Velferðarkerfið er mergsogið vegna vaxtagreiðslna.

 

Af  hverju halda menn að stórskuldugar þjóðir Vesturlanda hafi stýrivexti sína í kringum núllið???

Það er pólitísk ákvörðun sem skerðir hlut fjármagnsins á meðan efnahagslífinu er aftur startað í gang.  

Krafturinn er ekki soginn úr því með vöxtum sem elta himinskautin.

Nema á Íslandi þar sem orðið velferðarstjórn hefur fengið öfuga merkingu, í stað þess að tryggja velferð almennings, þá tryggir hún velferð fjármagnsins.

 

En tvennt kom til sem heldur aftur af því ráni.  

Þjóðin felldi ICEsave, og sparaði sér 30-60 milljarða á ári í vaxtagreiðslur, það hafði síðan þau áhrif að lán AGS seinkuðu sem líka sparar vexti og seinkaði þeirri þróun að nota erlent skammtímalánsfé til að kaupa út bólukrónur.  

Og Hæstiréttur dæmdi aðalránstækið, erlend gjaldeyrislán, ólöglegt.

 

Stigi þjóðin þriðja skrefið og hrekur AGS úr landi og rekur síðan sömu efnahagsstefnu og aðrar þjóðir Vesturlanda, þá mun vaxtaokrið ekki lengur mergsjúga atvinnulífið og almannasjóði.

En verði það skref ekki stigið, þá er hætta á að vaxtagreiðslur mergsjúgi ríkissjóð um ókomna tíð eins og efnahagsáætlun AGS gekk út frá.

 

Okkar er valið.

Kveðja að austan.


mbl.is Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

"Af  hverju halda menn að stórskuldugar þjóðir Vesturlanda hafi stýrivexti sína í kringum núllið???

Það er pólitísk ákvörðun sem skerðir hlut fjármagnsins á meðan efnahagslífinu er aftur startað í gang. "

Eða í minni umorðun: Það er framleiðsla áfengis til að slá á þynnku hinnar fyrri veislu í von um að það hafi engar langtímaafleiðingar á heilsuna. 

Geir Ágústsson, 20.8.2010 kl. 10:11

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það eru margar hliðar á hverju máli.  Sjónarmið þitt á vissulega rétt á sér.  En þá þarft þú að geta svarað spurningu Bens seðlabankastjóra um hvað hefði átt að gera hina örlagaríku haustmánuði 2008.  

Og getað horfst í augun á þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum ef fjármálakerfi heims hefði hrunið.

En burtséð frá timburmönnum þá er það ekki mjög flókið að í upphafi samdráttarskeiðs, þá verður almannavaldið að draga úr öllum óþarfa kostnaði, þar á meðal vaxtakostnið.  Nú er það ekki þannig að tafarlaus niðurskurður sé skynsamlegur, sem og hitt að tekjusamdráttur getur verið tímabundinn.  Þess vegna ræðst þú ekki á innviði samfélagsins nema aðrir valkostir séu ekki í stöðunni.

Þess vegna er taktísk leið að lækka stýrivexti til skamms tíma.  Það lækkar strax vaxtaútgjöldin.

En allir sem þekkja til timburmenna, mættu hafa þitt sjónarmið í huga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.8.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Til að gera sér grein fyrir afleiðingum þess að gera ekkert vs. setja peningaprentvélarnar af stað á fullu er ágætt að skoða söguleg dæmi sem komast nærri því að vera samanburðarhæf (þótt slíkt sé alltaf erfitt því aðstæður í samfélagi manna eru aldrei nákvæmlega þær sömu að undanskildu því sem á að bera saman).

En hér er bent á eina tilraun til slíks samanburðar: The Forgotten Depression of 1920

Samanburður milli sprengingar á fjármálabólu eftir peningaprentun USA vegna WWI, og peningaprentun á 2. áratug 20. aldar ("The Roaring Twenties", þar sem framleiðniaukning hagkerfisins var að mestu leyti núlluð út fyrir almenning vegna peningaprentunar).

Seðlabanki í bólu: Hafðist lítið sem ekkert að þegar fyrri bóla sprakk, en var settur í fluggír þegar sú seinni sprakk.

Ríkisrekstur: Mikið aðhald, skattalækkanir, útgjaldalækkanir og uppgreiðsla skulda eftir fyrri bólu, en allt kaffært í skuldafen og nýjum peningum eftir seinni bólu.

Árafjöldi sem tók hagkerfið að jafna sig: 2-3 ár eftir fyrri bólu, 10-15 ár eftir seinni bólu

The economic situation in 1920 was grim. By that year unemployment had jumped from 4 percent to nearly 12 percent, and GNP declined 17 percent. No wonder, then, that Secretary of Commerce Herbert Hoover — falsely characterized as a supporter of laissez-faire economics — urged President Harding to consider an array of interventions to turn the economy around. Hoover was ignored.

Instead of "fiscal stimulus," Harding cut the government's budget nearly in half between 1920 and 1922. The rest of Harding's approach was equally laissez-faire. Tax rates were slashed for all income groups. The national debt was reduced by one-third.

The Federal Reserve's activity, moreover, was hardly noticeable. As one economic historian puts it, "Despite the severity of the contraction, the Fed did not move to use its powers to turn the money supply around and fight the contraction." By the late summer of 1921, signs of recovery were already visible. The following year, unemployment was back down to 6.7 percent and it was only 2.4 percent by 1923.

 Fjármálakerfið eins og það er núna og eins og því er haldið á "life support" af skattgreiðendum á að hrynja, því það er ekki sjálfbært né stöðugt. Uppsöfnuð gírun þarf að sópast í burtu. Margt þarf að gerast. Og því lengur sem því er frestað, þeim mun rosalegri verður úthreinsunin. 

Geir Ágústsson, 20.8.2010 kl. 12:04

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir. Geir þú hefur rétt fyrir þér kerfið hrinur aftur það er orðið ljóst!

Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:15

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Og takk fyrir þitt málefnalega svar.

Þau dæmi sem þú tókst um peningaprentun versus að láta skellinn koma, hafa verið rædd og krufin til mergjar af hagfræðingum og ekki skal  ég bera á móti því að sitt sýnist hverjum.

En einn færasti sérfræðingur heims, maður fráhverfur ríkisafskiptum, í kreppum og kreppuviðbrögðum, er seðlabankastjóri Bandaríkjanna.  Og hann kaus að leiða áhrifamenn í Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum um leið seðlaprentunar.  Og sá maður þekkir öruggulega bæði kosti og galla þeirrar leiðar.

Ég sá viðtal við hann í 60 mínútum þar sem hann útskýrði þessa ákvörðun.  Þau fyrri voru að annars hefði allt hrunið, og kann kaus frekar að stýra því hruni en að láta tilviljunina um það og það seinna vöru þau rök sem þið frjálshyggjumenn hafið algjörlega þurrkað út úr reynslubók ykkar, og það er kennsla sögunnar um afleiðinga upplausnar og ólgu sem fylgja hruni.

Hver vill taka afleiðingum þess ófyrirséða???

Svo ég bæti því við þá eru skýringar á því að byltingarskeiðinu sem hófst með frönsku stjórnarbyltingunni lauk með kínversku byltingunni, um 160 árum seinna.

Fólk er nefnilega ekki fryst á meðan ekki er þörf fyrir krafta þeirra í efnahagslífinu.  Sumir eiga jafnvel til að taka upp á því að stunda byltingar.

Og þá fyrst er hægt að tala um kostnað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.8.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband