18.9.2010 | 08:57
Saklaus maður dæmdur í fangelsi.
Vegna hugarfars nornaveiða.
Hann vogaði sér að tala við andstæðinginn og hvað fór þeim á milli????
Þegar menn vissu það ekki, þá útbjuggu menn þá vitneskju.
Allan tímann var augljóst, að maður eins og Treholt, gat vissulega veitt upplýsingar af hugsjónarástæðum (gat verið laumukommi eða friðarinsmaður eins og hann hélt fram), en hann gerði það ekki fyrir úttroðna peningatösku sem hann geymdi síðan á glámbekk heima hjá sér.
Hvaða glæpasálgreinir FIB hefði getað útskýrt þetta fyrir norsku lögreglunni. En þess þurfti ekki, hún vissi það sjálf.
Eftir stendur af hverju almenningur lætur endalaust ljúga í sig.
Var það til dæmis tilviljun að þrír auðnuleysingjar skutu í kaf von bandarísku þjóðarinnar um réttlátt og mannsæmandi þjóðfélag, og í kjölfarið voru fátæktarhverfin fyllt af dópi????
Já, segir almenningur.
Er það líklegt að þrjár manneskjur báru ábyrgð á íslenska efnahagshruninu, í landi þar sem þingræði ríkir, ekki einræði????
Já, segja nornaveiðarar og andstaðan gjammar með, skilur svo ekkert í að ábyrgðarmenn Hrunsins séu búnir að byggja upp ennþá sjúkara og spilltara Ísland, en þó það sem við höfðum.
Og andstaðan skilur bara ekki neitt í neinu, ætlar að leita á náðar Brusselvaldsins um réttlæti.
Þessa sama vald sem stundar fjárkúgun gagnvart íslenskum almenningi.
Þetta kallast að sjá ekki samhengi hlutanna.
Kveðja að austan.
Lögreglumaður segir gögn í Treholts-málinu vera fölsuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 280
- Sl. sólarhring: 822
- Sl. viku: 6011
- Frá upphafi: 1399179
Annað
- Innlit í dag: 238
- Innlit sl. viku: 5093
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 224
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hroðalegt.
Gleymun samt ekki að líta í eigin barm. Hvernig var td. með Guðmundar og Geirfinnsmálið.
Við eigum að sjá sóma okkar í því að gera hreint hjá okkur.
Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 09:28
Hmm, Geirfinns málið kemur upp í hugann.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2010 kl. 13:55
Blessaðir félagar.
Pistillin var eiginlega um eigin barm.
Og í þeim barmi er mörg sorgleg dæmi.
Til dæmis þegar þjóðin lét kerfiskalla komast upp með að hindra upptöku Geirfinns og Guðmundarmálsins með þeim rökum að játningar lægju fyrir. Þó var upplýst að þessar játningar fengust með aðferðum sem Stalín hefði verið fullsæmdur af.
Pyntingum.
Fljótlega á eftir komst kerfið einnig upp með að þagga niður manndrápið við Kárahnjúka, þegar ungur maður var sendur út í opinn dauðan vegna þess að stjórnvöld og Landsvirkjun höfðu ekki manndóm í sér að krefjast þess að Ítalirnir framkvæmdu hlutina eins og fólk væri í vinnu hjá þeim, ekki skepnur. Þar var trixið, að nota vitlausa lagagrein í ákæru notað.
Og þjóð sem líður slíkt, hún er þjóð á leið í glötun.
Enda gekk það eftir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.