18.8.2010 | 17:36
Eru ítök Samfylkingarinnar hjá lögreglunni úr sögunni??
Von um handjárnaða menn hélt lengi lífi í landráðastjórninni, kennda við ICEsave.
Á Ögurstundu þjóðarinnar, þegar ICEsave átti að keyrast í gegn, með góðu eða illu, þá mætti fyrrum sýslumaðurinn frá Akranesi í sjónvarpið, og sagðist hafa fundið eitthvað garúgt í bankahruninu.
Og hann handtók menn, og ræddi við menn.
Og hann sleppti mönnum, og ekkert gerðist.
Ef ég væri að skrifa handrit að farsa, þá hefði atburðarrásin verið mjög svipuð.
En Óli Sakó er ekki hluti af farsa, hann er hluti af þeim raunveruleika sem engu hefur skilað.
Nema stundarfrið fyrir ICEsave landráðin, þau áttu að gerast á meðan hann handjárnaði menn.
En svikamyllan gekk ekki upp. Maðurinn hafði ekkert í höndunum fyrir aðgerðum sínum.
Og stjórnin náði ekki fram sínum ICEsave svikum.
Núna er skemill mættur á svæðið, og Óli Sakó ætlar að vinna sitt verk. Án þess að gera sig að fífli.
Það er mjög þakkarvert.
Jóhanna sá til þess að allt venjulegt fólk kennir sig ekki lengur við þann hóp manna.
Það vill enginn vera fífl í dag.
Og kannski mun Óli Sakó vinna sitt verk eins og maður.
Og ekki láta þrýsting Samfylkingarinnar ráða för.
Enda mun mjög flótlega handtaka landráðafólk ICEsave svikanna.
Þá er eins gott að hafa hreinan skjöld.
Kveðja að austan.
Sigurður Einarsson kominn til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 486
- Sl. sólarhring: 706
- Sl. viku: 6217
- Frá upphafi: 1399385
Annað
- Innlit í dag: 412
- Innlit sl. viku: 5267
- Gestir í dag: 379
- IP-tölur í dag: 374
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll nei nú ert þú að segja frá einhverjum draumi er það ekki?
Sigurður Haraldsson, 18.8.2010 kl. 19:46
Blessaður Sigurður,
Er mjög vel vakandi, og vill gera upp við kerfið, ekki þá einstaklinga sem dönsuðu eftir því.
Ef þeim mun fleiri fatta það, þeim mun minni líkur að við fáum annan Sigurð.
Og svo er ég náttúrulega að blogga um uppáhalds fíflin mín. Skelin um það er kannski aukaatriði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.8.2010 kl. 20:13
Hverjir skópu kerfið vitlausa, og dönsuðu svo eftir því.? Voru það ekki vinir þínir í sjálfstæðisflokknum, veð stuðningi aumingjanna í framsókn?
Jón Nölli (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 20:27
Ha, ég sem hélt að það hefði verið Friedman!!!!!
En svona er þetta.
En varla viltu láta kerfið lifa vegna þess að vinir mínir í sjálfstæðisflokknum skópu það?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.8.2010 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.