16.8.2010 | 17:00
Það er satt, það er ljótt að ásaka menn.
Ég hef alla tíð bent á augljósa staðreynd, Gylfi laug og að benda á þá staðreynd, felst engin ásökun.
Ásakanirnar felast í því af hverju hann kaus að segja ósatt.
Gylfi ber því við að hann sé afglapi, hafi ekki vitað af því að fólk væri að tala um gengistryggð lán. En hann er skynsamur og vel gefinn maður svo sú skýring stenst ekki.
Augljóst er að hann mat hagsmuni ríkisstjórnarinnar þannig að hann kaus að ljúga.
Og ríkisstjórnin er í ábyrgð fyrir gjörðum sínum, ekki Skálkaskjól ofan úr Háskóla. Það kaus enginn Gylfa, en fólk kaus Jóhönnu og Steingrím, meðal annars vegna loforða þeirra um Skjaldborgina.
Og aum er sú umræða sem lætur þau sleppa við ábyrgð.
Og aum er sú frétt sem lætur málið kristallast um sárindi Gylfa.
Hefur það ekki hvarflað af blaðamanni að þúsundir eiga um sárt að binda vegna þessa lyga ráðherrans. Og vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í skuldum heimilanna.
Það var hægt að gera eitthvað miklu fyrr, miklu fyrr. Það var ekki hlutverk dómsstóla að skera fólk niður úr skuldasnörunni.
Það var hlutverk stjórnvalda.
Og stjórnvöld brugðust.
Hvað sem veldur.
Og það er sárt.
Kveðja að austan.
Gylfi situr áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjartanlega sammála !
Baldur Borgþórsson, 16.8.2010 kl. 21:34
Sömuleiðis Ómar þá er ég hjartanlega sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.8.2010 kl. 22:12
Já samála og ég vil gera eitthvað í málunum.
Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 22:54
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Gaman að eiga einn þráð þar sem jákvæðnin ræður ríkjum. Sjáum hvað setur, ef nógu margir blogga á þessum nótum um ábyrgð Jóhönnu og stjórnar hennar, þá mun eitthvað sögulegt gerast.
En hvað það verður veit nú enginn, en Gylfi mun ekki einn sitja uppi með glæpinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.