13.8.2010 | 10:00
Fyrir hvað á að reka Gylfa????
Fyrir að ljúga og afvegleiða umræðuna????
En veit maðurinn nokkuð betur um vinnubrögð ráðherra???
Hvernig hefur framganga Jóhönnu Sigurðardóttir verið í ICEsave.????
Hvenær hefur hún sagt þjóðinni satt orð í þeirri deilu????
Er fólk búið að gleyma bréfinu sem hún sendi forseta Íslands daginn áður en hann vísaði ICEsave samningnum í þjóðaratkvæði??? Þar hótar framkvæmdarvaldið æðsta embættismanni lýðveldisins, og hver einasta staðhæfing í því bréfi er lygi.
Er það alltí lagi vegna þess að Jóhann er stjórnmálamaður en Gylfi greyið má ekki ljúga því hann er prófessor i leyfi????
Á Gylfi að segja af sér vegna þess að hann laug um efnisatriði máls sem er mjög mikilvægt og varðar líf og limi fjölda fólks????
ICEsave varðar sjálft sjálfstæði þjóðarinnar og erlendar árásarþjóðir nutu stuðnings innlendra samverkamanna við tilraun að sölsa undir sig 2/3 af þjóðaframleiðslu landsins. Samt gegna ennþá menn ráðherraembætti sem lugu því blákalt í þingsölum að rán breta væri ekki rán, heldur væri um lögmæta innheimtu að ræða sem byggðist á alþjóðlegum skuldbindingum íslensku þjóðarinnar.
Þessir menn voru sem sagt tilbúnir að leggja niður íslenska velferðarkerfið og réttlættu það með lygum. Núna þegar framkvæmdarstjórn ESB hefur opinberlega viðurkennt að hvergi sé kveðið um ríkisábyrgð í tilskipun þess um innlánstryggingasjóði, þá hvarflar ekki að nokkrum manni að krefja þessa lygara um afsögn, hvað þá að þeim verði stungið inn fyrir tilraun til landráðs.
En Gylfi greyið, sem á engan að í pólitík, það er allt í lagi að níðast á honum þó það eina sem hann gerði var að sýna Jóhönnu Sig húsbóndahollustu.
Á Gylfi að segja af sér vegna þess að hann þagði yfir lykillögfræðiáliti????
Og þar með er komið að hinum meinta afglapahætti allra þingmanna, og þá sérstaklega stjórnarliða. Það var ekkert leyndó á bak við þetta álit. Þeir sem sömdu það, þeir lásu skýr lög, kynntu sér vilja löggjafans að koma í veg fyrir að aðrar vísitölur en lánskjaravísitalan væri notuð til verðtryggingar lána, og þeir settu þessar staðreyndir á blað.
Og þetta var ekki meira leyndó en það að Egill Helgason hafði fengið menn í Silfrið til að ræða um hið meinta ólögmæti. Hagsmunasamtök heimilanna bentu ítrekað á þessa gloppu í lánasafni bankanna og að þeir væru að innheimta ólögleg lán.
Það vissu þetta allir.
Og allir gátu látið semja samhljóða lagaálit og þeir Seðlabankamenn létu gera.
En allir gerðu það ekki.
Og núna vilja allir láta reka manninn sem er munaðarlaus.
Allir vilja hengja yfirskúringarkonu málsins.
En öllum á að vera ljóst, að aðrir og æðri eru sekir í þessu máli.
Þar á meðal þeir.
Kveðja að austan.
Skora á Gylfa að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 632
- Sl. viku: 5618
- Frá upphafi: 1399557
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 4791
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir að vinna ekki fyrir laununum sínum.
Garðar (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 11:37
Þetta er uppsagnarröðin mín:
1. Steingrímur J: Fyrir stór embættisafglöp, lygi og yfirhylmingu. Líkleg misbeiting valds í skjóli floksstöðu
2. Jóhanna: Fyrir getuleysi, alvarlega misbeitingu valds, lygi og yfirhylmingu
3. Svandís: Fyrir embættisafglöp og misbeitingu valds
4. Össur: Fyrir embættisafglöp, aðgerðarleysi og misbeitingu valds
5. Gylfi: Fyrir lygi og yfirhylmingu
6. Árni Páll: Fyrir embættisafglöp, lygi og yfirhylmingu, getuleysi og standa ekki á sínu
7. Jón Bjarnason: Fyrir getuleysi
8. Kristján Möller: Fyrir getuleysi
9. Katrín Jakobs: Fyrir getuleysi
10. Katrin Júl: Fyrir getuleysi og standa ekki á sínu
11. Álfheiður Ingadóttir: Fyrir að vera leiðinleg (ok, það telur ekki)
Björn (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 12:26
Blessaðir félagar.
Björn, þú ert með þann punkt sem ég er að koma á framfæri.
Það er út úr kú að taka einn og láta hina vera.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.8.2010 kl. 13:09
Sælir við rekum þau öll í haust það er ekki annað hægt!
Sigurður Haraldsson, 13.8.2010 kl. 23:15
Nákvæmlega Sigurður.
Það að einhver segi að einhver hafi verið að ljúga, og einhver hafi leynt upplýsingum, bendir til að þessi einhver sé afglapi.
Allir stjórnmálamenn áttu að hafa þetta lögfræðiálit í höndunum. Umræðan og neyðin æptu á það.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 16.8.2010 kl. 07:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.