11.8.2010 | 08:23
Af hverju viðurkenna stjórnarliðar ekki meint áhugaleysi sitt gagnvart gengistryggðum lánum.???
Í stað þess að festa sig æ meir í sinn eigin lygavef.
Meira að segja vitgrannir fjölmiðlamenn sjá í gegnum þessa þvælu.
Af hverju gera þeir tryggum stuðningsmönnum sínum þetta að verja endalaust lygar og blekkingar.
Sannleikurinn er sá að þeir höfðu engan áhuga á þessum fleti á vanda heimilanna. Gylfi þekkti mætavel til skoðana Hagsmunasamtaka heimilanna og ég held að ég geti ennþá framkallað upp í huga mínum dómsdagssvar hans í viðtali hjá Ruv.
Í anda Bush forseta sagði hann "Látum þá koma". Þó vissi hann að Bush hafði viðurkennt að það bull hafði gert illt verra.
Gylfi skoraði á þá sem óánægðir voru með lán sín, að leita til dómstóla. Hann sjálfur ætlaði ekki að gera neitt. Svipuð svör komu frá Jóhönnu sem Ekkert veit.
Þetta eru staðreyndir málsins og þær eiga stjórnarliðar að verja. Þó norræna velferðastjórnin sé fyrirlitin af stórum hluta landsmanna, þá er líka stór hluti sem styður hana.
Og það fólk á betra skilið en sífelldar lygar um það sem er svo augljóst.
Það eru takmörk fyrir öllum aulaskap.
Kveðja að austan.
„Fyrirspurn mín var alveg skýr“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 69
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar ég sem vinstri maður get ekki varið þessa stjórn lengur og á þá ósk heitasta að hún fari frá svo hægt sé að stokka spilin upp á nýtt, þetta er einfaldlega ekki að ganga upp svona.
Rafn Gíslason, 11.8.2010 kl. 10:42
Blessaður Rafn.
Ég var líka einn af þeim sem trúði því að Steingrímur Joð myndi leiða baráttuna gegn AGS og ICEsavce.
En svona er þetta, núna er maður í sömu skotgröfunum og í tíð fyrri stjórnar, markmiðið að koma stjórninni frá.
Það sem skelfir mig er að allflestir í íslensku stjórnmálaelítunni, og í akademíunni og í atvinnulífinu, finnst samstarfið við AGS í góðu lagi.
Það er eins og fólk trúi því að við föllum ekki ofaní skuldapytt þeirra og hlótum síðan sömu örlög og aðrir sem þar hafa fallið, vegna þess að við séum svo öðruvísi, jafnvel æðri.
Við getum ein þjóða rekið þjóðfélag þar sem 60-70 af tekjum ríkisins fara í vexti og afborganir. Og vegna þess að við erum svo heilög, þá greiðum við alla reikninga sem að okkur er rétt, þó uppáskrift auðmanna sé þar, ekki okkar.
Út af þessu hugarfari þá veit ég ekki hvað tekur við.
Á meðan er hætt að dvölin í skotgröfunum haldi áfram.
Allt þar til venjulegt fólk með heilbrigða skynsemi tekur yfir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2010 kl. 13:02
FMI : IMF : AGS : Alþjóða Gjaldeyris Sjóður sérstök umboðsstofa SÞ sem var grundvölluð 1944 til gera viðskiptagjaldeyrisgengi stöðug og til að auðvelda alþjóða verslun.
DTS : SDR : Sérstök dráttarréttindi er form á alþjóðlegum gjaldeyri sem var skapaður af Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, sem er skilgreindur sem vegið meðaltal ýmsa umskiptanlegra gjaldmiðla. Alþjóðleg biðeign sköpuð af AGS til að fullkomna aðrar biðeignir sem eru á reglulegum tímabilum skammtaðar meðlimum AGS í hlutfalli við kvóta hlutaðeigandi. SDR er ekki litið á sem skuldbindingar Sjóðsins, og meðlimir AGS hverjum SDR eru skömmtuð lenda ekki í samtíma(án skilyrða) skuldbindingum til að endurborga skömmtuð SDR. Aðferð til jafna alþjóðlegar skuldir að hætti AGS.
Grein 30
Yfirfærsla viðskiptabiðinneigna til ESB
FRUMSKJAL (n° 4) [Protocoll EU stjórnarskráinnar]
UM LAGABÁLKA EVRÓPSKA SEÐLABANKA KERFISINS
OG SEÐLABANKA EVRÓPU
Grein 30
Yfirfærsla viðskiptabiðinneigna til ESB
30.1. Án þess að vega að grein 28, leggja þjóðaseðlabankarnir ESB til viðskiptabiðinneignir aðrar en gjaldmiðla Meðlima-Ríkjanna, í evrum, í vilyrðum fjárfestingar biðsjóða hjá AGS og SDR upp að heildarupphæð sem jafngildir 50 milljörðum evra. Ráð stjórnarherra ákveður hlutföllin sem ESB kallar til eftir uppbyggingu þeirra sömu og heildarupphæðirnar tilkvaddar seinna. ESB er algerlega heimilt að vera handhafi og stýra inneignum í bið [til vara] sem honum hafa verið yfirfærðar og að nota þær í þágu markmiðanna sem eru fastbundnir í þessum lagaskorðunum.
ESB: Evrópski Seðlabankinn.
AGS er hér á anda Brussell ef ágreiningur kemur upp á Milli-Meðlima Ríkja og Ríkis utan Evrópsku Sameingarinnar: til að vernda sitt góða orðspor?
EU heimilar líka að AGS komi inn í málin ef Meðlima-Ríki lendir í vandræðum, með að standa í skilum við Meðlima-skatta? Yfirdráttur hjá Seðlabönkum er refsibær og refsingar geta fallist í stöðvun lánafyrgreiðslna hjá Evrópska fjárfestingarbankum og Evrópska Seðlabanka kerfinu.
Steingrímur eða Íslenski Seðlabankinn þarf ekki að hafa kynnt sér starfshætti EU en Umboðið vinnur í samræmi við sína stjórnarlagsamþykktir að mínu mati. Leika sér að meðlagreindum eins og Köttur að Mús.
Hvað haldið þið að þroskuð ríkin fyrir 40 árum hafi hugsað þegar sum ríki gáfu upp síu kerfi í greindarþroska málum. Eftir 30 ár væri þau veld bráð.
Júlíus Björnsson, 11.8.2010 kl. 18:16
Eftir 30 ár væri þau auðveld bráð.
Júlíus Björnsson, 11.8.2010 kl. 18:17
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 01:39
Myndin sem ég sendi inn sem athugasemd sýnir að ríkissjóður Íslands er með langhæstu vaxtagjöldin innan OECD.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 01:40
En vaxtagjöld er mun áreiðanlegri samanburður en beinn samanburður á skuldum sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu þ.s. munur getu verið á vöxtum lána - annars vegar - og - hins vegar - til hve langs tíma þau eru.
Skýringin liggur sennilega í hvoru tveggja, þ.e. lán séu óhagstæð út frá báðum forsendum.
Þess vegna séu vaxtagjöld ísl. ríkisins svo mikið hærri en Grikklands þrátt fyrir að ríkissjóður Grikkland skuldi meira per landsframleiðslu.
Það eru tölur sem þessar sem gera mig skeptískan en eftir allt saman er Grikkland sagt gjaldþrota ekki satt?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 01:44
Blessaður Einar og takk fyrir þessa upplýsingar.
Er ICEsave og AGS inn í þessu? Á ég þá við að fjármálaráðuneytið endurskoðaði tölur sínar og hækkaði áætlun sína úr um 90 milljörðum upp í 160 milljarða. AGS vildi að ekki væri aðeins tekið með sem menn greiddu, heldur líka vextir á þeim skuldum sem þegar væru farnar að bera vexti.
Og munurinn var skýrður með áætluðum AGS lánum og ICEsave.
Nú kom AGS pakkinn hægar inn og ICESave er ennþá ósamþykkt. Velti því aðeins fyrir mér hvort það sé með. Tel samt líklegt að svo sé ekki.
En svarið um óhagstæð lán svarar sér eiginleg sjálft. Þetta eru krónubréfin, og stýrisvextir Seðlabankans útskýra vaxtagjöldin.
Sem er ein meginskýring þess að menn eins og Jón Daníelsson og Michael Hudson spurðu hvort ekki væri alltí lagi með þessa menn. Prófessor Friðrik Baldursson, sem var einn af samningarnefndarmönnunum við AGS, sagði að burtséð frá öllu tali um trausti og trúverðugleika, þá væru háir vextir ein af forsendum þess að AGS samþykkti gjaldeyrishöftin.
Í Morgunblaðinu í sumar skrifaði einhver ungur maður sem vann hjá einhverjum peningasjóð að stýrisvaxtastefnan hefði kostað þjóðarbúið þegar meira en sjálft bankahrunið.Og ólíkt stjórnmálamönnum, þá rökstuddi hann það.
AGS og fjármálaráðuneytið spá vöxtum og afborgunum (reikna með ICEsave) í um 60% af tekjum ríkisins.
Og það er til fólk sem segir að við séum að ná okkur upp úr kreppunni. Á því er ein skýring, skuldirnar eru ekki byrjaðar að falla.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.8.2010 kl. 07:43
Vaxtagjöldin er mjög góður samburður þegar allt veður upp í negam-lánum [Balloon> kúlu] í stjórnsýslunni, það er lánin þar alls ekkert er merkja vextina að nafninu í hausi skuldabréfanna, sem þess vegna er yfirleitt mjög lágir. Hinsvegar eru formúlur fyrir vaxtaleiðréttingum aldrei gefnar upp og þeir geta þannið upp vaxtagreiðslurnar eftir á eins og íbúðlánin Íslensku: Mortgage linked to CPI, ekki sannarlega ekki Mortgage CPI indexed [verðtryggð] eins og Íslendingar hafa haldið fram við útlendinga undanfarinna ára tugi. N.B þetta er kolólögulegt það er að falsa Mortgage loans á þenna hátt utan Íslands: Raunvirði heildar skuldar vex ekki umfram CPI erlendis á Mortgage lánum.
Maður spyr sig hvort ekki sé verið að mjólka Íslendinga það er vextirnir eiga að koma á móti afslætti af lánsfjárhæð framtíðar lánafyrirgreiðslu.
Kannski er eðlilegt að Ríkissjóður, þar sem þegnarnir borga 120% raun álagningu minnst af 30 ára húsnæðisláni [negam í 3% verðbólgu] þegar þeir í USA og UK eru að borga 20% -30% max. síðustu öldina. borgi slíka vexti gagnvart útlendingum.
Júlíus Björnsson, 12.8.2010 kl. 07:45
Icesave er örugglega ekki með í þessum samanburði að ofan, og einungis þau lán í AGS pakkanum sem þegar eru komin inn - en við erum ekki enn búin að fá lánin frá norðurlöndunum né restina af AGS peningunum.
Síðan er byrjað að hægja á Evrópu - sjá frétt Financial Times:
Eurozone industrial output falls in June
Evrópa er að snúa við og sennilega á leið í kreppu aftur. Í gær sá ég að Frakkland var einnig í mínus. Nú staðfest að það á við allt Evrusvæðið einnig. Bandaríkin, þar er að hægja á.
Þetta skiptir einnig máli, því ef löndin í kringum okkur súnka aftur í kreppu, þá lækka fiskverð þ.e. útflutningstekjur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 12:40
Ef kreppir að almennum neytendum í USA bitnar það fyrst og fremst á hávirðisauka útflutningi frá EU sér ílagi frá þýskalandi. Veðja á lágvörumarkaði [millistéttina] eftir 1980 er dæmi um skammsýni hér.
Svo skil ég það svo að ef Umboðið í Brussel fær það verkefni að víkka út umráðsvæði Evrópsku Sameiningarinnar, þá eru marksvæðin eða efnahagslögsögurrnar búnar að vera samfellt undir eftirliti. Þetta flokkast undir langtíma markmið í EU þroskuðm ríkjum. Fjölga neytendum og skattgreiðendum í þágu Miðstýingar og heildar hagsmuna.
Það sem Íslendingar sem þekkja ekki alvöru viðskipti skilja ekki að viðskipti í reyndinni ganga út að gera allt sem maður kemst upp með til að græða sem sem mest þetta sjónarmið byggir alls ekki á langtíma háskólafræðagrunni. Umboðið til að uppfylla stjórnlagaramma EU hefur allar stofnanir EU undir sér. Þar vinna starfsmenn í anda EU stjórnlaga rammans sem mótar allar þeir ákvarðanir. Í því sambandi skiptir máli að brjóta niður efnahagslegt sjálfstæði væntanlegra skatt Meðlima til að tryggja sér aukið umráðasvæði. Lánafyrirgreiðslur og niðurgreiðslur draga úr sjálfbjargar viðleitni.
Að láta gengi fljóta er að stilla það í samræmi við framboð og eftirspurn. Umboðið í Brussel hefur haft öll ráð í hendi sér hvað varðar genið á Íslensku krónuninn: 80% á sömu hendi er alveg nóg. 80% af öllum vöruviðskiptum milli Ríkja eru undir eftirlit [control] á öllum tímum.
Þegar lítill aðili á markaði stefnir í greiðslu þrot , vita stóru lándrottnarnir það oftast mörgum árum fyrir formlegt gjaldþrot og sá litil vinnur oft með þeim stóru til að koma tapinu yfir á fleiri.
Það voru líka skýrar efnahagsreikningsreglur hér fyrir 30 árum að meta allar eigur á brunaútsöluverðum sér í lagi gagnvart skattinum. Sé þetta alltaf gert fara fyriitæki að skila raunverulegum arði varanalega eftir 30 ár.
Ísland mun eina Ríkið þar sem ekki er boðið upp á almenna bankastarfsemi. Hér síðustu 30 ár hefur allt vaðið í háraunvaxtakröfu og misnotkun svokallaðra negtiva amortization lánsform [negam].
Það er greinlega komið fram að íbúðlán hér sem alls ekki eru fölsk eða hrein jafngreiðslu lán heldur vaxtandi háraunvaxta negam lán miðað við vaxandi verðbólgu voru kominn langt upp fyrir raunvirðis veðmat um 2007, voru leiðrétt gagnvart útlendingum sem tóku veð í söfnum, en Íslenska stjórmála elítan tók ekki í mál að leiðrétta þau gagnvart almenningi. Sjálf afskrifar hún tugi miljarða af negam áhættu fjárfestingum sinna skjólsstæðinga.
Júlíus Björnsson, 12.8.2010 kl. 13:58
Jamm Júlíus, það verður að afnema verðtryggingu, ef nokkur möguleiki á að vera að skapa hér eitthvað er nálgast að vera eðlilegt fjármálaumhverfi.
Vextir virka líka mjög takmarkað, í umhverfi með verðtryggðri krónu, svo það verður líka að afnema verðtryggingu til að gera hagstj. skilvirkari í framtíðinni.
Að auki magnar verðtrygging upp áhættusækni lánveitenda, sem kom einmitt fram sem alvarlegur galli árin fyrir hrun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 15:40
Verðtrygging miðað við CPI neytendaverðvísi eru búinn að ríkja í þroskuðum ríkjum í heiminum næstum 100 ár. Þetta er engum kennt heldur læri hver bankastjóri þetta af hinu næsta.
Þú ætlar að lána 1000 kr. leigan er 200 í eitt ár. Þannig þú vilt fá 1200 kr til baka. Þá er útbúið bréf með 20% vöxtum til að byrja með.
Hinsvegar veist þú nokkurn vegin að verðbólga verður ekki hærri en 3,5% næstu 12 mánuði og alla líkur hún verði 2,5%. Setjum verðbólgu 3,0%.
Þú þarft þá að hækka vaxtaprósentuna um 3,6% þar sem 1,03 x 1200 = 1236 og bréfið verður þá með 23,6% vöxtum miðað við ár.
Ef verðbólga verður 2,5% þá fæst 1200 x 1,025= 1230 þú hefur grætt 6/1,025= 5,8 miðað við núvirðið.
Ef verbólga verður 3,5 þá fæst 1200 x 1,035 = 1242 þú hefur tapað 5,8.
5,8/200 = eða 3% af 20% vaxtakröfunni.
Fastir verðtryggðir vextir 30 ára lána í USA og UK miða við 3,5% verðbólgu að jafnaði.
Þannig að sé lánið 1000 kr og vaxtakrafan 5% þá reiknast 1050 x 1,035 = 1086,75
Eða vextir 8,76% í UK og USA síðustu öldina. Þetta skilst þar sem verðtryggt miðað við CPI neytenda verð vísir.
Hér hefur enginn kunnað að lána verðtryggt síðan Danir fóru.
Negam lánsformið hér á húsnæðislánum er ekki verðtrygging á skilning alþjóðlega hugmynda um neytendavertðryggingu heldur ólöglega falsa jafngreiðslu veðlán í framkvæmd. Því raunvirði heilda skulda hækka umfram neytendaverðvísinn á lánstímanum sé verðbólga meiri en 0 , innan 5 ára sé verbólga sú sama og í UK. Þetta merkir að lánsformið fer úr veðböndum sannanlega á útgáfudegi og er ólöglegt þess vegna.
Ísland er bananna lýðveldi og ekki einn lögspekingur til sem kanna að verðtryggja í samræmi við alþjóða þroskaðar hefðir þess vegna er skilningur í samræmi við apanna.
Negan lánsformið fylgir ekki neytendaverðvísi eða neysluvísi tölu það tengist honum eða henni þannig að leiðréttingarvextir vegna verðbólgu vaxta vaxtast á lánstímanum.
Þessi galli á þesskonar neikvæðu lánsformi er þekktur utan Íslands. Var vandamál á neytenda mörkuð í USA á fyrir 1980, koma aftur upp í Kaliforníu um 2000 og um 1994 munu Bankar á Spáni hafa verið með þessi negam ólöglegu langtíma fölsku jafngreiðslulán.
Neikvæðu veðlosunarformin er hugsuð alþjóðlega þroskað meðan veðin eru að þroskast eða byggjast svo í byggingarverktakastarfsemi og hámarks tími er 5 ár miða við 3% verðbólgu á ári. Þeir sem kaup fullþroskað fasteignir greiða svo með venjulegu jafngreiðslu formum. 25% ár lán sem lengist í 30 ár er með 20% lægri afborganir á mánuði. Einnig er hægt að ná niður lækkun á fastri greiðslu með raunvaxtalækkun.
Hér er samkvæmt yfirlitum búðlánsjóð raunvaxta markmiðin miðað við 30 á jafngreiðslulánstíma og 0% verðbólgu 80% en öruggleg 110% miðað við sömu verð bólgu og í UK. Í UK hefur þessi raunvaxta krafa hinsvegar alltaf verið 20% til 30%einmitt vegna veðbandanna löglegu allan lánstímann. AK raunvaxtamarkmið á árs grundvelli til samanburðar eru 1,79%-1,99% í dag á öruggustu langtíma veðlánum. Hér um 4 til 6 sinnum hærri sannanlega: 7 til 10%. Safn slíkra öruggra lána hjá lífeyrissjóði má ekki vera meira en 3,5% á ársgrundvelli þótt skila megi 2,5% í ársuppgjörum. Allir lífeyrissjóðir hér er kol ólöglegir þarf af leiðandi.
Bullið hér er annaðhvort glæpsamlegt eða apalegt. Það ávaxtar enginn Verðbólguleiðréttingar nema að falsa til þess veðin fyrir endur fjármögnun.
Íslensk umræða um þessi máli er öll eitt bull. Negam-lánsform eru ekki nauðsynlega tryggð miðað að við vöxt neytendaverðvísis eða neyslutölu og aldrei eftir 5 ár sé verðbólga svipuð í UK.
Pétur Blöndal getur staðfest þetta hann kann að reikna raunvexti þegar heildarvextir og verðbólga er þekkt.
Negam-lánformum er ætlað að magna upp afborganir að heildar umsaminni upphæð á lánstímanum. Almenn Bankastarfsemi má ekki samkvæmt lögum sækja í áhættu, hún lánar alfarið gegn fullnægjandi veðum, m.a. annars með að reikna þau á brunaútsöluverði þekki hún greiðandann.
Hér takmarkast negan-lán [t.d. kúlu 5 ára Balloon] ekki við bygginningastarfsemi heldur var veðjað á um 2000 að verð myndu rísa á fasteigna markað eftir að bankarnir myndu lengja lán og þar leiðandi lækkar líka vextirnir að nafninu til og stjórnsýslan myndi slá á bygginga framkvæmdir í 3 ár þetta bendir IMF á í skýrslu sinni 2005.
Ég tel bankanna hafa fengið aðila til stofna eignarhaldsfélög með negam-lán tengingu.
Lið sem ekki býr fyrir langtíma minni eða tölvísi á ekki að vera í forsvari fyrir fjámála ákvarðnir á vegum stjórnsýslunnar.
Stjórnunar og ákvörðunar greind eins og skákgreind er hægt að þjálfa það þýðir nokkur þúsund klukktíma mótun áður en heilinn harnar. Þetta þykir sannað sannað mál í þroskuðm ríkjum. Ég var þjálfun frá fæðingu til 12 ára, þá komu nýju grunnskólalögin, til að fara í gegnum hefðbundna síu einnig og er í Þroskuð Ríkjunum. Eftir 1972 varð ég nánast alfarið að stunda sjálfsnám til hald í við jafningja mína erlendis. Ég þekki mína líka, og þá sem sem eru venjulegir.
Linked to CPI merkið tengist en CPI indexed merkir verðtryggt. Hér hafa ekki sést verðtryggð íbúðalán frá um 1982 á alþjóðamælikvaða. Enda voru þessi negam lá öll metin með 50% afföllum. Greiðslugeta var ekki talin möguleg hér frekar en annarstaðar starx 2004-2205. Ég er sammála útlendingum í þessum málum.
Hér þarf að taka upp nákvæmlega sama fjármálgrunn og lánformahefðir og í UK [3% verðbólga] eða Þýskalandi [2% verðhækkanir á mörkuðum].
Burt með alþjóðlega glæpaformið og 80% fjármálgeira sem er alfarið öruggur.
Júlíus Björnsson, 12.8.2010 kl. 18:59
Tja, hvað svo sem við köllum þessi lán, þá virðist útkoman vera að lýðnum er haldið í skuldaþrældóm - þ.s. þú virðist hafa góðann skilning á þessu, akkúrat hvað eigum við að banna?
Það þarf þá að skilgreina þau lánsförm, sem eru bönnuð, á ég við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 22:36
Erlendis og hér líka eru jafngreiðslulán skilgreind sem heildarskuld á gjalddaga deilt með gjalddagafjöld. [vaxta dreifing er auka atriði þegar lánin eru örugg].
Þegar heildarskuld er óbreytt en hlut fyrsti gjalddaga flutta á þá síðari kallast þetta lán falskt.
Einnig geta komið á auka vaxtaleiðréttingar á gjalddagagreiðslurna þá er það lán breytilegra vaxta.
Séu gjaldagagreiðslu þanning leiðréttar þá á að leiðrétta hvern gjaldaga með tilliti til vaxtar neysluvísutölu frá útgáfu degi til þess samsavarandi gjalddaga til að lántaki borgað umsamið gjald á því neysluverðlagi sem gildir á honum. Skipting allra gjaldadaga með tiltil veðaflosunarhlur og raunvaxta liggur fyrir á útgáfudegi, innheimtu aðferinn veldur þvi innsvegar að ef ef verðbólga er sú sama og í UK þá er heild umsamda raunskuldin orðinn hærri en efum falasað eða hreint jafgreiðslulán væri að ræða. Hækkun umfram verðbólgu er um 30% á 30 árum ef verðbólga eru um 3% ári, hún er 3,2% í USA að jafnaði en 3,4% að jafnaði í UK. Þessi raun hækkun byrjar innan við 5 ár. mikið fyrr í hærri verðbólgu. Erlendis eru reglur um að Bankar megi ekki lána meira en 80% af raunvirði eignar á lánstímanum. Hér í nafni blekkinga voru þeira í raun að lána minnst 110%.
Híbýli vaxa ekki að verðmæti nú til dags um 30% umfram eignaverð í UK á 30% nema laun hækki hér um 30% á íbúa umfram breskan.
Ef útlendinga skilja ekki bullið í fjármálgeiranum hér þarf almenningur ekki heldur að skilja hanna. Það þarf að taka betur eftir erlendu skilgreiningum í framtíðinni. Ísland er ekki eitt í heiminum. Öll ofveðsettu veðbréfin hér voru notað til tryggingar eigin lána bankanna gagnvart útlendingum sem kröfust þess að verðmæti bréfanna yrði fært niður í eðlilegt verð miðað við veðin. Það á líka að leiðrétta ofurverðtryggingarvextina gagnvart almenningi hér.
Júlíus Björnsson, 13.8.2010 kl. 02:49
Híbýli vaxa ekki að verðmæti nú til dags um 30% umfram eignaverð í UK á 30 árum% nema laun hækki hér um 30% á íbúa umfram breskan.
Júlíus Björnsson, 13.8.2010 kl. 02:58
Blessaðir félagar.
Aðeins að kvitta fyrir mig áður en sólin og blíðan fá öll völd.
Einar, þú hefur dregið vandann ágætlega upp, það eina sem ég gerði ágreining við var þörfin á aðstoð AGS.
Ekki það að við þyrftum aðstoð, en það varð að vera aðstoð, ekki piss í skóinn.
En ljóst er að menn þurfa að viðurkenna skuldavandann, og semja um skuldir og greiða þær niður. Hinn möguleikinn, að láta eins og allt sé í lagi, bara smá óþægindi, gengur aðeins til skamms tíma og þá með þeim skammtímalánum sem AGS pakkinn bíður upp á.
Og svo, og svo, .... þá verður ástandið ekki gott, í hið minnsta.
Júlíus, það mættu fleiri lesa dýpri rök þín gegn verðtryggingarvitleysunni. Eina forsenda hennar sem ég hef heyrt réttlæta hana, er sú að þá þurfa menn ekki að hugsa við landsstjórnina, verðtryggingin leiðrétti allar vitleysu í sambandi við óraunhæfan kaupmátt, eyðslu umfram efni og svo framvegis.
En guð gaf okkur vit til að nota það. Hefði hann ætlast til að við notuðum verðtrygginguna til að stjórna efnahagsmálum, þá hefði hann fyrst skapað okkur sem vélmenni, án vits og tilgangs.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.8.2010 kl. 10:38
Til hvers eiga almennir bankar erlendis óhreyfð veðbréfasöfn innan öruggura veðbanda m.t.t. til greiðslugetu launþega með öruggar starfstekjur og meðallaun?
Til að vertyggja sparifé? Já.
Til að tryggja sér stöðugt innflæði fjármagns án tillit til neysluverðbólgu? Já.
Til að sýna stöðuleika með því að þurfa aldrei að veðsetja þau? Já.
Er hægt að fjöldframleiða slík verðtryggingartól? Nei.
Hvernig verðtryggir banki erlendis 1 miljarða til 30 ára? Hann skoðar verðbólgu síðust 30 ár og löglega verðbólgu næstu 5 ár? Ef hún er 3,5% þá leggur hann 3,5%afskriftarkröfu á vaxtaformi á milljarðinn.
Verðtryggir fram í tíman? Já umsamda kröfu láns og grunnvaxta á útgáfu degi.
Hvernig verðtrryggir hann lán með mörgum gjalddögum? Hann leiðréttir hvern gjalddaga eins og um eitt smálán lán væri að ræða.
Hvernig vex verðbólga? Línulega
Er hægt að vaxtavaxta verðbólgu? Nei, verðbólga eru vextir sem engin verðmæti liggja að baki á hvorki að greiða í arð eða skattleggja.
Hvernig verða verðtrygg lán örugg með lávaxta grunnvaxta kröfu?
Hver er raunvaxtakrafan á Íslandi m.t.t. negamlánanna hér? 110% ef verðbólga er 3,0% og hækkar ef verðbólga er hæri á lánstímanum ?
Hver er hún í UK í 3,0% jafnaðarverðbólgu? UM 20% til 30% hærri fyrir dýrari fasteignir.
Er byggingarkostaður ódýrari á Íslendi en í UK? Nei.
Júlíus Björnsson, 13.8.2010 kl. 16:38
Ég reikna með að eðlilegt sé, að allar upplýsingar um lánið, reikniaðferðir o.s.frv. - komi fram á skuldabréfinu og meðfylgjandi. Að aðeins sé heimilt að beita þeim reikniformúlum og aðferðum, undantekningstilvikum, sem tilgreind eru í samningi. Samningur verði að innihalda tæmandi upplýsingar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.8.2010 kl. 22:12
Málið er að annutetsform er alþjóðlega skilgreind.
(Heildarlán + heildarvextir)/ gjalddagafjöldi = fast einingargreiðsla=gjald. Þess vegna er þetta lán jafnragreiðsla.
Sérhver umsamin greiðsla hefur sinn gjalddaga. Verð trygginging skilst hér með lögum annarstaðar óþarft að umsamda skuldi eiga að greiða að viðbættum hlutfallslegum breytingu á neysluvísitölu frá útgáfu degi til þess dags þegar á að greiða.
Síðan er oft samið um mismundandi skiptingu á vaxtarhluta fastagjaldi og veðaflosunarhluta þess [afborgun af lánsfjárhæð] skiptingin hefur eingin áhrif á umsömdu heildarskuldina. Sé lánstími 30 ár og lántaki gerir ráð fyrir 60 milljónatekjum eftir skatta á þeim tíma. Ætti hann að geta greitt fyrir láns sem er um það bil 1/3 =33,33% af 60 milljónum í heildina litið. Það er 20.000.000 þá er fasta gjaldið við að við 360 gjalddaga 20.000.000/360= 55.556 pund/evrur á mánuði.
Hinsvegar sé miðað við 300 gjaldaga er fastagjaldið 66,667 pund/evrur.
Nú gildir um 80% lánataka erlendis semja um að verðbætur sé ákveðnar fyrirfram og er þeir því ákveðið hullt af heilda umsömdu vaxta upphæðinni. Þeim nægir þvi að sjá upphæðina 55.556 pund í hverjum mánuði næstu 30 ár.
Hinsvegar semja hinir útlendingarnir um vaxtaleiðréttingar á gjalda miðað CPI neytendaverðvísi og reiknast hann á hverja greiðslu miðað breytingu/vöxt vísisins frá útgáfu degi.
Sé verðbólga í fyrsta mánuði 3%/12=0,25% eða 139 pund eða evrur miðað við 55.556. Sé hún 12%/12=1,00% í fyrsta mánuði eru verðbæturnar 556.
Við sjáum að verðbætur á 55.556 á 1 ári miðað við 3% verbólgu á ári alls eru 1.667
Einnig að sé verðbólga 12% þá er verðbætur fyrsta árið 6.6667.
Hér þarf engar meiri kúnstir. Nema tilgangur sé að svindla á lántaka að mínu mati.
Á Ísland tekur lánsjóðurinn það bessa leyfi að leiðrétta 360 fasta gjalddaga og skuldfæra á lántaka Heildar verðbætur í 3% verðbólgu verða þá miða við að allt lánið sé greitt eftir mánuð sé grunnur leiðréttingar einnar greiðslu. Hér gildir samkvæmt greiðslu útkeyrslum að ef lán er 100 ein. þá eru vextir 80 ein. eða Heildarskuld 180. ein. Þar sem 100/180= 55,56% þá bætir hann verðbótum við umsamda lánshöfuðstólinn 556 * 55,56% x 360 =11.120
Því næst segir hann hann láni leiðréttingar alla greiðslna til að endurreikna allt lánið greiðsluskiptingarformúlunni m.t.t. þess að lækka greiðslubyrgði og lækkar verðbætur til greiðslu í 11.120/360= 308. Lánar sem sagt 556-308 = 248 af verðbóta leiðréttingu fyrsta gjalddaga.
Þetta er kallað Bjarnargreiði, og spurning er hvort lántakandi sé greiðsluhæfu yfirleitt. Hér veldur þetta sem sagt lækkun á 1 gjalddaga miðað við jafgreiðslu formi erlendis kallast þetta þetta nekatví amortization loan neikvæðum breytilegu vöxtum sem eru neikvæðir til að byrja með og vara síðan að vera jákvæðir miðað við grunngreiðsluna og vaxa.
Hér er auðvelt að sanna og allir Bankar utan Íslands vita að þessi vöxtur heldur áfram meðan verðbólga er jákvæð og eitthvað er eftir af gjalddögum. Sannalega er ekki hægt að kalla þetta jafngreiðslu lá m.t.t heildar raunskuldar eftir 5 ár ef verðbólga er eins og í Danmörku, USA, eða UK síðustu 30 ár. Þess vegna taka löggleg hrein jafngreiðslu lá oftast við eftir 5 ár: eingargjald til leiðréttinga fast, eða lánið er endur skoðað m.t.t gjalda daga fjöld og flestir telja að eðlilegast sé að lækka nafnvexti frekar. En þetta er ólöglega falsað negam lán á alþjóðlega mælikvarð.
Sjá nánari alþjóðlegarheimildir heimildir: http://frontpage.simnet.is/uoden/negam/index.htm
Ég tel líka að það sem ekki kemur fram á útgáfudegi í skriflegum samning og þinglýstum á máli lántaka [sem hanna skilur] sé ekki kröfuhæft í framhaldi.
Gleymum ekki að um 2007 voru þessi í yfirliti Seðlabanka lá rangleg sögð jafngreiðlu og fylgja neytendaverðvísi en er í raun tengd heildarneyslu vísiutölu Íslands negam með neikvæðum breytilegum vöxtum til að byrja með og um 10% raunvaxtakrfu miðað við verðbólgu eins og í UK næstu 30 % vegna og mats á veði.
700.000 milljarðar að bakveðum afskrifaðir um minnst 30% af kröfu erlendra lánadrottna.
200.000 milljarðar að viðbættum öllum arðinum frá 1982? Æ sér gjöf að gjalda. Glöggt er gests augað. Sjá skýrslu IMF 2005:http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1024713/
Júlíus Björnsson, 14.8.2010 kl. 01:51
Einnig að sé verðbólga 12% þá eru verðbætur fyrsta árið 6.667.
Júlíus Björnsson, 14.8.2010 kl. 01:52
Ok - en miðað við einbeittan brotavilja innan kerfisins hérlendis, þarf sjálfsagt að geirnegla þetta með mjög mikilli nákvæmni í lögum, þannig að engin leið sé að brjótast úr þeirri spennitreyju.
Bendi á mína nýjustu færslu, þó hún fjalli ekki akkúrat um þetta mál:
Stóri vandinn við það að búa við Evruna er að vera innan sama gjaldmiðils og Þýskaland. Þýskaland er ofurhagkerfi Evrópu alveg í sérklassa út af fyrir sig!
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.8.2010 kl. 02:07
Góð síða hjá þér. Svívar voru að koma vel út enda hlífðu þeir sínum þegnum við negamlánum þótt þeir hafi skuldsett mikið í Eysrtrasaltslöndum sem eru ráðstjórnarríki í eðlu sínu eins og Ísland.
Júlíus Björnsson, 14.8.2010 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.