Gagnrýnislaus fréttamennska er höfuðmeinsemd vestræns lýðræðis í dag.
Hvort sem það eru stjórnvöld, stórfyrirtæki, auðmenn, sem stýra spunanum, þá er markmið þeirra alltaf það sama.
Að villu um og blekkja.
Við sjáum þetta á Íslandi þegar Ruv var hertekið af spunakokkum Samfylkingarinnar í ICEsave deilunni, við sjáum þetta á umræðunni um heimskreppuna, hún var ekki til staðar þó hún væri löngu skollin á, og er búin þó fjármálakerfi heimsins stendur á brauðfótum, og við sáum þetta á umræðunni um meint gereyðingarvopn Íraka.
Og svo ótalmörg önnur dæmi.
Fréttin um Wikilekan var sú hvernig bandarísk stjórnvöld gátu neytt sænsk stjórnvöld til að taka þátt í kúgun og þöggun, ekki að þau hefðu gefið út handtökuskipan.
Það er fréttin og það á að ræðast.
Ekki hvort sænsk stjórnvöld ætli áfram að dreifa skít.
Vegna þess að án lýðræðis og opinnar umræðu, þá þrífst ekki nútíma þjóðfélög.
Látum ekki stela því frá okkur.
Hlustum ekki á spunakokkana.
Kveðja að austan.
Handtökuskipun úr Pentagon? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 46
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 1562
- Frá upphafi: 1405016
Annað
- Innlit í dag: 42
- Innlit sl. viku: 1372
- Gestir í dag: 42
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.8.2010 kl. 13:44
Hjartanlega sammála. Góður pistill.
Má til með að setja hér neðan texta sem ég setti inn hjá Agli fyrr í dag:
En eitt er það sem þjóðin gæti sannarlega tekið sig saman með. Og sárvantar.
Það er að skapa sjálf, 4 VALDIÐ sem brást okkur og bregst enn með fjarveru sinni.
Af hverju tekur þjóðin sig ekki til og skapar øflugan, sjálfstæðan , óháðan og frjálsan Fjølmiðil á landsvísu. í stað þess að leggja fé sitt í ónýtt flokkaklíku og eiginhagsmunapotara batterí sem t.d. Mogginn og 365 miðlarnir eru?
Viljið þið lesendur góðir virkilega ekki frekar setja fáeina aura í svoleiðis fjølmiðil. Fjølmiðil sem væri með breiða, lýðræðislega ritstjórn sem tryggði að miðillinn væri óháður og að allar skoðanir. (innan marka laga og velsæmis) kæmust að.
Hvar eru allir sønnu, frjálsu fréttamenn Íslands?Og að øflugt fólk eins og Lára Hanna, Marinó og Kristinn Hrafnss. t.d. væru þar innanborðs til að taka á spillingunni sem Ransóknarskýrslan benti á og yfirvøld og stofnanir þegja í hel.
Er þeim virkilega meira umhugað að vinna fyrir 4flokka samspillingu eða eiginhagsmunapotara? Heldur en þjóð sína?
Býr ekker faglegt stolt í þessari stétt?
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 13:50
Það hefur ekki verið neitt "faglegt stolt" í þessari stétt svo lengi ég man!
Eyjólfur Jónsson, 22.8.2010 kl. 14:14
Lýðraeði er fínt orð og ekkert nema ímyndun. Það eru peningar og hagsmunir sem ráða hverjir eru við völd hverju sinni, opin umraeða er líka ímyndun, umraeða er eitthvað sem raeðst af hagsmunum þeirra sem hafa efni á fjölmiðlaumraeðu o.s.frv. Og í þessu samhengi er þetta ekkert í fyrsta skipti sem þeir sem búa yfir haettulegum uppl. skoðunum eða viðhorfum að mati stjónvalda eru ofsóttir eins og stofnandi Wikileaks.
Níels Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 14:24
Sæll.
Var blaðamönnum ekki send sneið í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis? Þeir eru flestir ferlega slappir hér :-(
Jon (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 16:19
Takk fyrir innlitið félagar.
Níels, það er mikill munur á "auðveldara" aðgengi" og "engu" aðgengi. Og hagsmunabarátta er gangverk lýðræðisins.
En fjöldinn er dómarinn og það hefur aldrei áður gerst í sögu mannsins. Það er því óþarfi að hnýta í lýðræðið þegar í raun á að beina spjótum sínum að þeim sem nýta það í annarlegum tilgangi.
Þetta er svipað eins og halda að maður geti lifað nakinn á gresjunni án þess að þurfa nokkurn tímann að hlaupa undan ljóni. Og maturinn sé alltaf framreiddur þrisvar á dag.
Lífið er barátta, lýðræðið þar með talið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.8.2010 kl. 18:47
Blessaður Arnór.
Þörf umræða hjá þér.
Sá á völina sem á kvölina og það erum nákvæmlega við, almenningur sem látum ráðskast með okkur.
Og það er okkar að breyta því, eða sætta sig við ástandið eins og það er.
Stóra spurningin er því hvort fólk sé sátt?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.8.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.