Jafnvel að það gufi upp, hvert sem sú gufar endar að lokum.
Kannski gefst almenningur upp, kannski nennir Magma ekki lengur að fóðra rakka til að beygja almenningsálitið á bak aftur.
En nefndin mun engu skila öðru en japli og jammi, tafsi og tuði.
Vegna þess að þjóðin kaus enga nefnd til að stjórna landinu. Þjóðin kaus menn til setu á Alþingi, til að setja lög, til að mynda meirihluta sem stjórnar framkvæmdarvaldinu.
Sá meirihluti heitir ríkisstjórn, og hann mótar stjórnarstefnuna og leggur línuna um hvert þjóðfélagið stefnir á næstu árum.
Og í Magma málinu eru aðeins tveir valkostir, það er fyrir þá sem hafa kjark til að stjórna.
Annað hvort vilja menn girða fyrir að auðlindir landsins komist í eigu erlendra aðila, eða ekki.
Í þessu dæmi er enginn þriðji valkostur.
Og engin nefnd, sama hve hún er hæf, getur tekið þennan kaleik frá stjórnmálamönnunum.
Hik og tafs leysa engan vanda, nema þá hugsanlega ICEsave því núna man enginn í Bretlandi og Hollandi af hverju fyrri ríkisstjórnir voru að fjárkúga smáþjóð langt út í Ballarhafi.
En kraftaverkin gerast varla einu sinni, hvað þá oft.
Íslenska þjóðin þarf fólk með hug og þor til að móta nýtt þjóðfélag.
Það eina sem núverandi Alþingi gerir er að endurbyggja hið gamla þjóðfélag sjálftöku og spillingar. Það eina nýja er að sumir núverandi leikendur tala erlenda tungu.
En auðrán er auðrán, það er gjörð manna sem skiptir máli, ekki mæli þeirra við hið meinta auðrán.
Gleymum því ekki.
Kveðja að austan.
Nefndin skipuð í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 371
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6102
- Frá upphafi: 1399270
Annað
- Innlit í dag: 314
- Innlit sl. viku: 5169
- Gestir í dag: 292
- IP-tölur í dag: 289
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Vegna þess að þjóðin kaus enga nefnd til að stjórna landinu."
Líklega er bara mikið til í þessu!
Magnaður pistill.
Árni Gunnarsson, 3.8.2010 kl. 22:13
Blessaður Árni.
Það er engin ástæða að taka þátt í fagnaðarlátum VG liða.
Lausn þeirra var ólausn.
Það var ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.8.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.