9.8.2010 | 19:06
Munurinn að þjóna og stjórna.
Ríkisstjórn sem þjónar, hún stingur svona lögfræðiáliti undir stól, og fær rakka sína til að afvegleiða umræðuna. Þar til mýrarljósin gleypa hana í eitthvert kviksyndið.
Og almenningur þjáist áfram.
Ríkisstjórn sem stjórnar, hún hefði sjálf látið vinna svona álit, strax eftir Hrun. Ný ríkistjórnar, sem stjórnar og tekst á við vanda þjóðarinnar, hún lætur strax gera svona álit.
Hafi það farist fyrir, eða mönnum hreinlega ekki hugkvæmst það, þá grípur stjórnandi ríkisstjórn svona álit fegins hendi, og notar það sem frumgagn í leiðréttingu lána heimilanna.
Hún jafnvel kallar slíka gjörð Skjaldborg um heimilin.
En því miður þá kaus þjóðin yfir sig þjóna hins versta í samfélagi okkar. Þjóna siðblindra fjármálamanna sem engu eyra í græðgi sinni og sjálftöku.
Jafnvel ekki sinni eigin þjóð.
Næst þegar þjóðin kýs þjóna, þá er eins gott að hún viti hverjum þeir þjóna.
Kveðja að austan.
Seðlabanki birtir lögfræðiálit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er engu við þetta að bæta :-)
Eva Sól (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.