6.8.2010 | 07:53
Já, og það er tími til kominn að fólk sem kaus Samfylkinguna fatti.
að hún er ekki stjórnmálaflokkur, heldur leikklúbbur.
Leikklúbbur sem auðmenn kosta.
Núna hentar það hagsmunum auðmanna að koma landinu í ESB, og þess vegna nota þeir einkablaðamenn sína við að ljúga og afvegleiða líkt og gert var á meðan þjóðinni var talið í trú um að allt væri í himnalagi þó skuldir þjóðarinnar væru komnar í tólffalda þjóðarframleiðslu.
Og það eina sem auðmenn áttu var skuldir, sem þeir greiddu aldrei krónu af.
En almannatenglar og einkablaðamenn sáu um að skapa ævintýri í anda H.C. Anderssen.
Í þeirri sköpunarvinnu kom vel í ljós hæfni Samfylkingarinnar til leikrænnar pólitíkur. Hún lét kjósa sig sem andstæðing spillingar og auðmannaræðis, en reyndist síðan aðalleikandi lokakafla sögunnar um þjóðina sem hélt að hún væri í skjólgóðum fötum, en reyndist aðeins klæðast gegnsæjum skuldadruslum.
Hrunið 2008 var svo í hlutverki litlu stelpunnar.
Leiksigur Samfó var slíkur að auðmenn gerðu hana strax að meginleikarahóp hins nýja leikrits sem heitir "Endurheimtum völd okkar og áhrif" og enn gleypti þjóðin á agnið, fór að horfa á farsa í stað þess að endurreisa þjóðfélag byggt á heiðarleika og heilbrigðu atvinnulífi.
Síðan koma fýlupúkar eins og Þórólfur stóri bróðir og tala um lélegt leikrit???
Var það vegna þess að hann fékk ekki hlutverk????
Farsinn hefur jú verið augljós frá upphafi.
Kveðja að austan.
Allt hið sérkennilegasta mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.