16.8.2010 | 08:12
Skálkaskjólið Gylfi.
Á að senda hann í endurvinnslu, breyta Skjólinu jafnvel í borg, og það Skjaldborg um hinn almenna borgara???
Eða á að senda hann á haugana, búinn að gegna hlutverki sínu? Fá nýja menn til að ljúga fyrir auðmenn og fjármagnseigendur, húsbændur þessa Norrænu velferðarstjórnar.
Vegna þess að Gylfi er aðeins skjól, skjól fyrir getulausa stjórnmálamenn sem horfðu á mikla neyða skuldugs almennings, og það eina sem þeir gerðu og vildu gera, var að útfæra kerfi sem gerði fólki kleyft að borga án þess að sjá nokkurn tímann fram úr skuldum sínum.
Og þeim sem skulduðu of mikið, áttu of mikið af erlendum lánum í skuldahít sinni, án þess að vera mjög stabílar mjólkurkýr, þeim átti að fórna. Bjóða upp, henda út á götu.
Allt vegna afglapa þessara sömu manna í aðdragana Hrunsins mikla.
Og svo tala menn um siðlausa auðmenn, ná að láta umræðuna fljóta um Sigurjón Digra eða Sigga Einars, enda myndast báðir illa.
Hrunið varð, það er staðreynd, og meginhlutverk stjórnmálamanna, og það sem öll umræðan átti að kristallast um, var hvað átti að gera til að viðhalda byggð frjáls fólks í landinu.
Ekki byggð ánauðugra skuldaþræla.
Það að umræðan skuli snúast um hvort einhver leyndi einhverjum eitthvað, að einhver sagði eitthvað sem passaði ekki við annað, lýsir hvorutveggja í senn, algjöru getuleysi umræðunnar, og fullkomnum afglapahætti stjórnmálamanna.
Og þar með er enginn undanskilinn því allir gátu aflað slíks lögfræðiálits um skýran lagatexta sem var ekki í leynum, heldur öllum aðgengilegur, sem á annað borð voru læsir.
Til hvers halda flokkar að þeir fái pening????? Til að auglýsa fyrir kosningar um eigið ágæti????
Eða gera eitthvað að viti, afla sér upplýsinga, hafa áhrif á umræðuna með staðreyndum málsins.
Onei, það gera og gerðu þeir ekki. Og í aumingjaskap sínum skella þeir skuldina á Skálkaskjólið úr Háskólanum, hann sagði að gengistryggð lán væru lögleg, það væri almenn sátt meðal lögmanna að svo væri. Þó sést á mynd að fugl var að flögra yfir og spá í vænlegu hreiðurstæði, þó kostaði það aðeins eitt símtal að tala við þessa lögfræðinga sem áttu að hafa þessa skoðun.
En enginn gerði eitt eða neitt, annað en að tala þar sem von var fjölmiðlaathygli.
Og það er eins og við ætlum að láta þessa menn komast upp með afglapahátt sinn og samþykkja þeirra yfirklór að láta umræðuna snúast um þann eina mann sem var algjörlega valdlaus á þingi.
En það er kristaltært að ábyrgðin er þeirra sem ráða. Segi Gylfi af sér, þá á stjórnin að víkja. Því það var hún sem var ber af þeirri grimmd og því siðleysi að láta fjármálastofnanir innheimta sín ólöglegu gengistryggð lán, án þess að lyfta litlafingri til að kynna sér lögmæti þeirra, og án þess að sýna nokkurn vilja til að hjálpa fólki í neyð.
Og alþingismenn almennt ættu vel að íhuga til hvers þeir voru kosnir.
Jafnvel 5 ára gamalt barn hefði getað gert betur.
Kveðja að austan.
![]() |
Staða Gylfa og ríkisstjórnarinnar sennilega rædd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 41
- Sl. sólarhring: 451
- Sl. viku: 4861
- Frá upphafi: 1438400
Annað
- Innlit í dag: 40
- Innlit sl. viku: 3951
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra ræðu og hvert orð sem þú skrifar er hárrétt, stjórnin er svo gott sem fallin það er bara eftir að koma saman í haust og henda henni út ef hún fer ekki sjálfviljug!
Sigurður Haraldsson, 16.8.2010 kl. 14:46
Blessaður Sigurður.
Þó ég eigi ekki gröfu, þá vinn ég hart í að grafa undan henni.
Geri ekkert annað á þessu bloggi.
En ef allir þeir sem stjórnin hefur troðið ofaní svaðið með ránskap sínum og stuðningi við fjármálamafíuna, stæðu saman í haust, þá mun spádómur þinn rætast. Trúum einu sinni auglýsingunum, trúum því að við séum öll í vinningsliðinu.
Og losum okkur við Leppa AGS, fyrir fullt og allt. Það er engin lausn að losna við þessa og fá aðra í þeirra stað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.