16.9.2010 | 18:42
Út í mýri, fastur i keldu,
Með drullu í öllum vitum, er Seðlabankastjóri sem heldur að stöðugleiki byggist á skuldaþrældómi almennings.
Slíkt kerfi lagðist endanlega niður þegar keisarastjórnin afnam bændaánauðina uppúr miðri 19 öld í Rússlandi. Þar með lauk formlega miðöldum og nýtt framfaraskeið hófst í Evrópu.
Alveg þar til leppar auðmanna innleiddu skuldaánauð hina nýrri á Íslandi.
Hvort við séum að fara inn í nýjar miðaldir, eða að þrældómur sé forsenda stöðugleika, það mun tíminn skera úr um.
Valið er okkar, það erum við sem kusum þetta vesæla fólk til valda.
Og það er okkar að gefa því frí.
Sættum okkur ekki við Hrunskuldir auðmanna, sættum okkur ekki við leppa þeirra í ríkisstjórn Íslands, sættum okkur ekki við embættismenn sem beygja sig og bugta fyrir handrukkurum auðvaldsins.
Gefum þessu fólki frí.
Kveðja að austan.
Hægt að tryggja fjármálastöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skilgreining Más á stöðugleika er greinilega af þeirri tegund sem var viðvarandi hér á Íslandi í margar aldir undir erlendum yfirráðum. Sú tegund af stöðugleika kallast stöðnun, eða fullkomin kyrrstaða, og er blautur draumur margra vinstrimanna.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 10:54
Blessaður Guðmundur, ég vissi ekki að danska einvaldsstjórnin hafi vinstrisinnuð verið. En hún var mjög hrifin af mygluðu mjöli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 12:27
Ekki skal ég fullyrða um það heldur, en stöðugleiki í formi kyrrstöðu er staðreynd engu að síður.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2010 kl. 12:31
Jamm, mjög þekktur stöðugleiki, reyndar hið almenna í hagsögu heimsins, þar næst samdráttur.
En ég var góðlátlega að minna þig á að slíkt ástand er ekki frekar vinstra en hægri. Og hægri menn mættu mjög hugsa sinn gang þar sem þeir hafa stjórnar Vesturlöndum síðustu þrjátíu árin eða svo.
Og þeim tókst að gera þessi sterku lönd gjaldþrota, ekki amalegt að geta gert það sem Stalín tókst aldrei.
Og það voru vinstrimenn sem byggðu upp Skandinavíu, frá bláfátækum bændasamfélögum yfir í háþróuð velferðarríki.
Ég held hreinskilnislega Guðmundur að hægri/vinstri sé dautt, þetta séu frekar siðferðislegar spurningar um hvað má og hvað má ekki.
Og verði þeim ekki svarað, þá er voðinn vís.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.