsmenn Magmaránsins (rán því þeir greiða ekki krónu fyrir, heldur með kúlu). myndu vera í bakábyrgð, þá myndi fljótt þynnast sá hópur.
Það á að vera liðin tíð að hlutir séu framkvæmdir á kostnað annarra. Hvort sem það er virkjunargeðveikin eða ICESave.
Það er ekki flókið að stjórna þessari þjóð ef saman fer ábyrgð og gjörðir, og menn vita hvað má og hvað ekki. Ef til dæmis hver einasti rugludallur sem vill nota fé nágranna síns til að borga bretum ólöglega kröfu þeirra, yrði samstundis að reiða fram umrædda skuld per haus, þá myndu fáir mæla málstað breta bót.
Ef sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ væru í bakábyrgð fyrir skuldum Árna, þá hefði Árni ekki náð 1% í síðustu kosningum.
Og þar sem þessu liði tókst einu sinni að gera þjóð sína gjaldþrota, þá er óþarfi að láta það endalaust vaða uppi á kostnað náungans.
Sá tími á að vera liðinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.