Jóhann kýs frekar að lýsa því yfir að hún sé afglapi en að segja af sér.

 

Aðeins afglapar á ráðherrastól skella skuldina á embættismenn, að það sé embættismanna að stjórna landinu.

 

Umræðan um ólögmæti gengistryggðra lána komst í hámæli eftir að Marinó Njálsson, hjá Hagsmunasamtökum heimilanna færði ítarleg rök fyrir ólögmæti þeirra í snarpri grein á bloggsíðu sinni.  Í kjölfarið ályktuðu Hagsmunasamtök heimilanna um ólögmæti þeirra, og lögmaður tengdur samtökunum, Björn Þorri Viktorsson, tilkynnti í fjölmiðlum að hann myndi leiða málsókn á hendur fjármálafyrirtækjum vegna þeirra.  

Björn Þorri sendi öllum Alþingismönnum bréf um málið þar sem hann úrskýrði sjónarmið þeirra sem héldu því fram að gengistryggðu lánin væru ólögleg.

Á sama tíma var ekki þverfótað fyrir grátandi Samfylkingarráðherrum og þingmönnum í fjölmiðlum sem allt vildu fyrir heimilin gera.  

 

Hafi ríkisstjórn Íslands horft framhjá rökstuddum ábendingum um hið meinta  ólögmæti, án þess að láta sjálf fara fram sjálfstæða athugun á málinu, bæði með því að kalla alla málsaðila á sinn fund, sem og hitt að láta hæfustu lögmenn, óháða peningaöflum, til dæmis Láru V Júlíusdóttur eða Ragnar Aðalsteinsson, gera álit, og það fleiri en einn, þá er um hrein og klár afglöp að ræða.

Og orðið fífl fær nýja og áður óþekkta merkingu.

 

Við megum ekki gleyma að valdaflokkur þessarar ríkisstjórnar er Samfylkingin, og Samfylkingin varð ber að því að sitja í ríkisstjórn í aðdraganda Hrunsins þar sem ekki einn einasti ríkisstjórnarfundur var haldinn til að ræða þá váboða sem sáust í fjármálakerfinu, og síðan hugsanleg viðbrögð ef allt færi á verri veginn, hvað þá versta veginn.

Enda var sú ríkisstjórn algjörlega tekin í bólinu.

Og framdi hin fullkomnu afglöp, þannig að seint verður toppað.

 

Þar til núna, þegar sama fólkið reynir að telja þjóð sinni í trú um að þau hafi ekkert lært, séu ennþá sömu fullkomnu fíflin.  

Nema í fyrra skiptið þá var um rænuleysi að ræða, núna er það fullkominn illvilji í garð samfélags síns.

Vegna þess að eitt er að koma fólki á kaldan klaka, annað er að meina þeim um hjálp.  

 

Og þegar um sama fólkið er að ræða, þá á tungumálið ekki til orð til að lýsa gjörðum þeirra.  Orðin afglapi og fífl þurfa alveg nýja skilgreiningu eða þá að snjallir menn þurfa að finna nýyrði sem nær yfir hið næstum ólýsanlega.

En á meðan það verður gert, þá er hver sá sem tekur undir málflutning Jóhönnu um að allt sé þetta einhverjum embættismönnum niður í bæ að kenna, samsekur um glæp.

 

Vegna þess að það er glæpur að hjálpa ekki fórnarlömbum Hrunsins.  

Hvað þá að beita lygum og blekkingum við þá gjörð.

 

Eru engin takmörk fyrir þeirri vitleysu sem fréttamenn lepja athugasemdarlaust eftir lygnum stjórnmálamönnum?????

Munum að það er þannig sem lygarar og blekkingameistarar halda völdum til illra verka.

Það er alltaf einhver sem kóar lygina.

Og munum að þessi lygi hefur valdið þjóð okkar miklum þjáningum og margur maðurinn gerður eignalaus út af þessum glæpalánum.  Og manna á milli ganga sögur um mannfall í kjölfarið.

Hvort sem þær eru sannar eður ei, þá er ljóst að málið er grafalvarlegt.

 

Þess vegna megum við ekki láta lygarana sleppa núna.

Það er komið nóg.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Krafðist skýringa frá Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Nokkrum sinnum reyndi ég að lesa það sem þú settir á þitt blogg en sá að þar var ég að eyða mínum dyrmæta tíma í þitt endalausa þvaður.

Af einhverri kerskni opnaði ég bloggið þitt og ætla að enda á því að líma inn í mína athugasemd línu beint frá þér, þú mátt gjarnan taka hana til þín:

Og orðið fífl fær nýja og áður óþekkta merkingu. 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 16.8.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Fín grein Ómar og flestu er ég sammála. Ég vil þó gera athugasemd við eitt hjá þér. Þú spyrð:

„Eru engin takmörk fyrir þeirri vitleysu sem fréttamenn lepja athugasemdarlaust eftir lygnum stjórnmálamönnum?????“

Það er skylda fréttamanna að tiltaka nákvæmlega það sem viðmælandinn segir og hnika þar engu. Þeim ber líka að vera hlutlausir í frásögn. Þetta leiðir til þess að það eiga engin takmörk að vera á þeirri vitleysu sem fréttamenn lepja eftir lygnum stjórnmálamönnum. Það er hins vegar okkar skylda sem lesenda eða áheyrenda, að mynda okkur skoðun á því hvort það sem sagt er sé sannleikur eða lygi og taka afstöðu með eða móti. Fréttamaðurinn á engin áhrif að hafa á skoðanamótun okkar.

Þess vegna er svarið við spurningunni þinni eftirfarandi: Nei, það eru ekki og mega ekki vera nein takmörk fyrir því.

Magnús Óskar Ingvarsson, 16.8.2010 kl. 21:38

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég hjó eftir því í sjónvarpsfréttum RÚV að Jóhanna sagði við fréttamann að Seðlabankinn hafi auk þess að viðurkenna þau mistök að hafa ekki afhent Jóhönnu, lögfræðiálitið, þá hefði það engu skipt á þessum tíma þó að hún hefði ekki fengið álitið.

Á þeim tímapunkti, hefðu allir alvörufréttamenn spurt, hvort að það hefði ekki skipt máli í samningum við kröfuhafa bankana?  Ekki skipt máli í varðandi þúsundir fjölskyldna sem væru á góðri leið með að missa allt sit?

Kristinn Karl Brynjarsson, 16.8.2010 kl. 21:38

4 Smámynd: Elle_

Magnús skrifar: Það er skylda fréttamanna að tiltaka nákvæmlega það sem viðmælandinn segir og hnika þar engu. Þeim ber líka að vera hlutlausir í frásögn. Þetta leiðir til þess að það eiga engin takmörk að vera á þeirri vitleysu sem fréttamenn lepja eftir lygnum stjórnmálamönnum.

Já, satt, en fréttamenn ættu ekki og það er ekki skylda þeirra að lepja upp lygar og rangfærslur pólitíkusa SEM FRÉTTIR VÆRU.  Hafi þeir ekki rannsakað málið sjálfir, fengið heimildir önnur en orð pólitíkusa, ætti að vera krafa að þeir bæti við HVER SAGÐI ÞAÐ.  Ekki skrifað vitleysu sem frétt væri eins og þeir gera oft.  Við borgum nauðungarskatt fyrir RUV og það er lágmarkskrafa að lygar eða þvæla sé ekki sagt sem frétt.

Elle_, 16.8.2010 kl. 22:07

5 identicon

Tek undir með Sigurði, Þú ert fífl...!

Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 22:16

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Sigurður,  það gleður mig alltaf að skrifa eitthvað sem þú getur tekið undir, annars væru innlit þín hrein tímasóun, og ekki er það gott.

Blessaður Snæbjörn, gæti ekki verið meira sammála en sem betur fer kaus mig enginn til að hjálpa fólki í nauð.  

Magnús, Elle kom inná þann kjarna sem skiptir máli, þú hlustar ekki á augljósar rangfærslur og blekkingar, og gerir ekki athugasemdir, eða birtir þær án þess að minnast á augljósar staðreyndir. 

Fengu menn ekki nóg af Geir Harde þar sem allt var í stakasta lagi, þó maðurinn væri greinilega mjög miður sín, og allt í hershöndum í kringum stjórnarráðið????

Blessuð Elle, það er óþarfi að almannaveita Foxi fréttir.

Og takk fyrir Kristinn, ábending þín er ein af mörgum sem koma upp í hugann eftir þetta makalausa viðtal við Jóhönnu.

Og ef þetta varðaði ekki svo margar, og hefði valdið svo miklu hörmungum, þá mætti láta fréttalágkúruna liggja milli hluta, en hefur enginn spurt þeirra spurninga, halda menn að auðmenn noti ekki peninga sína til að tryggja sér áhrif, þar á meðal á fjölmiðlum???

Það getur enginn verið svona takmarkalaust vitlaus eins og ákveðnir fréttamenn Ruv.

Kannski ég, en ég er líka afdalabúi sem fátt veit.

Ekki stjörnufréttamaður á Ruv.

Og enginn í áskrift við að lesa bloggið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 23:23

7 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Allt sem ég sagði er allsendis rétt. Mér láðist hins vegar að halda áfram en Elle gerði það fyrir mig. Allt sem hún segir er líka rétt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 16.8.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 502
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6233
  • Frá upphafi: 1399401

Annað

  • Innlit í dag: 424
  • Innlit sl. viku: 5279
  • Gestir í dag: 390
  • IP-tölur í dag: 384

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband