17.9.2010 | 07:03
Már náði þessu.
"Þetta er bara lífsins gangur".
Stefna stjórnvalda í hnotskurn, bæði fyrir kreppu og eftir kreppu.
Kveðja að austan.
Svona er bara lífsins gangur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 282
- Sl. sólarhring: 821
- Sl. viku: 6013
- Frá upphafi: 1399181
Annað
- Innlit í dag: 240
- Innlit sl. viku: 5095
- Gestir í dag: 229
- IP-tölur í dag: 226
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Svona er bara lífsins gangur“ ? ... skoðum aðeins málið:
1. Lýsing handvaldi málið(þægilegt)
2. Lýsing bauð lögfræðingi gagnaðila að borga allan kostnað(þarft ekki að vinna vel,við borgun þér)
3. Lýsing setti fram kröfur sem óreyndur verjandinn sá ekki í gegn um(auðvitað)
4. Eiginkona viðskiptafélaga lögmanns Lýsingar dæmdi málið í héraði.(dæmdu mér í hag elskan mín)
5. Uppeldisbróðir fyrrverandi viðskiptaráðherra (GM) er verjandi í hrd....(duh?)
6. Viðskiptaráðherra setur lög sem tryggja niðurstöðuna.(en ekki hvað)
7. 310 milljörðum er velt yfir á lánþega ... AFTUR(eru sleipiefni nokkuð uppseld?)
Ekki sagði hann „Svona er bara lífsins gangur“ þegar lánin voru dæmd ólögleg með tengingu við erlenda mynt.
http://www.facebook.com/samtok?v=wall
Sævar Einarsson, 17.9.2010 kl. 07:58
Blessaður Sævarinn.
Takk fyrir þessa góðu samantekt.
Vissulega er það ekki tilviljun að vont mál var valið og illa af því staðið. Þetta kallast á mannamáli að stýra með handafli.
En hvort sem málið er vont eða gott, þá er dómurinn samt í grundvallaratriðum rangur, hann byggist á mati, ekki lögum. Það má rétt vera að enginn óbrjálaður maður hefði samið um Libor vexti nema að hann hafi staðið í þeirri trú að hann kæmist upp með lögbrot. En hvað kemur það málinu við????
Þessi samningur var gerður, hluti hans var dæmdur ólöglegur og þá telur Hæstiréttur sig hafa vald til að rifta restinni af samningnum og ákveða einhliða nýjar samningsforsendur. Bæði hefur Hæstiréttur ekki til þess vald, því hann dæmir eftir ríkjandi lögum, setur þau ekki, sem og hitt að ef samningi er rift, þá þarf að semja upp á nýtt.
Einhliða nýr samningur með valdboði er aðeins á valdi valdhafa, sem þurfa þá að hafa til þess vald, annaðhvort byggt á lögum eða ofbeldistækjum eins og her eða vopnaðri lögreglu.
Og það er ótrúlegt að umræðan í þjóðfélaginu skuli stjórnast af eigentum fjármálafyrirtækja sem kalla sig almannatengla og hringja í vini sína a fjölmiðlum og segja þeim að bráðum fái þeir líka lottóvinninginn sem heitir vel borgað almannatenglastarf, ef þeir standi vaktina fyrir tilvonandi húsbændur sína. Og láti umræðan snúast um að nú sé óvissunni eytt, og allir eigi að fara út að grafa skurði fyrir fjármálafyrirtæki, svona næstu 150 árin eða svo.
Augljóst er að þessi dómur leysir engan vanda og ólgan í þjóðfélaginu mun aðeins vaxa. Og þó þessir menn hafi byggt fjármálakerfi sitt á sandi, þá byggja þeir ekki stöðugleika i þjóðfélagi þar sem allt er á suðupunkti.
Jafnvel ekki Már, þó ofurgáfaður sé. En orðsnjall var hann, ég held að þjóðin sé búið að fá annað "helvítis focking fokk." Og hafi hann þökk fyrir það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 08:39
Sauðamaður nokkur á höfuðbóli og prestssetri norðanlands náði naumlega til bæjar eftir að hafa komið sauðunum í hús í snöggu norðanáhlaupi. Klerkur innti hann áhyggjufullur eftir því hvort hann hefði náð að bjarga öllum sauðunum.
- Onei, ekki var það nú svo - svaraði sauðamaður.- Það hafði einn hrakist út í Kvíslina og mér tókst ekki að bjarga honum.
Nú ærðist klerkur og atyrti sauðamann sinn óðamála fyrir að hafa með sviksemi og andvaraleysi valdið sér tilfinnanlegu fjártjóni.
Þegar klerki varð orðfall náði sauðamaður að upplýsa fyrir honum að umræddur sauður hefði verið í sinni eigu.
_Núúú, áttuð þér hann? - Já, þeir verða að missa sem eiga! sagði prestur þá í huggunartón.
Þessi prakkaralega hneigð sögunnar til að endurtaka sig!
Árni Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 09:02
Og í framhaldi: Það eru ógnvænleg tímamót þegar íslenska þjóðin fær "pólitískt grundvallaðan" dóm frá Hæstarétti.
Ég spyr ekki en bendi á að dómstólum ber að dæma eftir lögum og þegar svo er komið að Hæstiréttur gefur sé atvikatengdar forsendur og lætur þá lönd og leið þau meginatriði sem réttarkerfi byggja á.
Árni Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 09:21
....þá er orðin ástæða til að hafa áhyggjur af framtíðinni.
Árni Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 09:23
Blessaður Árni.
Takk fyrir skemmtilega sögu. Þeir missa vissulega sem eiga, en það er ekki sama hver á eins og dæmin sanna. Og þá er bara að sætta sig við lífsins gang, eða gera byltingu. Samt voru þeir hissa prelátarnir frönsku sem horfðu á kirkjur sínar brenna, og voru ekki par sáttir við lífsins gang. En þeir voru sáttir á meðan almenningur gerði það og lét sér nægja fyrirheit um sæluvist í næsta lífi.
Spurningin er hvort almenningur hér á landi sé jafn heimspekilegasinnaður eins og Már, hvort hann sætti sig við hlutfallið 45 af 350. Reyknesingar kusu mann til áframhaldandi valda sem framkvæmdi fyrst og spurði svo, líklegast voru þeir sáttir. Þjóðin kaus Hrunflokk til að stýra uppbyggingunni, taldi það öruggast svo þeir sem ættu misstu sem minnst, nema þá skuldir sínar. Hún kaus líka yfir sig Norræna velferðarstjórn að forskrift góðmenna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Af hverju ætti hún þá ekki að vera líka sátt við þennan lífsins gang?????
Svo verða brauð og leikar eftir hádegi í dag, jafnvel á að kasta nokkrum föllnum mönnum fyrir ljónin. Klassísk leið til að róa lýðinn, mikið notuð því hún er einkar árangursrík fyrir spillta valdhafa sem vilja halda lýðnum rólegum. Virki hún ekki, þá hlýtur að vera hægt að flytja inn nokkra Romana og bjóða síðan upp á grýtingu þeirra.
Í harðbökkum, þá má gegnumlýsa þjóðskrána og athuga hvort nokkur hafi skráð sig sem gyðing. Gott og gilt miðaldaráð, að brenna gyðinga þegar menn voru ekki sáttir. Heimspekin, "Þetta er lífsins gangur" er jú miðaldaheimspeki, notuð til að réttlæta vald konunga sem sérstakra umboðsmanna guðs á jörðu. En guð var einmitt þekktur fyrir að láta allt hafa sinn gang.
Það má allavega treysta því Árni að núverandi valdhafar vinna að því hörðum höndum að tryggja sáttina við þjóðina. Eina óvissan er hvort þjóðin meðtaki sáttina.
Í þeim efnum megum við ekki gera of miklar kröfur á raunveruleikann. Hæstiréttur er stoð ríkjandi þjóðfélags, og hagar sér eftir því. Dómur hans um ólögmæti gengistryggðra lána er dæmi um hið ómögulega, eitthvað sem svona stofnun gerir ekki, nema þá einu sinni á öld eða svo. Það var til of mikil mælt að ætlast til að hann stigi næsta skrefið, það eru jú ekki liðin 100 ár frá síðasta tímamótadómi. Þar sem það eru byltingartímar, má kannski færa þau mörk niður í 20-30 ár, en annað er glópabjartsýni af meiði glópagulls.
Þess vegna breytir fólk lífi sínu og lífskjörum með því að láta sig stjórnmál og stjórnun almannavalds varða. Þar er hnífurinn, þar eigum við að beita okkur.
Við eigum ekki að sætta okkur við lífsins gang, ef sá gangur er gegn lífi okkar og lífskjörum. Auðræningjar eiga ekki sálir okkar.
Og við þurfum að sýna þeim það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 10:38
Og einhvers staðar verðum við að gefa okkur tíma þess að hvíla okkur á sprettinum upp baunagrasið áleiðis til tunglsins. Reyndar lagði ég aldrei í það ferðalg; treysti mér ekki vegna svima en sit enn á sömu smalaþúfunni og ég sat á þegar hópferðin til tunglsins hófst upp úr síðustu aldamótum.
Ég sé þjóð, embættismenn, Alþingismenn og ráðherra engjast vegna þess að nú er komið að því að taka um það ákvörðun hvort við ætlum að tala áfram um siðbót í stjórnsýslu okkar eða ráðast gegn þeirri spillingu og því siðleysi sem allir-flestir eru búnir að vera sammála um að sé höfuðmeinsemd samfélagsins á Íslandi.
Ég sé ekki samsömun með því að valdstjórnarmenn séu dregnir til ábyrgðar og því að henda föllnum mönnum fyrir ljón að hætti Rómverja.
En einu sinni var það málvenja að segja að allar leiðir lægju til Rómar og ekki neita ég því að nú um nokkurn tíma hefur mér komið Róm í hug oftar en aðrir þéttbýlishreppar heimsbyggðarinnar.
Það er viðtekin skýring sagnfræðinga að fall Rómarveldisins hafi mátt rekja til úrkynjunar. Úrkynjun er gildishlaðið orð umfram flest orð íslenskrar tungu önnur að minni hyggju og það er skylda okkar að vanda vel alla umgengni við slíka orðnotkun.
Mér finnst ég sjá glögg merki um það í samfélagi okkar að það sé að nálgast eitthvert það voðalega ástand sem við getum ekki sætt okkur við lengur ef við ætlum að bjóða afkomendum okkar upp á samfélag þar sem fólki er lífið einfaldlega bærilegt í fullum skilningi þess hugtaks.
Þær aðstæður eru ekki á boðstólum í dag fyrir hvert og eitt okkar. Og það er ægileg niðurstaða.
Við ættum að velta því vel fyrir okkur hvort samfélag okkar sé farið að bera merki úrkynjunar og gefa okkur tíma til þess. Við megum ekki vera lengur á flóttanum undan vondu uppgjöri með því að hafna því fyrirfram að það sé ógnandi og kannski síðustu forvöð að forðast afdrif sem líkja megi við fall Rómarveldisins.
Á því eigum við að byrja núna og skoða af gaumgæfni hvort ljónagryfjan séu ekki tryggasta aðferðin í einhverri lauslegri þýðingu að sjálfsögðu.
Þegar gamlar torbyggingar hrundu vegna þess að máttarviðirnir voru ónýtir af völdum fúa þá vissi ég engin dæmi um að við því væri brugðist með því hrófla þeim upp á ný með sama efni. Það var meira að segja aldrei minnst á fortíðarhyggju sem gæti réttlætt slík vinnubrögð.
Ég bý reyndar að þeirri fötlun að hýsa ekki snefil af samúð með fólki sem draga þarf til ábyrgðar á eigin verkum. Og skil ekki þegar sá hópur sem flokkast undir tignarfólk að gamalli málvenju er talið eiga rétt á annari og meiri samúð en búðahnuplari.
Þegar Ólafur forseti synjaði Davíðslögum um fjölmiðla aftengdust í einni svipan allar mikilvægar heilastöðvar þeirra þátttakenda í þjóðarumræðu okkar sem komu af hægri væng stjónmála svonefndum. Lög um embættisskyldur forseta lýðveldisins voru ómark og líklega gömul prentvilla.
Fyrir rúmu ári endurtók sig þessi voðaatburður tengdur heilbrigði þjóðarinnar og nú kom árásin frá vinstri væng þeim sem kennir sig við norræna velferð og ég efast um alla velferð óháð áttum ef hún bannar almenna skynsemi.
Það það er svo í námunda við ólíkindi að nú í dag erum við enn einu sinni stödd á þessu hamfarasvæði dómgreindarleysis og siðlausrar umræðu. Og nú er umræðan áttlaus en heimkynnin víðs vegar á slóðum flokkspólitískra trúarbragða sem eiga sameiginlegt heimili í sambýli siðlausra pólitíkusa í öllum póstnúmerum.
Við eigum að vernda stjónmálamenn fyrir óbilgjörnum kröfum um stjórnsýsluábyrgð!
Ég minntist hér að ofan á gildishlaðið orð. Eitt er það orð í heimkynnum tungunnar sem fellur undir þá lýsingu og verður blátt áfram ógnvekjandi og skelfilegt ef við festum hugann við það. Það er mikið notað en í einni afmarkaðri merkingu þess setur það okkur í vanda sem okkur er um megn að leysa til fulls. Okkur er þó skylt að hafa það ævinlega í huga og gleyma því aldrei: Það eiga að vera lög á Íslandi framtíðarinnar!
Þetta er orðið MAÐUR.
Árni Gunnarsson, 17.9.2010 kl. 18:06
Blessaður Árni.
Fyrirgefðu hvað ég kem seint inn, hef aðeins verið að melta hvað þú sagðir, hvort ég ætti enn einu sinni að skrifa langt mál um þær forsendur sem ég geng út frá, eða láta nægja að vitna í umræður mínar við Arinbjörn, þann mæta bloggara, en við ræddum oft þessi mál, um glæpi og refsingar.
Og við ræddum um pólitík, og tæki til að ná fram markmiðum sínum. Um sannleiksnefndir og fleira. Og ég ætla ekki að endurtaka þá umræðu núna, ég er löngu búinn að átta mig á að ég sannfæri ekki einn eða neinn um mínar skoðanir, en ég er ágætur skæruliði og held mig við það.
Gott að þú fórst ekki til tunglsins, það ku vera slæmar netsamgöngur þar, og þar með væri íslenskt netsamfélag fátækara fyrir vikið. Ég vona að þú hafir ekki ætlað mér að viljað gera mannamun á búðaþjófum eftir stétt og stöðu, held að þú þekkir of mikið til skrifa minna til þess. Ætla frekar að þú sért að minnast á þá beisku staðreynd að fyrsta ákæran eftir Hrun var á hendur súpuþjófi sem átti við geðræn vandamál að ræða.
Vil aðeins minna á tvennt hvað mínar skoðanir varðar. Ég geri athugasemdir við harðar refsingar smáglæpamanna, tel að þar hafi yfirstéttin mótað leikreglurnar í gegnum aldirnar, og mér þykir það ákaflega sorglegt, að þegar hún lítur í gras, þá kann almúginn það eitt að herma eftir henni, og gera ennþá betur. Undantekningarnar eru King, Ghandi og Mandela, menn sem spáðu í pólitík, tæki og markmið sinna aðgerða. Það geri ég líka.
Hitt sem ég vil minna á um að þó ég geti verið miskunnarlausari en sjálfur andskotinn við andstæðinga mína, þá sparka ég ekki í liggjandi menn. Tel það fyrir neðan virðingu mína. Og siðferðislegar rætur þeirra skoðana að sýna mildi má finna hjá til dæmis þeim Hugo og Dickens og í sögninni um Samverjann og týnda soninn.
En ekki ætla ég þér Árni að spá í mínar nálganir, svo við skulum halda okkur við þínar.
"Það eiga að vera lög á Íslandi".
Segir allt sem segja þarf. Það þarf að brjóta lög til að hægt sé að ákæra. Núverandi ákærur eru byggðar á gildismati, og þjóna hagsmunum þeirra sem með völdin hafa. Og þær eru óréttlátar, því það var kerfið sem féll, það skipti í raun engu hver stjórnaði, þetta hlaut að falla vegna innbyggðra meinsemda. Þess vegna féllu Vesturlönd.
Hefði þetta verið bundið við Ísland, og ákveðnar gjörðir ráðamanna okkar, þá væri hugsanlega hægt að persónugera glæpinn, en samt þurfa lög að ná yfir hann. Það yrði til dæmis að vera hægt að sýna fram á að viðkomandi ráðamenn hafi barist fyrir ákveðnu misferli eða þeir hafi hindrað nauðsynlegar björgunaraðgerðir.
Hjá okkur var ekkert slíkt um að ræða. Þetta fólk stjórnaði því það endurspeglað almannaróm, allar meginstoðir þjóðfélagsins töldu það rétt sem það gerði. Hið meinta aðgerðarleysi í aðdraganda Hrunsins var samkvæmt "bestra" manna ráðum (þeim sömu sem ráðlögðu AGS og ICESave).
Og þær aðgerðir sem þingmannanefndin bendir á eru annarsvegar rangar, hins vegar landráð. Það er bent á að ríkisstjórnin hafi ekki byggt upp nægilegan gjaldeyrissjóð til að bakka upp bankana, eins og það hefði verið hægt, en hefði skilið almenning eftir í óleysanlegu skuldafeni. Það er rangt.
Það er bent á að ekki var samið við breta um yfirtöku ICEsave reikningana. Til þess þurftu þeir meðgjöf. Eða með öðrum orðum fjárkúgun, að styðja slíkt er landráð. Einkabankar eru aldrei á ábyrgð ríkis, og þú skerð ekki niður velferð til að borga fyrir lausn á kerfisvanda ESB í bankamálum.
Ríkisstjórnin er sökuð um að hafa ekki skorið niður bankana, en hafði hún styrk til þess???? Davíð gat ekki losað um ægivald auðmanna á fjölmiðlunum, hvað héldu menn að Geir Harde hefði getað í ennþá umfangsmeiri atlögu að auðmönnum????
Hvernig sem á þetta er litið Árni, þá eru þessar ákærur rugl, því þær taka aðeins á birtingarmynd vandans, ekki vandanum sjálfum. Og vandinn felst í siðspilltu kerfi sem gerði út á almenning, ekki verðmætasköpun.
Og meðan það er ráðist á birtingarmyndina, þá dafnar vandinn sem aldrei fyrr.
Og það Árni, það er meiri glæpur en nokkurn tíman þau Ingibjörg og Geir báru ábyrgð á og þú hefur oft lýst ágætlega. Þau vissu ekki betur, en við vitum betur.
Andstöðunni væri nær að ákæra sjálfa sig fyrir heimsku en að grýta fallið fólk.
Sönnun þessarar fullyrðingar er að strax á haustmánuðum 2008 þá benti ég á afleiðingarnar á taktleysi Andstöðunnar, að gamla kerfið væri að endurbyggja sjálft sig, Að sökudólgarnir væru hugmyndafræðingarnir í viðskiptalífinu og háskólasamfélaginu, að stjórnmálamenn væru aðeins verkfæri þeirra.
Öll þau orð hafa gengið eftir. Og þið eruð ennþá að ræða um sekt Ingibjargar og Geirs. Eins og það þurfi að ræða um sekt þess sem sekur er um hin fullkomnu afglöp, að láta land sitt fara á hliðina.
En það er ennþá meiri afglöp, ennþá heimskara, ennþá siðlausara, að láta slíkt endurtaka sig.
En það er auðvita bara mín skoðun, sem ég held mjög út af fyrir mig. Læt mér nægja að vera verkur í rassi valdhafa, og þar sem þeir nota þessi skríparéttarhöld til að styrkja vald sitt, þá hæðist ég að þeim eins og mest ég get.
En ef þú spyrð mig hvort ekki megi ákæra vegna stjórnsýsluábyrgðar, þá er það vissulega rétt, það má. En þá á að ákæra alla. Aaaallaaaaaa. Og ekki láta seka um það verk.
En það er ekki taktíst hjá Andstöðunni að berjast fyrir því, hún á að berjast fyrir sannleikanum, að menn neyðist til að segja allan sannleikann. Það er okkar sterkasta vopn til að fella kerfið, og sjá til þess að hörmungar fortíðar endurtaki sig ekki.
Þú breytir jú ekki fortíðinni, en þú getur lært af henni og nýtt þann lærdóm til að byggja upp betri heim.
Andstaðan á Íslandi er ekki í slíkum verkefni. Hún er eitt helsta vopn auðræningja til að viðhalda völdum sínum.
Og það er sorglegt Árni. Mjög sorglegt.
Og þetta er ekki skoðun, þetta er staðreynd. Út frá þeirri staðreynd fabúleraði ég um gyðinga og ljón, þekkt tæki valdstéttar til að spila með andstöðu og viðhalda völdum sínum á ólgutímum.
Og staðreyndirnar tala sínu máli.
Sérðu ekki á hvaða leið þjóðfélagið er????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.9.2010 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.