Og á Íslandi trúa vitgrannir að kreppan sé búinn.

 

Það er eins og menn séu ekki ennþá búnir að fatta að fjármálakerfi heimsins féll haustið 2008.

Aðeins gífurleg inngrip almannavalds og seðlabanka  halda því gangandi.

Líkt og setja plástur á sár eftir byssuskot.  Fyrst að blóðið sést ekki lengur, þá er sjúklingurinn læknaður.  En á meðan blæðir honum út vegna innvortisblæðinga.

 

Það sama er gerast í hinu alþjóðlegu fjármálakerfi.   Aðeins ímynd, tilbúningur, heldur því gangandi.  Meinsemdin sem kom því á hliðina, hún er ennþá til staðar, og grefur ennþá meir um sig.   Og þegar næsti skellur kemur, þá verða engir peningar til í almannasjóðum í efni í plásturinn, enda óljóst að sjúklingurinn verði þá á lífi.

Hvernig halda menn að hagvöxtur verði á næstu árum, á tímum niðurskurðar og gífurlegrar skuldsetningar almannasjóða???

Þegar eytt var um efni fram og hagvöxturinn keyrður áfram á eyðslu og lántökum, þá skrimti hann í 1-3% að meðaltali.  Hvernig verður hann þegar vestrænar þjóðir þurfa að lifa á því sem þær afla, að frádregnu því sem fer í að borga niður skuldir?????

Og sjálftaka auðmanna heldur áfram????

 

Auðræði hefur alltaf endað í gjaldþroti, allra þeirra samfélaga sem hafa lent í slíkum hremmingum að láta fámenna yfirstétt sölsa undir sig allan auð.

Hagsæld byggist alltaf á viðtækri velmegun fjöldans.  Og frjálsum viðskiptum.

Auðræði gengur gegn hvorutveggja, líkt og ríkiskapítalismi Stalíns.

Hagkvæmi stærðarinnar sem endar í einni einingu eru hin endalegu endalok frjálsra viðskipta og um leið upphaf af endalokum velmegunar og velsældar.

 

Fyrir nokkrum áratugum lofsungu menn þessa  hagkvæmni hjá Stalín, í dag lofsyngja talsmenn frjálshyggjunnar hana.  Þess vegna dýrka þeir og dá alþjóðleg stórfyrirtæki og stórkapítalista.

Og þeir munu uppskera sömu örlög og dýrkendur Stalíns, gjaldþrota þjóðfélög.

 

Þjóðfélög Vesturlanda eru í miðri auðræðiskreppu, auðmenn voru langt komnir með að stela auðlegð þeirra.  Hvort sem það voru fjármunir sem hurfu, og almannasjóðir sátu upp með skellinn, eða atvinna sem var flutt i þrælabúðir fátækra þjóða, þá er ljóst að áhrif Nýfrjálshyggjunnar hafa verið skelfileg fyrir framtíð Vesturlanda.

Allar undirstöður, nema menntunarstigið, eru fúnar og feysknar.

Aðeins bylting, grundvallarbylting mun koma þeim á sporið á ný.  Sporð sem liggur inn í sjálfbæra framtíð.

Þessa byltingu hef ég kallað Byltingu byltinganna, en sumir bara heilbrigða skynsemi. Heilbrigða skynsemi byggða á siðlegum grunni mennskunnar.

 

Og hvað kemur það upphafsorðum þessa pistils við????

Ekki neitt, hafði bara gaman að spinna mig áfram.

Hafi einhver nennt að lesa niður til loka þá vona ég að hugrenningartengsl mín hafi vakið einhverjar pælingar hjá lesandanum.  Að við megum ekki trúa þeim sem segja að allt sé í lagi, að efnahagurinn sé að braggast á ný.  Þetta eru sömu mennirnir sem byggðu upp það kerfi sem féll, og þeir sögðu allan tímann að allt væri í lagi.

En það er ekki allt í lagi.  Og við eigum að kveikja á aðvörunarbjöllum þegar okkur er sagt það.

 

Úti er þetta sagt til að forðast uppgjör við siðleysi fjármálamanna og sjálftöku þeirra.

Hér heima er þetta sagt til að sannfæra þjóðina um snilld AGS og fá samþykki hennar fyrir lokahnykk aðgerðarplans hans.

Sem er að festa þjóðina í skuldanet ICEsave og erlendra skammtímalána.

Þegar það gengur eftir, þá munum við ekkert hafa að segja um nýtingu auðlinda okkar og rekstur þjóðfélagsins.

 

Þess vegna er full ástæða til að halda vöku sinni.

Þó skrímslin sjáist ekki, þá eru þau undir rúminu.

Og þau bíða eftir sínu tækifæri.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Dollar ekki lægri gagvart jeni í 15 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Hressandi lesning. Takk fyrir.

Björn Birgisson, 8.8.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Mín var ánægjan Björn.

Fátt um að vera þegar svona tíðindalítið er af ICEsave vígstöðvunum.  Þess vegna er maður svona út og suður og ekki verra að það skemmti einhverjum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.8.2010 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Lárusson

Blessaður Ómar

Alveg sammála þér með að ástandið er ekki búið, þó reynt sé að halda því fram af stjórnvöldum. Ég hef reyndar bent á að það sé annar skellur framundan og muni hann líklega verða harðari en sá sem kom 2008. Hins vegar held ég að við hér á klakanum komum til með að finna minna fyrir honum þar sem við tókum þetta mest út 2008. Hins vegar mun Bandaríkin og Evrópa finna illa fyrir honum.

Þegar horft er á vísitölur úti í Bandaríkjunum, þá hefur ástandið verið frekar stöðugt síðustu vikur, en það er ekki þar með sagt að "sjúklingurinn" hafi það gott. Til lengri tíma, þ.e. komandi vikur og mánuðir, munu verða afdrifaríkir. Bandaríkjastjórn er til dæmis búin að dæla trilljónum í bankakerfið og getur ekki bætt á sig frekari skuldum til að koma aftur til "hjálpar".

Það er hins vegar undarlegt hversu mikið reynt er að "laga" ástandið með því að halda áfram vitleysunni. Hvernig er til dæmis hægt að laga skuldavanda með því að auka skuldir? Á meðan ekki er skilningur á orsökunum, þá mun lausnin aldrei nást.

Mæli svo til þess að þeir sem ekki eru búnir að horfa, kíki á þennan fyrirlestur minn um fáránleika fjármálakerfisins og hvað hægt er að gera til að ná fram breytingum.

Jón Lárusson, 9.8.2010 kl. 08:04

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Þeir sem spáðu fyrir um Hrunið, þeir spá öðru því þeir sjá ekkert annað en sömu forsendur.  Að það gamla sé að endurhlaða sig á ný.

Það er gott að vera bjartsýnn á gengi okkar Íslendinga, en ég tel að tvennt sé ekki vitað.  Í hvað skuldatölu þjóðin endar, og hver er keðjuverkunin að utan.

En sagan kennir að það þarf alvarlegan skell, eða mjög styrka forystu til að gamalgrónum kerfum sé breytt.  

Fólk er ekki ennþá farið að finna fyrir kreppunni, og forystan er öll í vasanum á eigendum núverandi kerfis.

Breytingar?????

Ekki í sjónmáli að mínum dómi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.8.2010 kl. 17:03

5 Smámynd: Jón Lárusson

Ég veit að ég á það til að vera frekar bjartsýnn, en þannig fær maður góðu hugmyndirnar

Þó ég telji að við munu finna minna fyrir næsta skell en aðrar vestrænar þjóðir, þá er ég ekki þar með að segja að við munum ekki finna neitt. Ég er sammála þér með það að skuldastaðan og keðjuverkunin að utan mun hafa áhrif, en ég tel samt að við séum þegar búin að taka út mesta skellin. Auðvitað er svo jókerinn, ríkistjórnin, óútreiknanlegur og það er aldrei að vita nema þeim takist að gera vont verra, nokkuð sem líklegast verður að óbreyttu.

Hvað framtíðina varðar, þá verðum við að ná fram breytingum. Hins vegar er það þannig að þær koma ekki af sjálfu sér, heldur verður að vinna til þeirra. Ef Íslendingar ætla bara að sitja heima og láta færa sér breytingarnar eins og einhverja heimsenda pizzu, þá getum við beðið þar til frýs í helvíti. Náist hins vegar að koma nýjum hugmyndum á framfæri þannig að fólk vilji breytingarnar og sé tilbúið að vinna að þeim, þá eigum við góða möguleika.

Það er því nauðsynlegt að við gerum öll okkar besta í að leita góðra leiða og kynna allar góðar hugmyndir fyrir sem flestum. Fólk sem ekki veit hvað það á að berjast fyrir, fer ekki út á göturnar.

Jón Lárusson, 10.8.2010 kl. 08:28

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega, nákvæmlega.

Og stjórnunarlegur breytingarnar, það er þær sem nást án katastrófu, þær verða þegar það tekst að koma saman aðgerðarsinnum og hugmyndafræðingum.

I dag sjáum við þörfina, við höfum óvininn (misskilgreindan eftir áherslum fólks, en tengist siðlausri græðgi á einhvern hátt), en Sýn fólks á vandann, og þar með lausnina er mismunandi.

Og út frá gerjun hugmynda þá koma lausnirnar.

En fjöldinn lítur ekki við svona umræðu á meðan kerfið höktir.  Eins og þú bentir á þá lesa fleiri blogg um síðasta mark Drogba en skynsamar leiðir út úr því kviksyndi sem fjármálakerfi heimsins er í.

Og á því er ein mjög stór skýring, fólk upplifir festuna ekki sem kviksyndi.

Þess vegna er ég svartsýnn á breytingar í núinu.  

Það vantar eitthvað inn í breytingarjöfnuna til að hún gangi upp.  En ég vona að það verði ekki skellur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.8.2010 kl. 09:48

7 Smámynd: Jón Lárusson

Það var ekki að ástæðulausu að Rómarkeisarar byggðu hringleikahús út um allar trissur. Á meðan lýðnum var skemmt, þá hugsaði hann ekki um bullið hjá ráðamönnum. Kannski þess vegna sem fótboltanum er gert svona hátt undir höfði, þetta er bara spurning um eðli smjörklípunnar. Rómverjarnir rumskuðu ekki fyrr en germanskir þjóðflokkar bönkuðu upp á borgarhliðin. Spurningin hjá okkur er bara, í hvaða formi verða okkar "germanir".

Ég verð að taka undir sýn þína á breytingar í núin og að það vanti í breytingarjöfnuna til að þetta fari af stað. Það er nú einu sinni þannig að einstaklingar búa í samfélögum vegna þess að þeir telja hag sínum betur borgið innan þeirra. Komi til þess að einstaklingarnir telji ekki lengur hag sínum borgið innan samfélagsins munu þeir annað hvort yfirgefa samfélagið og leita annars, eða þeir munu hefjast handa við að umbylta ríkjandi samfélagi. Ferlið er þegar hafi þar sem margir eru farnir að flytja á brott. Spurningin er bara hvenær verða þeir farnir sem velja þá leið og hvað munu þeir gera sem eftir verða. Á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina.

Með kveðju frá Suðurlandi

Jón Lárusson, 10.8.2010 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband