9.8.2010 | 16:52
Hvað kostar þetta plat????
Eða réttara sagt, hvað mikið er dregið á skammtímalán AGS.
Lán sem vanhæfir stjórnmálamenn láta eins og þeir munu aldrei í þeirra lífi þurfa að borga aftur.
Það lendi á börnum þeirra og barnabörnum.
En að því gefnu að þeir ætli sér ekki verða skammlífir, þá liggur það í eðli orðsins skammtíma, að AGS lánin eru til skamms tíma.
Og því hámark öfugmælisins að kalla þau styrkingu á gjaldeyrisforða.
Ekki nema það sé einhver sem trúir því að að ef böðull lengir kaðalinn í snöru hans, að þar með sé hann að lengja líf hans, ........ umtalsvert.
Falsgengið er einn mesti ógnvaldur við sjálfstæði þjóðarinnar i dag.
Aðeins ríkisstjórnin er meiri ógn.
Kveðja að austan.
Evran komin niður í 155 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 376
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6107
- Frá upphafi: 1399275
Annað
- Innlit í dag: 318
- Innlit sl. viku: 5173
- Gestir í dag: 296
- IP-tölur í dag: 292
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rétt - að yfirdráttur er ekki eign, en þ.e. allt og sumt sem gjaldeyrisvaraforði okkar er orðinn að, þ.e. að yfirdráttareikningi í boði AGS og þeirra hinna er lána okkur.
Ég skil af hverju þetta var gert, en án þeirra lána væri Ísland löngu orðið greiðsluþrota.
Á hinn bóginn er greiðsluþrot langt í frá nærri því eins hræðilegur hlutur og af er látið, sbr.:
Hversu slæmt væri, ef Ísland færi í greiðsluþrot? Spurning sem vaknar aftur, þegar á ný er útlit fyrir hrun bankakerfisins!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 17:23
Blessaður Einar.
Hvernig færðu það út???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.8.2010 kl. 18:54
Við höfum verið með nettó halla á reikningi landsmanna við útlönd síðan hrunið átti sér stað - þannig að það smá ést af gjaldeyrisforðanum.
Síðan á ríkisstj. ekki fyrir afborgunum þessa árs, nema með því að taka peninga af forðanum.
Munum, að þegar við samþykktum prógrammið kom fyrsti hluti AGS lánsins þá þegar. Sá peningur var til að koma í veg fyrir nær tafarlaust greiðsluþrot.
Við höfum verið að lifa á því fé alla tíð síðan.
Gjaldeyrisforðinn var svo gersamlega horfinn eftir hrunið, að það var á mörkunum að til væri peningur fyrir matvælainnflutning og innflutningi lyfja i framreiknað mánuði fram í tímann strax í kjölfar hrunsins.
Þá varð að reikna með að sleppa öllum afborgunum lána.
--------------------------------------
Það hefði verið hægt að lísa yfir þroti þá, en það hefði krafist mjög harkalegra aðgerða þ.e. innflutningshöft ásamt stýringu á innflutningi sambærilegri þeirri er var við lýði á 6. áratugnum.
Á hinn bóginn, má samt sem áður vera að það hefði í heildina skilað skárri niðurstöðu, því þá hefði landinn byrjað að spara fyrir alvöru sem er ef til vill akkúrat þ.s. við þurfum á að halda.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 19:39
Blessaður Einar.
Ert þú með föllnu bankanna inní þessu dæmi????
Hvað eru þrotabúin að greiða í dag????
Vissulega varð þjóðin gjaldþrota um leið og bankarnir, en þeir voru skildir frá með ulli, og tilheyrandi tapi kröfuhafa.
Útflutningur hrundi ekki. Var ekki viðskiptajöfnuður hagstæður á síðasta ári????
Mig minnir að hið meinta greiðsluþrot fyrst eftir bankahrunið hafi stafað af frystingu erlendra banka á greiðslum til landsins, auk almennra tregðu útflutningsfyrirtækja til að koma með pening heim.
Ef við erum ennþá í greiðsluþroti, sem kemur mér mjög á óvart en viðurkenni að þekki ekki svo gjörla því ég hef ekki lesið töflur sem keyra saman þekktar greiðslur á erlendum lánum, að þá þýðir það aðeins eitt, gengið er stórlega falsað.
Kaupmáttur þjóðarbúsins með öðrum orðum of mikill.
Og þú tekur ekki skammtímalán til 5 ára til að fjármagna bílakaup og sólalandarferðir, það er ef þú hefur ekki efni á því í dag. Það sama gildir um þjóðarbúskapinn.
Dugi núverandi viðskiptajöfnuður ekki til þá þarf að lækka verðgildi krónunnar, sem og hitt að endursemja um skuldir.
En AGS lánin eru leið eiturlyfjasjúklingsins, sem bregst við hjartaáfalli síðasta skammts, með því að fá sér einn stærri um leið og hann sleppur af gjörgæslunni.
Það þýðir dauði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.8.2010 kl. 22:45
Var ekki viðskiptajöfnuður hagstæður á síðasta ári????
-------------------------------------
-------------------------------------
Einungis vöruskiptajöfnuður. Þvert á móti hefur viðskiptajöfnuður verið neikvæður heilt yfir frá hruni.
En þrátt fyrir ríflegan vöruskiptajöfnuð dugar það ekki til að standa undir núverandi vaxtakostnaði af erlendum skuldum.
----------------------
Ríkisstj. vonast til að sala eigna þrotabúa bankanna breyti þessu. En klárt er að sú sala hefst ekki á þessu ári, en eins og hefur komið fram í máli talsmanns skilanefnda í fréttum í vikunni, þá er ekki enn búið að klára listann yfir samþykktar kröfur sbr. orð hans um að enn sé ekki ljóst hverjir eiga bankana og því rétt að skilanefndirnar eigi bankana, þ.e. að fara yfir kröfur og ákveða hverjum ber að hafna og hverkar njóta samþykkis.
Það kom mér á óvart að ferlið væri ekki komið lengra, en síðan þurfa kröfuhafa að fá vissan lögbundin frest til að kæra ákvarðanir skilanefna um það hvaða kröfur fá þeirra náð. Reikna má fastlega með fj. kærumála.
Ekki má hefja sölu eigna fyrr en öllum kærumálum er lokið.
Þannig að þetta ferli getur að mínu viti dregist árum saman - og á meðan heldur tekjustaða þjóðfélagsins að vera nett í mínus.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 23:31
Kaupmáttur þjóðarbúsins með öðrum orðum of mikill.
---------------------------------------------
Alveg hárrétt.
Ríkisstj. blaðrar um að gengið sé of lágt, en þver á móti er einungis um 2. leiðir að ræða - að minnka innflutnng með höftum eða með því að lækka lífskjör stórfellt til viðbótar.
Annars stefnum við aftur að sama feygðarósnum sem fyrr, þ.e. greiðsluþroti, þegar lánsféð klárast eftir svona cirka 3 ár í það allra lengsta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 9.8.2010 kl. 23:38
Hérna er fréttin sem ég var að vísa til - taktu eftir orðum Árna Tómassonar, þ.s. kemur skýrt fram að enn er langt eftir af því ferli að ganga frá kröfum.
Ég skil ekki af hverju þessi frétt vakti svo litla athygli því þetta var í reynd stórfrétt.
Kv.
-------------------------------------------------------------------
Segjast ekki eiga hlut í Ísl.banka
Yfirlýsingin röng
Íslensk stjórnvöld tilkynntu í október í fyrra að samkomulag hefði náðst við kröfuhafa í þrotabú Glitnis þess efnis að þeir breyttu kröfum sínum í hlutafé og yrðu þannig eigendur bankans að stærstum hluta, eða 95 %. Í bréfi til Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra þann 3. ágúst segir DekaBank að sú yfirlýsing stjórnvalda sé röng. DekaBank hafi eldrei verið boðið hlutabréf í Íslandsbanka og sé þar af leiðandi ekki hluthafi í bankanum. Hins vegar eigi gamli bankinn, Glitnir, ennþá Íslandsbanka, í gegn um skilanefnd Glitnis.
Samráð við kröfuhafa lítið
Samráð skilanefndarinnar við DekaBank hafi nánast ekkert verið og sjónarmið bankans hafi verið virt að vettugi. Þessi sjónarmið hafi margsinnis verið kynnt fjármálaráðherra. Samningaviðræður um stofnun nýja bankans hafi að mestu farið fram á milli íslenskra stjórnvalda og skilanefndarinnar, það er að ríkið hafi þar rætt og samið við sjálft sig. Engin atkvæðagreiðsla hafi farið fram á meðal kröfuhafa um að þeir eignuðust hlut í bankanum og þeir hafi fá tækifæri fengið til að kanna mikilvæg gögn og mynda sér þannig skoðun á málinu. Athugasemdir að þessu lútandi hafi verið settar fram á kröfuhafafundi þegar í september.
DekaBank hótar málsókn gegn stjórnvöldum
DekaBank hótar nú málsókn gegn stjórnvöldum til að tryggja hagsmuni sína. Í frétt Bloomberg fréttaveitunnar af málinu er fullyrt að sú hótun tengist því, að kröfurnar rýrni að verðmætum eftir dóm Hæstaréttar 16. júní, þar sem gengistrygging lána var dæmt ólögmæt. Af efni bréfs DekaBank til fjármálaráðherra, sem Fréttastofa hefur undir höndum, og frétt Bloomberg verður ekki annað ráðið, en að dómur Hæstaréttar 16. júní hafi komið kröfuhöfum í opna skjöldu og þeir bregði nú hart við til að krefja ríkið um að greiða þær fjárhæðir, sem þeir hafi talið sig eiga, en lækka sem nemur niðurfærslu lána eftir að gengistryggingin var dæmd ólögmæt.
Kröfuhafar eigi 95 % í bankanum
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis segir það geta tekið mörg ár að fá úr því skorið hverjir eigi Íslandsbanka. Hann viðurkennir að kröfuhafar hafi ekki fengið að greiða atkvæði um það hvort kröfur í Glitni yrðu að eignarhlut í Íslandsbanka, þeir hafi þó átt fulltrúa í samninganefnd um málið. Árni segir að kröfuhafar Glitnis, eigi sem hópur 95 % hlut í Íslandsbanka. Hann viðurkennir að kröfuhafar hafi ekki verið með í því að ákveða hvort kröfur í Glitni yrðu að eignarhlut í Íslandsbanka. Þótt skoðanir kröfuhafa hafi verið skiptar hafi skilanefndin metið það sem ótvíræða hagsmuni að breyta kröfum í eignarhlut í Íslandsbanka. Árni segir að það taki tíma að taka afstöðu til krafna og finna út úr því hverjir kröfuhafarnir séu. Því næst verði farið í nauðasamninga. Kröfuhafar óttast að verðmæti Íslandsbanka rýrni vegna myntkörfulánadómsins. Árni segir niðurstöðu skilanefndar enn þá sömu, hlutabréf í bankanum sé betri en skuldabréf.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 00:09
Einar, ég held að bankadæmið sé eitthvað að skekkja þetta.
Ekki það að þetta séu skuldir sem þarf að borga, en fyrst um þrot var að ræða, þá er um samningsatriði að ræða hvað mikið fellur til á næstu árum.
En það sem ég sakna er greiðslustaða og greiðsluáætlun innlenda hluta hagkerfisins án ICEsave, og án AGS.
Og þá hvað mikið er eftir af útflutningstekjum þegar beinn kostnaður af öflun útflutningsteknanna er dreginn frá. Ekki þá bara aðföng, heldur líka vextir og afborganir af lánum.
Hvað er til dæmis sjávarútvegurinn að skila miklu nettó eftir að hann var skuldsettur svona í topp?????
Hvað er sannarlega eftir að áldæminu þegar tillit er tekið til skuldsetningar orkufyrirtækja????
Þá sjáum við hvað við höfum til ráðstöfunar í annað, bæði nauðsynlegan innflutning, og hve hratt við ráðum við aðrar afborganir.
Og á þeim grunni eigum við að endurfjármagna þjóðarbúið, og ef aðstoð fæst, þá á að þiggja hana. En ekki á forsendum AGS, skammtímalán til að halda uppi of háu gengi er lausn eiturlyfjasjúklingsins, og vísa þar í heilbrigða skynsemi og mat manna eins og Hudson og Stiglitz.
Og það er engin skömm að endurfjármagna sig út frá raunhæfum forsendum, það hafa tugir þjóða gert án þess að vera setnar út af sakramentinu. Því þegar allt er talið þá skiptir það lánardrottna að fá sem mest af pening sínum til baka, jafnvel þó það taki lengri tíma en reiknað var með, og jafnvel að gefa eftir hluta af vöxtum og/eða höfuðstóli.
En eins og þú bendir réttileg á, og hefur mér vitanlega gert strax frá Hruni, þá er það engin lausn að redda málinu með skammtímalántökum, og láta í millitíðinni eins og allt sé í lagi, og jafnvel eitthvað eftir í lúxus eða of hátt gengi krónunnar.
Það er komið að skuldadögum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 00:11
Blessaður Einar, takk fyrir þessa frétt, hún afhjúpar margt um blekkinguna sem er í gangi.
Vil aðeins ítreka að fyrst að þetta fór í þrot, þá geta kröfuhafar ekki skapað skammtímaþrýsting á greiðslustöðu þjóðarbúsins. En hann kemur, og þá er glapræði að hafa ICEsave og AGS á sömu tímalínu.
Og ef við erum ennþá að safna skuldum, þá er ljóst að tugir milljarðar vegna síamstvíburans gera ekkert annað en að auka vandann.
Þess vegna er það sameiginlega hagsmunir kröfuhafa og íslensku þjóðarinnar að þeir verði sendir úr landi ICESave og AGS. Þeim mun meira verður þá til að greiða af raunverulegum skuldum.
Sem sannarlega eru okkar.
Hvað varðar stóra gjaldeyrislánið, þá þarf enginn að segja mér að um það sé ekki hægt að semja, ef ekki þá þarf að endurgreiða það þegar það er til peningur.
Og aðeins sjálfsaflafé skapar þann pening.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 00:38
Seðlabankinn er ekki að nota gjaldeyrisvarasjóðinn og hefur ekkert farið inn á millibankamarkaðinn síðan um haustið 2009.
Það verður að fara varlega í allt tal um neikvæðan viðskiptajöfnuð vegna þess að að hluta eru í honum "áfallnir vextir vegna fjármálafyrirtækja sem nú eru í slitameðferð. Því er ekki um eiginlegt fjárflæði til og frá landinu að ræða."
Kalli (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 01:30
Blessaður Kalli.
Það fara tvennar sögur af því.
Hefur þú einhver gögn í hendi sem styðja mál þitt???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 01:34
T.d hér:
"Í lok júlí 2010 hafði Seðlabanki Íslands ekki beitt inngripum á gjaldeyrismarkaði síðan 6. nóvember 2009."
http://www.sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=36181415-9a56-4061-8a20-47ed54581a70&nextday=6&nextmonth=11
Kalli (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 01:45
Það hrynur allt aftur í haust sanniði til!
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 01:54
Takk Kalli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 01:58
Þetta á allt eftir að fara ofur hratt upp og sama kjaftæðið á eftir að endurtaka sig upp úr 2020...
Grétar Arndal Kr. (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 01:59
Sko - bankarnir tilheyra enn Íslandi þó þeir séu gjaldþrota. Reiknaðir vextir hækka þá skuld, síðan kemur í ljós við endanleg uppgjör þeirra hve mikið lendir á okkur.
Við sleppum ekkert við þær skuldir nema að eignir gangi upp í þær.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 03:15
Ok, þ.e. reyndar rangt þetta síðasta, en skuldirnar afskrifast þ.e. skuldir þrotabúanna við endanlegt uppgjör.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 03:22
Á hinn bóginn, þá þarf ríkið að taka af varasjóðnum háar afborganir á þessu og næsta ári.
Ríkið hefur ekki verið á millibankamarkaði um skeið þ.e. rétt.
Viðvarandi halli hækkar enn skuldir þess.
Skuldirnar sem það ber raunverilega ábyrgð á, eru verulegar pg þ.s. verraa er, á óhagstæðum kjörum.
Það síðasta er sennilega ástæða þess að ísl. ríkið er að borga langhæsta hlutfall vaxta sem hlutfall eigin tekna.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 03:26
Blessaður Sigurður.
Eða hökta áfram í einhverju Limbó. Hvaða líf er það til dæmis fyrir verktakaiðnaðinn, að það sem þó býðst að verkum, er allt unnið á undirboðum.
Á hverja fellur það tap á endanum???
Halda menn að það sá alltaf hægt að láta allan taprekstur og vitleysu lenda á erlendum kröfuhöfum bankanna???
Ég skil ekki hvernig menn tala um kreppulok þegar vantar bæði rekstrargrundvöll fyrir heimili og stóran hluta atvinnulífsins. Einhvern daginn þarf atvinnulífið að borga niður skuldir sínar. Þegar 1/3 atvinnulífsins er í mjög alvarlegum vanskilum, og 1/3 til viðbótar í vanskilum, þá hlýtur einhvers staðar að myndast sjóðsþurrð og gjaldþrot. Ef ekki hjá fyrirtækjunum, þá hjá bönkunum.
Hvað þá???
Hvað þá má spyrja um svo margt. Ég hef ekkert á móti bjartsýni, en ég vil rökstuddar forsendur fyrir henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 08:24
Já, Einar, ég var að benda á að núverandi staða bankanna leiðir ekki til greiðsluþrots.
Og það á að fá lánardrottna ríkissjóðs til að horfast í augun á vandanum og ræða við þá um endurfjármögnun. Ef AGS lánin væru til langs eða milli langs tíma, þá mætti tala um þau sem endurfjármögnun. En ekki í dag. Valdi núverandi afborgunarhrina greiðsluþroti, þá er staðan aðeins verri eftir 5 ár því þá hafa vextir AGS bæst ofan á.
Þar fyrir utan þá erum við að ræða um einhverja tugi milljarða sem standa eftir þegar litið er á vöruskiptajöfnuð. Hann er jú að skila miklum gjaldeyri inn, og hann væri meiri ef gengið væri rétt skráð, það er að viðskiptajöfnuði yrði leyft að ná jafnvægi.
Yrði sjálfbær.
Risalánið er aðeins til að halda upp fölsku gengi. Og til að breyta krónum í skuldsettan gjaldeyri.
Sem er glæpur gegn þjóðinni því gjaldeyri vex ekki á trjánum eða kemur sjálfkrafa með flugi frá Washington úr fjárhirslum AGS.
Vúdú leysir engan vanda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 08:30
Þ.e. eitt í þessu, þ.e. Icsave. En, eignasala úr þrotabúi Landsbanka var forsenda.
Ef sú dregst nú í fj. ára?
-----------------------
Síðan, ef niðurstaða þrotabúanna allra dregst um fj. ára, Þá eru nýju bankarnir sem áttu að hafa verið seldir í limbói, því svo lengi sem fram fer þá taka nýir eigendur ekki formlega Þá yfir - né leggja þeir þeim til peninga, o.s.frv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.8.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.