Hvar er Laddi????

 

Eftir að Laddi varð sextugur, þá hætti hann að mestu að segja brandara, svona opinberlega. 

Tómarúm hans hafa margir minni spámenn reynt að fylla, í dag hafa óvenjumargir meðaljónar sagt brandara í hljóðnema blaðamanna.  

Kannski er það afmælisdagur nafna míns, kannski er það dómur Hæstaréttar.

Af hvaða rótum þessi fyrirsögn er runnin, "Mun milda höggið" skal ég ekki segja.  En hún er ekki fyndin fyrir íslenskan almenning, sem nóta bene borgar brandarakallinum laun.

 

Vil aðeins minna á að án viljugra skuldara þrífst ekkert fjármálakerfi, nema kannski á pappírum Fjármálaeftirlitsins.  

Síðast þegar Fjármálaeftirlitið gaf út yfirlýsingu um slíkan pappírsstöðugleika, þá hrundi allt sem hrunið gat 2 vikum seinna.

 

Og þeir virðast ekkert hafa lært.

 

En kannski er ég að misskilja, kannski er Laddi búinn að finna upp á enn einum karakter, þessum sem sem svífur á rósrauðum skýjum íslenskrar fjármálasnilli, svona framhald af lagi hans um íslenska milljarðamæringinn.

Hver veit, vona það.

Annars er það enn og aftur; "Guð blessi þjóðina".

Kveðja að austan.


mbl.is Mun mildara högg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Fulltrúar Seðlabankans, ráðherrar (allir), forstjóri FME og FORSETI ASÍ dásama þennan dóm. HA HA HA HA HA.....

Guðmundur St Ragnarsson, 16.9.2010 kl. 19:45

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já nákvæmlega ha ha ha aaaha ha nú stefnum við beina leið í þrot eins og ég hef marg oft sagt að liggi fyrir okkur. Kveðja úr Þingeyjarsveit.

Sigurður Haraldsson, 16.9.2010 kl. 21:03

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Já, Guðmundur það er stórsveit grínara mætt á svæðið.  Sorglegt hvað almenningur á sér fáa talsmenn.

Og Sigurður, það má kannski deila um hversu bein leiðin er, viðspyrna hagkerfisins er töluverð.  En ef þetta gekk í góðæri, hvað þá í kreppu????

En hvort leiðin verði bein eins og vegurinn um Skeiðarársand, eða krókótt eins og Djúpvegur, þá er næsta þrot óumflýjanlegt, því alltof mikið af bóluskuldum er látið lifa, og stjórnvöld aðstoða fjármálakerfið með kjafti og klóm að verja þær.

Endar aðeins á einn veg og sá  vegur er leiðin til uppstokkunar, hvenær svo hún verður.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 07:59

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég bendi ykkur á að það er verið að leita leiða til uppstokkunar: Nauðsynlegt að breyta peningakerfinu sem fyrst

En til þess að hugmyndir um úrbætur nái fram að ganga verða þær að njóta stuðnings almennings. Ég kalla því eftir slíkum stuðningi við baráttu okkar fyrir úrbótum í peningamálum og á fjármálakerfinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 11:08

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Minni einnig á góðar pælingar Jóns Lárussonar, hann má finna hér í bloggvinahópnum.

Það verður engin verri á að lesa þær.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 12:28

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Lárusson er með góðan skilning á þessu og hefur margar góðar hugmyndir í fórum sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 2649
  • Frá upphafi: 1412707

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2313
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband