Smitandi farsótt sem leggst þungt á Eurokrata.

 

Helstu einkenni er sjúkleg hvöt að gera sig að fífli.

 

Í gamla daga þá þurfti KGB að eyða stórfé í að sverta mannorð fólks á trúverðugan hátt.  

Það þurfti að finna íðilfagrar konur, þjálfa þær, útbúa gildru, hafa upptökubúnað tiltækan, og ef allt gekk upp, þá fékkst velheppnað myndband af harðgiftum góðborgurum að gamna sér á þann hátt sem ekki er góðborgurum sæmandi.

Í Bretlandi var sérstakt tilbrigði að nota kinky eða gay gildrur.  En niðurstaðan sú sama, tangarhald á fórnarlambi sínu eða eyðilegt mannorð.

 

Í dag finnst svo vitgrannur saksóknari að hann tilkynnir fyrst um handtöku á þekktum manni, sem óvart á í harðvítugum forræðisdeilum við bandarísk stjórnvöld, áður en hann rannsakar málið.

Og manngreyið er hissa á að heimurinn hlær.

 

En svona heimska er ekki með einsdæmum, svipuð tilvik hafa skotið upp kolli núna í sumar á Íslandi, og fórnarlömbin eiga það sameiginlegt með Svíanum að vera Eurokratar.

Sagðist ekki iðnaðarráðherra fagna tillögum Magma um forgangsrétt ríkisins á hlutum þess í HS-Orku, hlutnum sem þeir greiddu heilan milljarð fyrir en myndu góðfúslega selja ríkinu fyrir svona 30-50 milljarða.  Og Katrín greyið var bar alsæl með náðina og góðmennskuna.

Sakaði forsætisráðherra ekki Seðlabankann um að hafa leynt umræðunni um meint ólögmæti gengistryggingar  þannig að hún kom ofan af fjöllum þegar dómur Hæstaréttar féll þar um.

Hélt Gylfi Magnússon, að eigin sögn, ekki að umræðan hefði allan tíman snúist um erlend lán, sem sannarlega eru ekki bönnuð???

Og sagði Steingrímur Joð það ekki breyta neinu um stöðu Íslands gagnvart fjárkúgun breta, kennda við ICESave, þó framkvæmdarstjórn ESB segði að það væri mikill misskilningur hjá ESA að halda því fram að um ríkisábyrgð á innlánum væri að ræða, þegar hið rétta væri að ábyrgðin væri tryggingasjóða. Enda stæði það í lögunum.

 

Þessar tilvitnanir eru ekki úr farsa Fóstbræðra, hvað þá kosningabaráttu Besta flokksins, þær eru úr fréttum síðustu vikna.  

Og núna ber á sömu heimskunni út í Svíaríki.

Er ekki kominn tíma á sóttkví????

 

Hvar er Haraldur Briem?

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Saksóknari ver handtökuskipun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ætli saksóknari hafi ekki einmitt aflétt handtökuskipuninni vegna þess að hann vildi ekki ganga erinda Pentagon. Ég hef fylgst töluvert með réttarhöldum í Svíþjóð og það er engum blöðum um það að fletta að það er öruggara réttarríki enn Ísland getur státað af. Á öllum sviðum.

Það má líka minnast þess að Sænskur banki var fyrstur af öllum að gefa út opinbera viðvörun um efnahag Íslands þannig að Davíð Oddson ætlaði að stefna sænska bankanum fyrir að bera upp á íslenska Seðlabankan og aðra banka glæpsamlega rangar sakargiftir....

Enn hvað það væri gaman að ganga í svona KGB konugildru...bara svona í vísindaskyni að sjálfsögðu...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, dreg ekki orð þín í efa um öryggi sænska réttarkerfisins.

Og tónninn í blogginu er nú sá að ætla þeim ekki þátttöku í Pentagon plotti.

En þá er hin skýringin, því miður að þeir eru algjör fífl.

En ég trúi því ekki, ekki frekar en ég trúi því að Gylfi Magnússon sé afglapi.  Að gefa fyrst út handtökutilskipun, og rannsaka málið svo, gagnvart manni sem vitað er að mjög voldug öfl eru á fullu við að sverta, það er of naví til að maður trúi því.

Því miður Óskar.

Og svo má líka taka fram að Svíar framleiða gott sinnep.

Kveðja að austan.

PS. Við náum seint þeim sessi að lenda í KGB gildru, en það má bjóða sig  fram sem viðfang í þjálfun hinna íðilfögru kvenna.  Að sjálfsögðu í nafni vísindanna.

Ómar Geirsson, 22.8.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Leyniþjónusta Svía og Dana, Säpo og Pet, hafa oft og mörgum sinnum verið dregin á asnaeyrunum í allskonar málum af USA. Enn í nauðgunarkærum eru menn tafarlaust handteknir og síðan er málið rannsakað. Nú síðast frægur sænskur lögregluforingi, f.v. yfirmaður deildar sem sér um nauðgunarmál í Stokkhólmi.Honum var aldrei sleppt og kærurnar hrönnuðust upp. Hann fékk 6 eða 7 ár fyrir allskonar óþverraskap.

Málið er frekar hvað varð um kærunna frá konunum? Hætti hún að vera til? Var hún tilbúningur? Því viðbrögð saksóknara voru hröð. Óvenjuhröð miðað við að vera sænsk. þeir flýta sér hægt hérna enn eru að sama skapi vandvirkir. Enn það er sagt að einhvað sé eftir að skoða. Að þetta sé gildra er miklu líklegra enn hitt. Enn að þeir fái venjulega sænska lögreglumenn í lið með sér í málatilbúning, er miklu minni hætta á í Svíþjóð enn ef sambærilegt mál kæmi upp á Íslandi.

Ég veit ekki þetta með sinnepið, enn gildrurnar eru spennandi...

Óskar Arnórsson, 22.8.2010 kl. 21:36

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Óskar.

Ég var nú bara að stríða þér með Sinnepið, pistill þinn minnti mig svo á sænska læknanema sem ég kynntist á Garði forðum daga, þeir voru svo innilega ánægðir með allt sænskt, þar á meðal sinnepið sitt.

Ef það er rétt sem þú segir, að það nægi að ég segi að einhver hafi nauðgað mér, að þá sé sá sem ég sakaði um það, strax handtekinn, þá er Svíþjóð miðalda ríki, með réttarfar Rannsóknarréttarins.  En ég tel að svo sé ekki, að þeir eins og aðrir skoði málsatvik.  Enda held ég að það sé það sem þú ert að meina..

Og allur þessi málatilbúnaður einkennist af fáráðum, ef þeir eru ekki memm, þá eru þeir fífl, og háð mitt því ekki háð, heldur sorgleg staðreynd.

Og í kjölfarið kemur enginn andstæðingur kerfisins til Svíþjóðar, því það kostar ekki einu sinni fyrirhöfn að knésetja hann þar, það nægi að segja nauðgun.

Og því fæ ég seint trúað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2010 kl. 23:26

5 identicon

Góður pistill Ómar.

Það sem mest virðist vera að hérna er að pólitíkusarnir er nú fara með stjórnina (og eru gjörsamlega að fara með hana í 6 fet undir) lærðu flestir fyrir 20-30 árum síðan.

 Jóhanna fyrir tæpum 40 og þá ekkert af ráði

 Steingrímur er "strútur" (stingur höðinu í jörðina(jarðfræðingur))

 Ögmundur gagnrýnir lífeyrissjóðina og stefnu þeirra. þrétt fyrir að hafa setið í stjórn eins þess stærsta sem einmitt keyrði eins og það væri einhver drukkinn "við stýrið".

 Atli (reyndar vel menntaður) er yfirlýstur kommi og hefur farið og skoðað sig um bæði í gamla Sovét og á Kúbu sem hann talti og telur enn fyrirmyndarríki.

 Þessi upptalning er samt ekki allt.

 Svo að ég komi að málinu.... 

 Þessir aðilar eru svipaðir og kennararnir í háskólunum. Langt úr takti við það sem í rauninni er að gerast.

 Hugsjónirnar sem þau vinna eftir eru löngu úreldar útópíur sem er verið að reyna að keyra í gegn með harðræði.

 Það sér það hver sem vill sjá að það gengur ekki upp, sérílagi þar sem þessir aðilar hafa ekki beinlínis verið trúverðugir uppá síðkastið þar sem þau hafa reynt að "púlla Denna" ("ég man nú ekki eftir að hafa sagt það") á tækniöld þar sem hægt er að sjá ummæli þeirra 10 ár afttur í tímann á innan við klukkustund.

  Verst líður sennilega fólkinu sem hlustaði en sá ekki. Ekki svo ósvipað fagurgalanum sem "lýðræðishreyfingin" í Rússlandi (allt gamlir kommar) lugu  uppá almúgann uppúr 1990.

Hér tók fólk gömlu súru kommana, með áratuga þing-rass-sigg ,alvarlega þegar þeir töluðu um S-gjaldborgina og Þjófasátt án þess að hugleiða góða afbökun á gömlu spakmæli "betur sjá augu en eyru".

Það borgar sig nefnilega að horfa, hugsa og taka upplýstar ákvarðanir ... ekki bara trúa öllu sem a-o heyrir.

Ég læt hér fylgja með línur sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum en eiga vel við.

Bóndi minn kæri og búalið

ennþá lengist langa-bið

Því ráðherran lýgur,

svo í burtu flýgur

með illa ígrundað atkvæðið 

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 02:42

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Standi undirskrifuð kæra hjá lögreglu um nauðgun, þá er viðkomandi handtekin í Svíþjóð. Komi það í ljós að hún sé byggð á fölskum upplýsingum er kærandi kærður og fær undantekningalaust fangelsi. Og það kemur fyrir, enn það er ekki algengt...það er gert ráð fyrir í Svíþjóð að um "framegame" sé að ræða...

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 08:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir nafnar.

Óskar, ef forsendur kæru og trúverðugleiki eru metin eftir á, þá er komin sama réttarforsenda eins og sænskar konur kyntust svo vel á eigin skinni eftir að Gústav Adolf innleiddi Lúterskuna.  Og varði allt til að hugsandi upplýsingarmenn tóku yfir.

Og þá eru Svíar ennþá meiri fífl en ég hélt.  En skil aftur á móti vel að ógnaröfl noti þá landið til að klekkja á andstæðingum sínum.

Takk fyrir vísuna Óskar. 

Ég persónulega held að Styrmir hafi rétt fyrir sér í Sunnudagsgrein sinni þar sem hann talar um nýjar línur og ný viðmið á nýrri öld.  Og skærur fortíðar segi lítið um í hvaða skotgröfum menn lendi.

Sem Hriflungur, opinn í alla enda og öll op, þá átti ég aðeins eitt viðmið, ég fyrirleit af öllu hjarta mannvonsku alræðisstefna.  Og svo lét ég frjálshyggjudrengi fara í taugarnar á mér.   Í dag finn ég meiri samhljóman með þeim en gömlum baráttufélögum vinstra megin við miðju.

Sem segir mér að allt er í heiminum hverfult.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 09:17

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nauðgun flokkast undir ofbeldi í Svíþjóð og það er hrikalegt vandamál. Að ofbeldi sé ekki sinnt er milkilu stærra vandamál. Og ofbeldi gegn konum á Íslandi er enn liðið vegna gamaldags hugsunar. Sé maður lamin niður á laugaveginum og rændur úrinu, finnst flestum sjálfsagt að viðkomandi sé handtekin og helst ekkert sleppt aftur.

Sé kona slegin niður og nauðgað er oft lítið sem ekkert gert á Íslandi. Í Svíþjóð er litið meira alvarlegt á nauðgun en ef einhver stelur úri. Ég er sammála Svíum um þetta. Sé þetta misnotað verður að taka hart á því líka...

Óskar Arnórsson, 23.8.2010 kl. 10:31

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Óskar, miðað við þeirra tíma hugsunarhátt, þá var fátt alvarlegra en galdrar.

Og sá sem var ásakaður um galdra átti sér sjaldnast viðreisnar von.  Ásökunin ein  nægði og var ígildi mikilla hremminga.

Þessi tími er einn sá svartasti í sögu vestrænna þjóða og eftirá var vonað  að hann kæmi aldrei aftur.

Það réttarfar sem þú ert að lýsa afsannar það.

Og þá er betra að vera fífl.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.8.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 2049
  • Frá upphafi: 1412748

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 1802
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband