10.8.2010 | 10:55
Á þessi "Gæti" heima í álfaheimum??
Eða er hann tröll??'
Allavega er hann ekki þessa heims, þjóðsaga eða goðsögn, eða draumórar hreinræktaðra bjálfa.
Í raunheiminum er enginn Gæti sem kemur við sögu.
Ef manndómur þjóðarinnar er svo lítill að láta Samfylkinguna halda áfram að komast upp með að kúga meirihluta þjóðarinnar sökum oddaaðstöðu sinnar á Alþingi Íslendinga, þá mun vissulega verið kosið um ESB aðild.
Og hún kolfelld.
Enginn Gæti mun hugsanlega komið við sögu til að bjarga aðildarumsókn Samfylkingarinnar. Það er ekki nóg að hafa stuðning elítunnar og kjaftastétta eins og blaðamanna, sem endurspeglar í fyrirsögn þessa fréttar um einhverja hugsanlega von um samþykkt, það er ekki nóg vegna þess að umsóknin eins og að henni var staðið, hún fíflar þjóðina.
Og það að fífla íslensku þjóðina er eitt af því fáa sem stjórnmálamenn ættu ekki að reyna.
Þar setur hún mörkin.
Kveðja að austan.
Gætu tekið Noreg á þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 189
- Sl. sólarhring: 876
- Sl. viku: 5920
- Frá upphafi: 1399088
Annað
- Innlit í dag: 159
- Innlit sl. viku: 5014
- Gestir í dag: 155
- IP-tölur í dag: 152
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar ekki stendur vilji minn með því að Samfylkingarmenn níðist á okkur með því að vera yfir höfuð í stjórn! Við höfum ekkert val hreinsun af alþingi og úr stjórnkerfi okkar hefst í haust þegar þingið kemur saman!
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 11:04
Svo er merkilegt hvað Össur greyið er ekki í neinu sambandi við þjóðina. Hann heldur að Icesave málið sé eina ástæða þess að við viljum ekki aðild. Hann ætti að spjalla aðeins við fólkið í landinu áður en hann fullyrðir einhverja svona vitleysu í erlendum fjölmiðlum. 60% þjóðarinnar veit einfaldlega sannleikann, að ESB er of stórt og þungt batterí fyrir litla þjóð eins og okkar.
Það er ekkert að íslensku krónunni. Við þurfum bara að kunna að fara rétt með hana. Hún var ekki vandamál fyrir 10 árum síðan. Af hverju ætti hún að vera það núna?
Jón Flón (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 14:12
Takk fyrir innlitið félagar.
Sigurður, ég held að margir munu hjálpast að við að sveifla sópnum og lyfta undir fægiskófluna þegar hin nauðsynlega úthreinsun hefst.
Blessaður Jón Flón, gaman að heyra í þér.
Mér er til efst að ofurkróna myndi þola núverandi snillinga.
En vandinn við krónuna er álíkur og sá Vandi sem almennt dúkkar upp á mannamótum. Hann er þarna ef maður kýs að taka eftir honum. En Vandi á tvíburabróður sem heitir Styrkur, og sumir segja að þeir séu í raun eitt, en tvíeðla. Þegar sumir sjá Vanda, þá sjá aðrir Styrk.
Þeir tvíburarnir sjást líka á evrumótum, eða dollaramótum. Líka á pollamótum, og jafnvel ættarmótum. Fólk mætir alltaf samt á slík mót, það tekst á við Vanda, sé hann með múður, oftast mæta þá aðrir og segja að þetta sé ekki Vandi, heldur Styrkur.
Aðeins þröngsýnir sjá aðeins annan aðilann, alltaf.
Og þeir stjórna umræðunni á í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.8.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.