Dæmisaga af einfeldning.

 

Og nei, hún er ekki um Árna Pál.  Hann segir sínar sögur sjálfur.

Og ekki er hún af vitgrönnum blaðamanni Ruv, þó frétt þeirra um ICEsave málið í tíufréttunum í gær sé kveikja þessarar dæmisögu.

 

Dæmisagan er um einfeldning sem taldi sig vera búinn  að finna stórgóða leið til  að verða  ríkur.  

Hann ákvað að slá risalán í  bankanum sínum, og þar sem hann var eignalaus og ekki hátekjumaður, þá ákvað hann að narra frænda sinn, eignamann til  að skrifa upp á lánið.

"Þú getur ekki borgað þetta lán" sagði frændi hans, þér dugar ekki ævin til þess.  

"Þó þú skrifar upp á, þá ert þú ekki í ábyrgð fyrir láninu" svaraði einfeldningurinn að bragði.

"Nú, þarf ég ekki að borga ef þú stendur ekki í skilum????".

 

"Jú vissulega", sagði einfeldningurinn, "en þegar þú ert búinn að borga lánið, þá ert þú ekki í ábyrgð".

Og hann var svo einfaldur að hann hélt að frændi sinn gleypti agnið og skrifaði upp á.

 

Yfirklór fulltrúa framkvæmdastjórnar ESB í kvöldfréttunum var af sama meiði mannlegra hugsunar.  Í svari sínu til ABC fréttaveitunnar sagði framkvæmdarstjórnin að ekki væri um ríkisábyrgð á tryggingasjóði innlána enda kæmi slíkt skýrt fram í tilskipun ESB um innlánstryggingar.  

Fall banka myndi ekki lenda á skattgreiðendum, heldur tryggingasjóði sem bankar sjálfir fjármögnuðu. 

 

Það sem framkvæmdastjórnin gerði sér ekki grein fyrir, var  að fréttir berast hratt á milli landa, og Íslendingar eru læsir á norska tungu.  Þær þjóðir sem ætla að fjárkúga  íslensku þjóðina í ICEsave deilunni urðu brjálaðar, enda hafði svikasamningur ríkisstjórnar Íslands verið felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, og fjárkúgunin ekki gengið eftir.

Og þá varð að klóra yfir mistökin, en rökin náðu ekki vitsmunastigi einfeldninga.

 

"ef allir fá greitt kröfur sína úr innstæðutryggingasjóðnum, þá er ekki um ríkisábyrgð að ræða."

Með öðrum orðum að þegar íslenskir skattgreiðendur eru búnir að greiða það sem upp á vantar, þá fellur ríkisábyrgðin niður.

Og inní þetta vitsmunabandalag vill Samfylkingin ólm troða þjóð sinni.

Er engin takmörk fyrir þeirri heimsku sem hægt er að bjóða henni uppá???

 

Nei, segir Árni Páll og reynir að réttlæta gjörðir sínar í umboðsmannsmálinu.

Hver trúir honum???????

Kveðja að austan.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 423
  • Sl. sólarhring: 745
  • Sl. viku: 6154
  • Frá upphafi: 1399322

Annað

  • Innlit í dag: 356
  • Innlit sl. viku: 5211
  • Gestir í dag: 329
  • IP-tölur í dag: 325

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband