Þó ljótt sé að segja, þá hafði sú hugmyndafræði náð yfirhöndinni í Sjálfstæðisflokknum, að allt væri leyfilegt, sem þú græddir á.
Markaðurinn væri hið eina tæki sem menn hefðu til að meta hvað væri rétt og hvað væri rangt.
Í því tilviki sem fréttin fjallar um, þá var það fólksins að ákveða hvort það vildi kaupa bíl ódýrt, þó um gamlan tjónabíl væri að ræða. Ef enginn vildi kaupa, þá féllu þessi viðskipti um sjálft sig.
Nema að þeir sem þau stunduðu, þeir sinntu ekki hinni fullkomnu upplýsingaskyldu sem markaðurinn krefst til upplýstrar ákvörðunar, og því var fólk oft illilega platað. Sem kannski var gott á það.
Ef líf og limir fólks hefðu ekki verið undir.
Líka hjá saklausum.
Og núna þegar hjáguðadýrkendur frjálshyggjunnar hafa lotið gras í stjórnkerfinu, og eru á miklu undanhaldi í Sjálfstæðisflokknum, þá er ýmislegt fært til betri vegar.
Þessi litla frétt staðfestir það.
Og það er vel.
Kveðja að austan.
Bannað að skrá erlenda tjónabíla hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.