Blaðamenn ennþá svag fyrir lýðskrumi.

 

Eins og þeir stjórnmálamenn, sem það stunda, hafi gert svo mikið gagn fyrir þjóðina. 

Lærðum við ekkert á Hruninu og öllu lýðskruminu sem þar tröllreið þá umræðunni???

 

Lærðum við ekkert á lýðskruminu um þjóðina sem ætlaði að sýna manndóm sinn og bæta fátæku fólki í Bretlandi og Hollandi tjón sem það varð fyrir að leggja peninga sinn inn á ótraustan netbanka???

Lærðum við ekkert á skruminu um Skjaldborgina og þeim afleiðingum sem það hafði fyrir þjóðina að getulausir vitleysingar fengu stjórnartaumana á Ögurstundu þjóðarinnar??

 

Allavega ekki vitgrannir fjölmiðlamenn, enda stórir leikendur í Leikhúsi fáránleikans.

 

Af hverju getur athyglissjúkur stráklingur náð því að fá aðalfrétt Ríkisútvarpsins út á aumustu tegund lýðskrums??  Og fengið nafn sitt birt á Mbl.is, þarf hann ekki að hafa eitthvað til málanna að leggja???? 

Annað en að segja eitthvað sem passar svo vel inn í fyrirfram skoðanir vitgranna blaðamanna????

 

Frasinn, "ekki skattahækkanir, niðurskurð" dugði Pétri Blöndal til að komast upp með að vera hugmyndafræðingur Sparisjóðaránsins, og dugði honum til að hindra atlögu að fjármálafyrirtækjum sem kölluðu var "leiðrétting skulda heimilanna", reyndar naut hann stuðnings annarra leppa, en samt, í stað þess að vera útskúfaður og fyrirlitinn, þá nýtur hann "trausts og virðingar", sérstaklega hjá fólki sem hefur farið mjög illa út úr afleiðingum gerða hans.

Allt vegna þess að þetta fólk er mjög svag fyrir hrópum um niðurskurð, ekki skattahækkanir.

 

En það er alveg óþarfi að láta einhvern strákvitleysing komast upp með riddaraskap með lágkúru lýðskrumsins.

 

Höfum staðreyndir málsins á hreinu.  Ríkið er í tekjuþörf svo börnin okkar fái menntun og heilsugæslu, við sjálf viðgerð þegar eitthvað bilar, og foreldrar okkar umönnun.  Um þetta er sátt nema hjá siðblindum siðleysingjum, þeir vitna í Friedman.   Og vilja velferðarkerfi auðmanna, án þess að þeim sé íþyngt með sköttum til samneyslu.

Aðrir viðurkenna þessa tekjuþörf ríkisins.  

Deilan snýst um að skattahækkanir eiga að vera skattahækkanir, ekki skattminnkunaraðgerðir.

Muninn á þessu tvennu  eiga núverandi stjórnvöld mjög erfitt með að átta sig á.

 

En hugmyndir um skattlagningu á fjármálaþáttum má ræða, og á að ræða, og þá út frá þeim forsendum að þær skili tekjum, ekki tekjulækkun.  Og skatturinn falli á þá sem honum er ætlað að ná til, ekki þriðja aðila sem þegar er í erfiðleikum með sína skatta.

Lagði stráklingurinn eitthvað vitrænt fram í þeirri umræðu???

Nei, en samt fær hann fréttaathyglina.

 

Þá hlýtur hann að hafa lagt til raunhæfan niðurskurð á ríkisútgjöldum, mótaðar tillögur þar um. 

Tillögur sem hægt er að taka afstöðu til?????  Tillögur sem hægt er að móta eða þróa???

 

Svarið er líka Nei, og það lýsir heilastarfsemi íslenskra blaðamanna að þeir skuli ekki þurfa neitt vitrænt til að slá því upp.

Og svo eru allir hissa á að Íslandi hrundi.

Ein skýring er kannski sú að vitið er aldrei inn í umræðunni.

Og það útskýrir ágætlega af hverju sá þingmaður sem hefur meira vit á efnahagsmálum en hinir 62 til samans, að hún skuli vera hálfgerður utangarðsstjórnarþingmaður.  Ef fjölmiðlamenn gæfu orðum hennar vængi, þá væri margt betra á Íslandi í dag.

Til dæmis ætti þjóðin von um betri tíð.

 

En blaðamenn eru ekki svag fyrir viti.

Kveðja að austan. 

 

 

 


mbl.is Auðveld leið að einblína á hækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Niðurskurðartillögur hefur ekki vantað. Til dæmis hafa komið fram tillögur sem færa fjárlög ríkisins aftur til ársins ca. 2006 og gera þau hallalaus um leið og heilbrigðis- og menntakerfinu er að mestu hlíft. Þær voru hunsaðar.

Meira þarf satt að segja ekki til. Fjárlög 2006 og ríkið þarf ekki að kreista seinasta blóðdropann úr skattgreiðendum, eða skuldsetja þá og börn þeirra á bólakaf.

Geir Ágústsson, 16.8.2010 kl. 09:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kannski þurfum við að koma með nýja peningastefnu og nýja forgangsröðun á hlutina...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.8.2010 kl. 10:56

3 identicon

vil fá að benda á að "stráklingurinn" var ekki spurður út í hugmyndir um niðurskurð (útlistingu á þeim) né tillögum um þær eða hvernig hann ætlaði að rökstyðja mál sitt þar kemur vanhæfni blaðamanns í ljós finnst mér. hér á landi er heildarmyndin mjög sjaldan skoðuð því ég er þeirrar skoðunar að öll mál eigi sér allavega tvær hliðar. hér í fréttum er nánast aldrei spurt nánar út í hluti eða menn krafnir um rökstuðning fyrir máli sýnu og þess vegna er umræða um flest öll mál ritskoðuð eða allavega mjög auðvelt fyrir svokallaða "spinnera" að meðhöndla og matreiða ofan í almúgann þannig að aðeins eitt sjónarhorn kemst að. en að fréttinni mér finnst alveg eins og þessum "strákling" alveg verið komið nóg af skattahækkunum og bendi á að það er með framlegðni reikni-kúrfu hægt að sjá "þakið" sem allar hækkanir hvort sem það eru skatta og/eða vöru-hækkanir geti náð án þess að tapa tekjum. um leið og farið er uppfyrir þetta þak þá tapar sá sem stendur fyrir hækkun því sá sem kaupir vöru eða fær á sig hækkun leitar eitthvað annað. þetta er hagfræði-lögmál. þar af leiðir að það eru takmörk fyrir öllu og orðatiltækið "hinn gullni meðalvegur" er ekkert kjaftæði eða "allt er gott í hófi". mér finnst, eins og ástandið er þá þarf að örva landið til uppbyggingar en ekki niðurrifs. það verður ekki gert með meiri skattahækkunum eða öðru slíku. það lengir bara núverandi ástand.

þórarinn (IP-tala skráð) 16.8.2010 kl. 11:34

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, þ.e. rétt að ríkið þarft tekjur. En ég held að öflugasta tekjuleið ríkisins við þessar aðstæður, væri aðgerðir - virkar aðgerðir - til að stuðla að hagvexti. En hagvöxtur eykur tekjur allra í þjóðfélaginu og ríkisins í gegnum veltuskatta.

Skattar eru nauðsynlegir en þeir raunverulega hafa samdráttaráhrif, þannig eru skattar eitt af klassísku stýritækjum hagkerfisins. Skattahækkanir eru ein leiðin ef hagkerfið er að yfirhitna og þú þarft að minnka vöxtinn á því.

Sama um vexti, en vaxtahækkanir fyrir svipaðar ástæður kæla hagkerfið, ef hæjga þarf á vexti þess, vegna þeirr að þeir gera lán dýrari svo þeim fækkar er fjármagna neyslu með lánum og einnig fækkar þeim er framkvæma fyrir lán.

Að auki, samdráttur ríkisútgjalda eykur samdrátt.

----------------------

Þetta er e-h sem við raunverulega þurfum að vetla fyrir okkur þ.e. heildar samhenginu, því þ.e. raunverulegt vandamál í augnablikinu skortur á hagvexti, og þ.e. ekki bara áróður að benda á að skattahækkanir í augnablikinu geti verið sú aðgerð að pissa í skóinn sinn.

Ég vil að vextir séu lækkaðir í 1% þegar í stað.

Síðan vil ég sleppa öllum frekari skattahækkunum í bili, en bjóða skattalækkun til þeirra er vilja starta nýrri útflutningsstarfsemi, t.d. 50% afsláttur. Þetta myndi líka gilda fyrir starfandi fyrirtæki er vilja umbreyta fyrri starfsemi.

Lækkun vaxta myndi hafa mikil áhfir til að efla hagvöxt og ég er nokkuð viss, að aukning hagvaxtar myndi auka tekjur ríkisins mun meira heldur en hinar áætluðu hækkanir á sköttum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 11:36

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Þó mismunandi nálgun sé, þá eiga innslög ykkar allt það sammerkt að spá í vandann, og koma með sjónarhorn og nálgun á vanda, sem sannarlega er til staðar.

Ingibjörg, það er ljóst að þróun markaðshagkerfisins eins og við þekkjum það er komið í algjöra blindgötur.  Skapar meiri vanda en það leysir.  Og ég held að þú sért að vitna í skoðanir sem Jón Lárusson hefur kynnt og eru nálgun á lausn á vanda fjármálakerfisins.  Hvort sem þær eru réttar, eða eitthvað réttara sé í stöðunni, þá er ljóst að án umræðu, þá mun það gamla endurskapa sig með þekktum afleiðingum.

Geir, reikna með að þú sért að vitna í tillögur SUS, þó kannski ykkar frjálshyggjumanna.  Ef svo er þá er það meira en komið hefur fram hjá þeim flokkum sem tala um nauðsyn niðurskurðar, og blaðra síðan.

Þórarinn, stráklingurinn hefur látið blaðrið duga.  En það sem þú segir um takmörk skattheimtu, hefur áður komið fram hjá hagfræðingum.  Til dæmis benti Ragnar Árnason að besta "skattahækkunin" væri að lækka skatta á sviðum þar sem mætti vænta aukinnar veltu og framkvæmdir í kjölfarið.  En svo við víkjum áð efni fréttarinnar, þá eru kynntar til hugmyndir um skattheimtu á aðila sem hafa hingað til ekki verið þjakaðir af of háum sköttum.  Þær má ræða, en ef einföld rök sýna að í raun draga einhverjar þeirra úr tekjum þá er það réttmætt sem þú segir.  

En það þarf að ræða það.  Bendi til dæmis á góða grein eftir Einar Hálfdánarson endurskoðanda um fjármagnstekjuskattinn.  Rök sem þarf að svara ef menn vilja hækka til gagns en ekki til tjóns.

Einar, þetta stutta innslag þitt inniheldur meira vit en ég hef lesið hjá stjórnarþingmönnum sem rætt hafa skattamál.  Það er ekki nóg að það sé þörf að auka tekjurnar, aðgerðir sem eru farnar til þess, þurfa að skila þeirri niðurstöðu.

En þjóðin kaus yfir sig lýðskrumara, og því er umræðuplanið í  þeim kjallara óvitsins sem þessi frétt lýsir svo vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 13:16

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Varðandi fjármagnstekjuskatt - þá er frekar kjánalegt að hafa verðbætur inni í skattstofni. Ef menn vilja hækka grunn fjármagnsskattinn, þá er sanngjarnt að skattleggja eingöngu raunverulegar tekjur.

Á hinn bóginn eru rök fyrir því að sá skattur sé raunverulega viðkvæmur fyrir flótta og undanbrögðum.

Síðan mætti einnig hafa í huga, að sveiflur í hagkerfinu hérlendis auka áhættu þeirra er eiga peinga eða fjármagn bundið í hagkerfinu almennt - þannig að tiltölulega lág skattprósenta getur verið rökrétt í ísl. samhengi til að vega á móti öðru óhagræði.

Svipuð rök má nefna fyrir ívið lægri tekjuskatti á fyrirtæki en gerist og gengur t.d. í Svíþjóð, auk þess má nefna að smæð hagkerfis skapar kostnað vegna þess að stærðarhagkvæmni næst síður fram, minna framboð almennt af hágæða vinnuafli sbr. milljóna þjóðir, meiri fjarlægð frá mörkuðum - o.s.frv. Þannig að það má mjög vel rökstyðja að rétt sé að hafa skatt á fyrirtæki hér ívið lægri.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 15:23

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eini ráðherran er ég hef álit á, er dómsmálaráðherra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 15:26

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Sammála þér með dómsmálaráðherrann.  Og það grátlegast við þetta að nóg er til af svona hæfu fólki sem kann að takast á við raunveruleg verkefni af þekkingu og vilja til að láta gott af sér leiða.

Og það sem þú segir hér að ofan um fámagnstekjuskattinn, er dæmi um hluti sem þarf að ræða.  Svo hef ég aldrei skilið að ef menn ætla á annað borð að skattleggja fjármagnstekjur í háum skattprósentum, af hverju það er ekki af nettó.  Flatur skattur krefst alltaf lágrar prósentu.

Og hámark tekjuskatts af fyrirtækjum  á að miðast við greiðsluvilja.  Sé hann sanngjarn þá reynir obbinn af fyrirtækjum ekki að reka sig í gegnum gervifyrirtæki og skattaskjól.  Og þar með er auðveldara að loka á hina.  

Svíar hafa alltaf stært sig af háum tekjuskatti, en undanþágurnar eru fleiri en leiðirnar til að komast í neðra, í raun eru það launamenn sem sitja uppi með   skattbyrðina.

En svona má ræða málin, af hugmynd fæðist hugmynd.  En á Íslandi er mottóið að af frösum fæðast frasar.  Og vart má milli sjá hvorir eru verri, villta vinstrið eða villta hægrið. 

Sem útskýrir af hverju miðjan stjórnar alltaf.  (jók)

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 16:52

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég sendi þér hlekk á umfjöllun mína um skattatillögur AGS frá því í sumar:

Óháð umfjöllun um skýrslu AGS um ísl. skattakerfið og þær tillögur AGS um skattbreytingar sem þar fram koma!

Sumt af því voru ágætar tillögur að mínu viti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 17:25

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk.

Kveðja,

Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 18:38

11 Smámynd: Elle_

Ómar, Magnú Orri er stráklingurinn sem stóð eins og bjálfi í Alþingi í fyrravetur og æpti: ÞAÐ VERÐUR ICESAVE EÐA ÍSÖLD.  Hann og hinir Icesave-nauðungarstuðningsmennirnir ættu ALLS EKKI að komast upp með að plata neinn í RUV um að vera annt um hag landsmanna.  Pétur Blöndal hefur líka stórbrugðist og styður bankana í gengis- og vísitölu-ránum gegn þjóðinni, þó hann megi eiga það að hann studdi ekki Icesave.

Elle_, 16.8.2010 kl. 19:11

12 Smámynd: Elle_

Og Ómar, þó er komið nóg af skattahækkunum að mínu viti.  Líka vildi sagt hafa að RUV verður að fara að hætta að segja og skrifa ´fréttir´ nákvæmlega eins og þær koma út úr ljúgandi pólitíkusum.  RUV hefur sem dæmi alltof oft sagt lygar um Icesave beint úr munni Gylfa, Jóhönnu og co. og Steingrími eins og um frétt eða sannleik væri að ræða þegar það var ekkert nema pólitísk lygi.

Elle_, 16.8.2010 kl. 19:21

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle, já stráklingurinn veður ekki í dómgreind eða öðrum hæfileikum sem réttlæta þingdvöl hans.  Enda var það ekki Svavar Halldórs sem tók við hann viðtalið????

Og vissulega þorði Pétur að tala gegn almannarómi í upphafi ICEsave deilunnar, þó hann hafi seinna orðið talsmaður einhvers samkomulags.  Ég var jafnvel að hugsa um að fyrirgefa honum gamla syndir.  

En hann framdi sitt Harikari þegar hann uppnefndi gengislántakendur.  Og þó hann skori prik með lýðskrumi, þá smátt og smátt mun fólk sjá samhengi hlutanna.

En það er þetta með skattahækkanir, það eru aldrei nógu háir skattar, í þeirri merkingu að ríkið fái sem hæstar upphæðir í almannaþjónustu.  En 80% af milljón er lægri tala en 33,33% af 10 milljónum.

En í þjóðfélaginu eru hópar sem mættu greiða meira, og myndu sjálfsagt glaðir gera ef þeir væru beðnir um það.  Nái þessar tillögur til þeirra, þá er það fásinna að slá þær út af borðinu með upphrópunum, menn þurfa að nota rök.

Og af hverju heldur þú Elle að stráklingurinn sé að þenja lungun og með þessum líka fína árangri???

Spáðu til dæmis í auðlegðarskattinum???

Kannski var það vitleysa hjá mér að sumir yrðu bara glaðir að greiða meira.  Þeir kjósa frekar spotta og leikbrúður til að þyrla upp moldviðri.  Jafnvel þó það spottatog kosti þá stórfé, þá er sumir þannig gerðir að þeir vilja eyða stórfé í að koma í veg fyrir skattgreiðslur, frekar en að greiða með bros á vör.

Líka sanngjarna skatta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband