En veit hún hvað hún heitir??

 

Stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, Marínó Njálsson hafði kynnt þetta sjónarmið sitt á bloggi sínu.

Umræðan sem fór í kjölfarið var öllum kunn sem einhvern áhuga höfðu á framtíð þessa lands.

En það er auðvelt að segja, ég  man ekki eða mér var ekki kunnugt.

En svoleiðis fólk á ekki að stjórna þessu landi.

Kveðja að austan.


mbl.is Vissi ekki um lögfræðiálitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Tilætlunarsemi er þetta - má ekki bara búa til nafnspjald? óþarfi að leggja svona erfiði á huga konunnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.8.2010 kl. 16:19

2 Smámynd: Elle_

Ómar, lögmaður í bænum, Björn Þorri Viktorsson, skrifaði ÖLLUM Alþingismönnum fyrir um 15 mánuðum um ólögmæti gengitryggðra lána.  Og ekki löngu seinna skrifaði Gunnar Tómasson, hagfræðingur, þeim um það sama.  Núna koma þau samt öll af fjöllum???   

Elle_, 10.8.2010 kl. 23:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Elle, þess vegna læt ég nú svona, reyni að sjá spéspegilinn við þetta.  Og sárvorkenni greyjunum sem reyna að verja lygi forystufólks síns..

Lygi sem snýst um að sannfæra fólk um að þau vissu ekki neitt því þau séu afglapar.  Eina fólkið sem missti af þessari umræðu.  Lásu ekki bréfin, og slökktu alltaf á Silfrinu þegar Marínó og Björn Þorri ræddu þessi mál.  

Það sem þau fatta ekki í sínum afglapahætti, er að ef þau vissu ekki af lögfræðiálitinu, né höfðu aldri lesið lögin sem vörðuðu líf og limi tugþúsunda manna, þá eru þau að staðfesta að það stóð aldrei til að gera eitt eða neitt til að hjálpa fólki.

Vegna þess að ef svo hefði verið, þá hefðu þeirra eigin lögfræðingar unnið samhljóða álit, Marínó verið daglegur gestur í stjórnarráðinu, og rökstudd afstaða tekin til málsins.

En þau vissu ekkert greyin.

Hvílík vanhæfni, þá er nú betra að vera lygari.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2010 kl. 00:19

4 Smámynd: Elle_

Ja-há, eina fólkið sem missti af öllu.  Það er stórmerkilegt.  Þau vilja líka þagga allt niður sem kemur frá lögmanninum sem ég nefndi, því hann hefur barist gegn afglöpum og spillingu þeirra, þar með talið barist harkalega gegn Icesave. 

Elle_, 11.8.2010 kl. 00:30

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, hann er ekki afglapi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.8.2010 kl. 00:32

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Einhvers staðar annars staðar en á Íslandi hafa ráðamenn þurft að segja af sér sökum svona (heimskulegra) vinnubragða. En ekki á Íslandi. Ó, nei!

Guðmundur St Ragnarsson, 11.8.2010 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 306
  • Sl. sólarhring: 789
  • Sl. viku: 6037
  • Frá upphafi: 1399205

Annað

  • Innlit í dag: 261
  • Innlit sl. viku: 5116
  • Gestir í dag: 246
  • IP-tölur í dag: 243

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband