Hið ómögulega hefur gerst.

 

Landsvirkjun fékk lán, og samt  hefur ICEsave stjórninni ekki tekist að svíkja þjóð sína og koma skuldbindingum Björgúlfs og Björgúlfs á hana.

Var ekki ein helsta röksemd vinnumanna breta á Íslandi, að þjóðin yrði að taka  þessar skuldbindingar á sig, annars yrði hún fryst um aldur og ævi og fengi hvergi lán hjá siðuðu fólki??

Hvað hefur komið á daginn?????

Ekkert, ég endurtek ekkert hefur gengið eftir af hrakspám vinnumannanna.  

Eftir stendur að þeir reyndu að koma hundruðum milljörðum á þjóð sína með rökstuðningi sem var lygi, sbr að um ákvæði EES samningsin væri að ræða, og hræðsluáróðri um endalok heimsins, ekki árið 2012 eins og spádómar Mayja hljóða upp á, ekki með komu Antikrists eins og Jóhannes greindi frá og skráð er í Opinberubók hans, ekki með því að Fernisúlfur næði að losa sig, heldur vegna þess að íslenska þjóðin heyktist á að leggja sjálfviljug á sig skuldahlekki breta og  Hollendinga, kennda við ICEsave.

Níðið og hótanirnar í garð forseta Íslands er svo sérkapítuli, og er til skrásettur, bæði á bréfsefni Stjórnarráðsins, sem og á síðum dagblaðanna og í spólusafni sjónvarpsins.

Níð og hótanir sem höfðu það að eina markmiði að brjóta 86., 87. og 88. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla  um landráð.  En þar er lagt blátt bann við samstarfi og aðstoð við erlend ríki sem ráðast á íslenska ríkið eða íslenska þjóð.

Er ekki tími til kominn að Alþingi grípi inní og hætti að tala um meint afglöp og fari að tala um meint landráð.  

Af hverju eru orð þessa fólks ekki rannsökuð??

Af hverju eru hagsmunatengsl þessa fólks við breta ekki rannsökuð??

Halda menn að hin fornu sannindi að engin borgarmúr standist asna klyfjaðan gulli gildi ekki á Íslandi frekar en önnur almenn sannindi því við séum svo sérstök???

Núna þegar raunveruleikinn hefur hrakið öll rök þeirra sem reyndu að gera þjóð sína gjaldþrota með því að stuðla  að fjárkúgun erlendra þjóða gagnvart henni, þá á Alþingi að grípa inní.  

Annars er Ísland ekki sjálfstætt ríki,  heldur lítur stjórn erlendra afla.  

Það lætur engin þjóð kúga af sér rúmlega 2/3 af þjóðarframleiðslu án þess að snúast til varnar.  Og engin þjóð lætur samverkamenn fjárkúgaranna stjórna sér.

Engin þjóð, ekki einu sinni sú íslenska.  Jafnvel þó önnur efnahagslögmál gildi á Íslandi en hjá öðrum þjóðum,  þá hljótum við að hafa sömu sjálfsbjargarhvöt og annað fólk.  

 

Það lætur enginn leggja sig þrældómshlekki án þess að verja sig.

Enginn.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Landsvirkjun fær 100 milljónir Bandaríkjadala að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Til fróðleiks ætla ég að birta þau ákvæði landráðakafla almennra hegningarlaganna sem núverandi stjórnvöld reyna að brjóta á hverjum degi með samvinnu sinni við breta.

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.]2)

Þetta er ekki flókið.

Kveðja.

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég hef verið mjög framalega í því að mótmæla vinnubrögðum stjórnvalda þegar átti að samþykkja Icesave með undirskrift forsetans kallaði meira að segja inn á þingið af þingpöllunum þann 30 des þetta eru landráð það var það eina sem mér datt í hug og það voru orð að sönnu því að komið hefur á daginn eins og þú bendir á að þetta svokallaða Icesave sem hér átti allt að stoppa og stöðva hefur ekki gengið eftir því var það sem á alþingi gerðist þann  30 des ekkert annað en landráð!

Sigurður Haraldsson, 17.9.2010 kl. 19:35

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk fyrir 86-87 og 88 gr hegningarlagana af þeim er ljóst að ríkisstjórinn, bankaeigendur og stjórnendur hafa ítrekað brotið af sér gagnvart þessum greinum!

Sigurður Haraldsson, 17.9.2010 kl. 19:39

4 identicon

sæll Ómar,

ég er líka að austan, ættaður austan af Héraði og austan úr Flóa.

Mér sýnist að við séum kúguð innan frá. Landsvirkjun fékk þetta lán sama daginn og ljóst var að Hæstiréttur fór að vilja þýska bankans sem á Lýsingu og ákvað að kúga okkur til að borga um það bil tíu sinnum meira en okkur ber samkvæmt landslögum.

Frikki fyrrverandi forstjóri stóð sig ílla í sínu starfi þegar hann óð með okkur í dýrar framkvæmdir til að geta selt orku til útlendinga án þess að tryggja að fjármögnun til framtíðar væri á ábyrgð þeirra sem fá megnið af þessari orku.

Eigum við ekki að fara með Frikka líka fyrir Landsdóm? Hann var ekki að hugsa um okkar framtíð og slugsaði heldur betur í sínu starfi. Mér sýnist að með þessari endurfjármögnunarvöxtum hafi allur sá ágóði sem hann sagði okkur að yrði af Kárahnjúkavirkun horfið.

Hafðir þú hugsað út í þetta?

Kveðja, JÞJ

Jón Þóroddur Jónsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 08:50

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einn stærsti vandi okkar í dag er sambandsleysi valdstjórnar við samfélagið sem er þolandinn. Samfélagið á ekki að þurfa- né sætta sig við að vera þolandi í jafn gildishlöðnum skilningi og þeim sem við þekkjum gegn um allt of langa næstliðna sögu.

Það er næstum óbætanlegt slys þegar stjórnvöld vinna í andstöðu við þjóðina og alveg óbætanlegt gangi hamfarirnar lengi yfir.

Hrunstjórnin ríkti í 4 mánuði samfelldrar martraðar fyrir þjóðina , martraðar sem birtist í hatri í garð valdsins og margfaldaðist í vanmættinum til að hefna sín. þarna var ástandið orðið helsjúkt. Og svo tókst "lýðnum" að hrekja hrunstjórnina frá en við áttum ekki sjálf neitt til að taka við.

Og við fögnuðum þegar okkur bauðst leiðsögn þess leiðtoga sem mörg okkar höfðum litðið á sem Kastró þjóðarinnar en bara svo miklu betur siðaðan en fyrirmyndina.

Og hann hóf frelsun þjóðar sinnar með því að kveikja inni á Alþingi tvö bál samtímis. Þetta var að mínum dómi einstætt afrek (með öfugum formerkjum) og nú þjáist þessi þjóð sem aldrei fyrr í báli haturs, sundrungar og skelfingarótta um framtíð nýfæddrar kynslóðar.

Hvar og hvenær enda þessi ósköp?

Árni Gunnarsson, 18.9.2010 kl. 10:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Það er gott að vera ættaður að austan, hjá okkur er gróandinn, hvort sem það er í Flóanum eða fjörðunum, og fallegt er á Héraði, þó okkur fjarðabúum finnist Hérarnir alltaf vera dálítið ankanalegir, en þeir eru reyndar sama sinnis um okkur.

Glæpur Landsvirkjunar, er skammtímafjármögnunin sem gerir hana háða lánardrottnum sínum.

Og menn hafa ekkert lært, ennþá á að virkja í ábyrgð almennings, ekki þeirra sem ávaxtanna njóta.

En Friðrik var verkfæri, ekki gerandi sem slíkur.  Og spurningin er að læra, ekki dæma.  Þó það væri ekki nema af einni praktískri ástæðu, það er hægt að ná samstöðu um lærdóm, ekki dóm, það vilja allir dæma alla nema sjálfa sig.

Ég er talsmaður framtíðar, að við lærum og reynum að nota skynsemi í framtíðinni,  ekki láta stjórnast af skammtímahagsmunum fárra.  Vil því engan Landsdóm, heldur Sannleiksnefnd, og síðan samstöðu um almannahag, ekki auðmannahag.

En þjóðin vill auðmannahag, og skilur ekkert í að ekkert breytist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 10:41

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Sá  heiðursmaður, Arinbjörn Kúld, á upptökin af umræðunni um landráð.  Þá bæði þessi beinu, sem ICEsave svikin eru, sem og hin óbeinu eins og athafnir og athafnaleysi valdsmanna og bankamanna voru í aðdraganda Hrunsins mikla.

Ég hef fókusað mig á hin beinu, þau sem eru að gerast í dag.  Þau óbeinu vil ég taka öðrum tökum, því ég sé þau í stærri samhengi. 

Það samhengi er aðför auðræningja og leppa þeirra að mannlegu samfélagi um allan heim.  Og ég tel sjálfa framríð manns og mannkyns vera í húfi.  Og hef fært fyrir því rök, hugsanir mínar um Byltingu byltinganna eru dæmi um þar sem ég forma þetta samhengi.  Með öðrum orðum þá tel ég orðið landráð ná aðeins um lítið brot af sannleikanum, og sá sannleikur er ennþá óbugaður, og vinnur sína helvinnu á hverjum degi, bæði hér og út í hinum stóra heimi.

"Harmur okkar er brot af heimsins harmi" sagði Steinn, og það er kjarni málsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 12:15

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Árni.

Þegar stórt er spurt er fátt um svör.

Ég er sáttur ef ég næ að hindra ICEsave ósköpin.  Ekki reyndar einhamur, heldur marghamur því þar tókst Andstöðunni að skapa sér vígstöðu.  Meðal annars vegna þess að hluti Sjálfstæðisflokksins gekk til liðs við okkur og þar með þorir flokksforystan ekki að svíkja opinberlega.  

ICEsave ætti að kenna Andstöðunni, sem er innbyrðis sundurþykk, en á það sameiginlegt að vilja ekki það gamla, heldur eitthvað nýtt og vonandi nothæfara þjóðfélag, að þekkja muninn á því sem er mögulegt, og því sem menn vilja.

Með 10-20% fylgi hjá þjóðinni þá ættu menn að þekkja sín takmörk og skilja gildi þess að ná samstöðu með öðrum hópum fólks sem sættir sig ekki við auðránið.  Stærsti hluti þess fólks er stuðningshópur gamla fjórflokksins, og restin síðan fólk sem telur þá ekki valkost, en vill heldur ekki neinar lausnir sem kallast gætu óhefðbundnar.

Það er ekki flókið að bylta þjóðfélögum, menn þurfa aðeins að kunna til verka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 14:57

9 identicon

sæll aftur Ómar, ég er að mestu sama sinnis og þú en hef kannski heldur meiri trú á þjóðinni. Ég held ekki að þjóðin vilji auðmannahag og ég held að við sættum okkur ekki lengur við blekkingar. En til að breyta þarf umbyltingu og þeir sem hafa verið á þingi eða í stjórnum bæja verða að víkja. Það er liðið sem vitandi og ekki síst óafvitandi vill eða viðheldur núverandi ástandi.

Friðrik var vissulega verkfæri en það voru sómafólkið Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde líka, þar er ekki verið að draga rétta aðila til ábyrgðar og með þeirri aðgerð náum við ekki peningunum til baka.

Kveðja, JÞJ

Jón Þóroddur Jónsson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 18:35

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ágæta trú hafði ég á löndum mínum, og sú trúð endurrómaði í mörgum athugasemdum mínum í Netheimum, fyrst eftir Hrun.

Svo fattaði ég að þjóðin lætur svo auðveldlega spilast, að líkja má við háþróaða list.

Og forsendurnar á bak við spileríið, það vakti hjá mér óhug.  

Skortur á samhygð þegar fólki í neyð var neitað um aðstoð, heldur gert af greiðsluþrælum, það er þeir sem fá að halda húsum sínum.  Þá dugði vel að segja að það gæti sjálfum sér um kennt, þau fornu sannindi að fólk í neyð kallar á samhjálp þína, þau fóru fyrir lítið og núna gráta allar gegnar ömmur.

Og sú innilega heimska að halda að hér verði allt í himnalagi þegar aðgerðarplan AGS gerði ráð fyrir að um 60% af tekjum ríkisins færu í vexti og afborganir.  Svo þegar tókst að hindra verstu vitleysuna og koma ICEsave frá í bili, þá reyndi vissulega minna á krónu og ríkisfjármál, menn héldu til dæmis ekki vatni þegar 2 milljarðar voru í afgang á viðskiptajöfnuði síðasta mánaðar.  Nema hagfræðingur ASÍ vildi ennþá minni afgang með sterkari krónu, sagði það forsendu kjarasamninga.

Hvað dugar það uppí 160 milljarða lágmarks viðskiptajöfnuð svo þjóðin ætti minnsta möguleika með að standa í skilum með lán síns, það er ef AGS, ICEsave ganga eftir????

Segjum að ég hafi orðið fyrir vissum vonbrigðum með þjóð mína.

En varðandi verkfæri og þeim sem heldur, að þá uppgötvuðu bretar til dæmis að það væri til lítils að eltast við unga menn með sprengjur í bakpokum, ef þeir sem fjármögnuðu þá, og gáfu þeim þann hugmyndaheim að himnavist biði þeirra sem dræpu nágranna sína, gengu lausir óáreittir.

Reyndar tel ég um kerfisvanda hafi verið að ræða, og næstum hver sem er hefði lent í þessum ógöngum, kannski ekki Ögmundur, en allflestir aðrir stjórnmálamenn því innbyggð tímasprengja var tengd við þensluna uppúr 2004.  Þess vegna vil ég ekki persónugera það sem miður fór, heldur hindra að það gerist aftur.  

Persónugering klýfur þjóðina, og hindrar nauðsynlega samstöðu um úrbætur.  Og á meðan ráða hugmyndafræðingar Hrunsins öllu, enda fyrsta verk þeirra að selja þjóð sína í hendur á illýði AGS, og borga öllum sem rukka vildu þjóðina, enda hvarflar ekki að þessu liði að það sjálft fái reikninginn.

En Andstaðan vill blóð, þess vegna er engin Andstaða í landinu, ekki ef maður leggur þá merkingu í orðið að hún hafi áhrif.  Og sé að breyta einhverju til betri vegar.

En þeir sem eru húktir á rautt, þeir eru ánægðir þessa dagana.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.9.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 265
  • Sl. sólarhring: 839
  • Sl. viku: 5996
  • Frá upphafi: 1399164

Annað

  • Innlit í dag: 224
  • Innlit sl. viku: 5079
  • Gestir í dag: 216
  • IP-tölur í dag: 213

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband