Er loksins verið að rannska ICEsave svikin????

 

Las ekki reyndar fréttina, en það kemur fram að níu einstaklingar séu í varðhaldi.

Eru það vinnumenn breta????

 

Til dæmis menn eins og rithöfundurinn sem sagði að íslenska þjóðin ætti að borga fyrir Björgúlf og Björgúlf, því hann hefði hitt par frá Hollandi sem taldi svo absúlatt vera.

Eða er það sagnfræðingurinn sem skrifaði grein um að það stæði í ESB löggjöf að íslenska þjóðin ætti að leggja niður velferðarkerfi sitt vegna Björgúlfs og Björgúlfs, það hefði eitthvað með tvítekið nafn að gera.

Eða laganeminn sem sagði að allir vissu að orð ráðamanna væri æðri löggjöf  og alþjóðasamningum.

Eða fyrrverandi ESB starfsmaðurinn sem las það út úr orðunum "Ekki ríkisábyrgð" að það þýddi ríkisábyrgð því í breskri tungu væri ekki hefð fyrir að skilja orðið "ekki" ef það stangaðist gegn breskum hagsmunum, þess vegna réðust bretar á Ísland í þorskastríðunum og gegn Nasser í Súesdeilunni.

Eða fyrrverandi utanríkisráðherra sem sagðist vera landráðamaður því Sjálfstæðismenn hefðu stjórnað eftir að hann fór til Washington.

 

Það sem upp á vantar töluna níu er núverandi ráðherrar sem lofuðu bretum að styðja fjársvik þeirra upp á 507 milljarða.

Ég trúi því ekki að lögreglan sé að rannsaka minni fjársvik smáglæpamanna á meðan núverandi glæpamenn ganga lausir og samverkamenn þeirra eins og að ofan er talið fái fastar greiðslur frá ESB fyrir að ljúga skuld upp á þjóð sína.

En ég tek það skýrt fram að Sleggjan getur ekki verið á meðal hina handteknu, hún er jú ekki marktæk.  Maður sem segir að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar krefjist þess að íslenskur almenningur borgi fyrir Björgúlf og Björgúlf, sökum þess að jafnræði var þeirra á meðal í auðráni þeirra, hann er ekki þessa heims, enda hvergi sýnilegur nema í Kastljósi þegar Sigmar greyið vantaði landráðamann til að styðja bretakröfur.

Sigmar kannski, en ekki Sleggjan, mönnum þarf að vera sjálfsrátt þegar þeir svíkja þjóð sína.

 

En hafi ég lesið þessa frétt rangt, þá minnir það mig á fréttina, 6 vikum eftir bankahrunið, að ákæruvaldið hefði loksins tekið af skarið, og ákært mann, reyndar súpuþjóf sem átti við andlega erfiðleika að etja, en þjóf enga að síður.

Þetta vekur aftur á móti upp spurningar um íslenskt réttarfar, ræður það aðeins við smáglæpi?????

ICEsave deilan sker úr um það.

 

Það tekur íslenska smáglæpamenn 10 milljarða ára að toppa þau fjársvik sé litið til umfangs glæpsins og upphæð svikanna.  Munum að sjálf framkvæmdarstjórn ESB hefur staðfest að Jóhanna Sigurðardóttir og Árni Páll lugu að þjóð sinni þegar þau sögðu að um alþjóðlega skuldbindingu væri að ráða og vísuðu þá í EES samninginn.

Fjársvik þeirra eru því meiri en þó allir jarðarbúar steli súpu og fái dóm fyrir.  Sem aftur minnir á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, er hægt að lögsækja smákrimma á meðan ICEsave glæpafólkið gengur laust?????

Eða þurfa menn að stela mega mikið til að losna undan réttvísinni??'

Eru sumir jafnari fyrir lögum en aðrir????

 

Ljóst er að svo er á meðan ríkisstjórnarfundir eru ekki haldnir í fundaherbergi Hraunsins.  Eða kannski er brotafólkinu talið það til tekna að því tókst ekki að koma ICEsave fjársvikunum á þjóð sína. 

Gæti verið.

Allavega er ljóst að tilraun til stærri glæps hefur ekki verið framin í samanlagðir glæpamannasögu heimsins.  

Vafasamt heimsmet, en heimsmet þó.

Ég kann betur við fjölda fagurra kvenna á haus, eða magn vitgrannra fréttamann miðað við fjölda fjölmiðla.

Sum heimsmet vill maður ekki.

Sækjum því stórþjófana fyrst til saka áður en við níðumst á smákrimmum.  

Það er jú enginn undanþeginn réttlætinu samkvæmt lögum.

Höldum þeirri reglu.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Rannsaka stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða óskapa langloka er þetta eiginlega í þér maður?

Svavar (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 17:30

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þetta hefst með æfingunni Svavar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.9.2010 kl. 18:01

3 Smámynd: Elle_

Ómar, orðið´ekki´þýðir nefnilega ekki ´ekki´ ef það passar ekki við nýlenduveldið þarna í Evrópu.  Ætli Svavari finnist þetta nokkuð óskaplega langt?   

Elle_, 16.9.2010 kl. 22:33

4 Smámynd: Ómar Geirsson

He, he Elle, þú lagðir í hundinn. 

Ótrúlegt hvað ICEsave dúkkar víða upp hjá mér, jafnvel smákrimmar fá engan frið. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.9.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband