Hvað er að Bjarna????

 

Það er bannað að aka yfir á rauðu ljósi.

Það stendur kristalskýrt í lögunum.

Samt er leiðsögn hans sem formaður stærsta flokks þjóðarinnar, flokks sem kennir sig við sjálfstæði, ekki meiri en það að hann þarf að fá lestur að utan.

 

Í frétt ABC, norsku fréttaveitunnar segir fulltrúi framkvæmdarstjórnar ESB að það sé bannað að keyra yfir á rauðu ljósi.  Hann las lögin.

Þá er hið augljósa orðið frétt á Íslandi.

Og formaður Sjálfstæðisflokksins  talar um styrka stöðu.

 

Höfum staðreyndir málsins  á hreinu.

 

Algjör aumingjaskapur íslensku stjórnmálastéttarinnar  er  skýring þess að ICEsave er  ennþá deila, að ICEsave er ennþá svipa fjárkúgunar og lögleysu sem hangir yfir íslenska þjóð.

Fólk með snefil að styrk, og viti, hefði fyrir löngu vísað deilunni til úrskurðar ESA, og síðan dóms,  EFTA og ESB dómstólsins.

Sá dómur hefði aðeins getað orðið einn.  Það er bannað að keyra yfir á rauðu ljósi, og það er bannað að fjárkúga minni þjóðir með rangri tilvísan í regluverk ESB.

Dómstólar dæma eftir lögum og reglum.

 

Spurningin er því, hvað er að honum Bjarna.

Af hverju stendur hann ekki undir nafni?????????

Kveðja að austan.


mbl.is Staða Íslands í Icesave-deilu hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bjarni er eitthvað byrjaður að hrörna. Nú ætti hann að lesa ræðuna sem hann flutti á Alþingi þegar ríkisábyrgðin fyrir innstæðunum í Icesave var samþykkt.

Þessi ræða hans Bjarna er í heilu lagi á blogginu hans Auðuns Gíslasonar sem bloggar undir nafninu Skarfur.

Árni Gunnarsson, 31.7.2010 kl. 22:20

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú bullar og bullar kæri vin, veist greinilega ekkert um pólíkik!!!

Guðmundur Júlíusson, 31.7.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar.

Gaman að heyra í þér Árni, svona í miðri blíðu og sól.

Og megi sólin fylgja þér um helgina, og megi allir góðir íhaldsmenn lesa ræðu Bjarna, svona til að átta sig á sem hengi hlutanna.

Og Guðmundur minn, heilla karlinn, hvað segir maður eftir nokkra Sterka??????

Bö, bö,

aðallega vegna þess að mér finnst það fyndið.

Fyrirgefðu húmorinn.

Kveðja úr heiðskýru lofti.

Ómar Geirsson, 31.7.2010 kl. 23:46

4 identicon

Jæja?, hvað eru menn að meina með bö bö "Og Guðmundur minn, heilla karlinn, hvað segir maður eftir nokkra Sterka??????"

Bö, bö,

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 00:07

5 identicon

Það er eins og að EES og fjórfrelsið hafi algerlega gleymst hér síðustu ár eða þá að það hafi aldrei síast inn í "kerfið" hér á Íslandi.

Þessi mismunun eftir búsetu sem átti sér stað í október 2008 verður auðvitað ekki liðin af Bretum og Hollendingum.  Sérstaklega ekki eftir samskipti þeirra við ráðamenn hér á Íslandi í aðdraganda hrunsins.

Þess vegna neyðumst við til að greiða þetta Icesave klúður.  Ég er mjög ósáttur við það, en ekki er ég sáttur við alla þá reikninga sem ég fæ í gegnum lúguna.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 03:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Guðmundur minn, þegar stórt er spurt, þá er oft lítið um svör.  Sjálfsagt ert þú vanur að fá miklu gáfulegri svör við innslögum þínum, enda málefnaleg og flott.

En við hverju býstu á laugardagskveldi um Verslunarmannahelgi????

Sjómanni????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2010 kl. 07:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Stefán, myndir þú borga innheimtuseðil frá pólsku mafíunni????; svona bara vegna þess að þér var sendur hann????

En annars ætla ég að vísa í gott innslag Lofts Altice á síðu hans, segir allt sem segja þarf um hina meintu mismunun.

"... að innistæðueigendum hjá Landsbankanum sannanlega ekki mismunað eftir þjóðerni. Að auki er hægt að verja það sem gert var með fjölmörgum rökum. Til dæmis eftirfarandi:

 

Neyðarlögin (125/2008) voru sett til að bjarga fjálmálakerfinu og það var gert í samráði við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og til hliðstæðra aðgerða hefur verið gripið í öðrum löndum. Á grundvelli laganna voru stofnaðir nýir bankar sem tóku við skuldum og eignum frá gömlu bönkunum. Mikið af eignum og skuldum þeirra voru gagnvart innlendum einstaklingum og félögum. Annað hvort varð að taka inn í nýju bankana allar innlendar skuldir og eignir, eða ekkert.

 

Lögsaga Íslendska ríkisins nær einungis til fyrirtækja á Íslandi, en ekki til Bretlands og Hollands. Þar að auki lögðu stjórnvöld í þessum ríkjum hald á eignir bankanna í þessum löndum og raunar einnig aðrar eignir. Með framferði sínu gerðu stjórnvöld nýlenduveldanna Íslendskum stjórnvöldum ókleyft að beita sömu aðferðum þar. Raunar hefðu Bretar og Hollendingar sjálfir getað stofnað nýja banka og fært þangað eignir og skuldir, en þau fóru aðrar leiðir. Sömu leið og farin var hérlendis, var beitt í Bretlandi þar sem Northern Rock var skipt.

 

Sem dæmi um aðgerð nýlenduveldanna, má nefna að þau tvöfölduðu innistæðu-trygginguna daginn fyrir yfirtöku eigna Landsbankans. Þetta var gert til að auka byrðar trygginga-sjóðanna og það með bankakerfisins og lækka samsvarandi það sem kom í hlut ríkissjóðanna. Ríkissjóðirnir greiddu síðan það sem var umfram 50.000 Pund og 100.000 Evrur. Þessar ákvarðanir voru teknar einhliða af ríkisstjórnum í Bretlandi og Hollandi, sem leiðir til ábyrgðar þessara aðila.

 

Ef horft er til aðgerða stjórnvalda í mörgum löndum, þá bera þau alltaf ábyrgð á hagsmunum eigin þegna. Í þessu felst sjálfstæði ríkja og ekkert ríki getur skipað öðru sjálfstæðu ríki fyrir verkum. Evrópuríkið getur auðvitað dæmt Íslendinga eins og þeim lystir, en það getur ekki framfylgt slíkum dómum. ESB getur slitið samstarfi við okkur á Evrópska efnahagssvæðinu og það væri bara æskilegt, því að við verðum að losna úr þessari hættulegu gildru. Inngangan í EES var hræðileg mistök, sem flestir eru búnir að viðurkenna. Ef ESB hjálpar okkur þaðan út væri það vinarbragð  - það eina sem frá ESB hefur komið."

 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2010 kl. 07:37

8 identicon

Ómar:  Ef ég vissi að þú værir aðdáandi Lofts, þá hefði ég sleppt því að skrifa athugasemd hjá þér. 

Þegar allt er farið til andskotans, þá reyna menn að finna afsakanir til að réttlæta gjörðir sínar.  Það að neita að borga þessar skuldir finnst mér það aumingjalegasta sem íslenska þjóðin getur gert.  Það er enginn heiður í því að stela peningum frá Bretum og Hollendingum og neita svo að greiða þeim þá til baka.

Afsökunin er að þjóðin sé svo blönk.  Ekki var hún blönk þegar það var verið að eyða þessum peningum!!!

Aumingjalegasta af því aumingjalegasta!!!!!!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 07:52

9 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Stefán þú þarft að kynna þér þetta betur það er á hreinu... eina ástæðan sem ég get séð að gæti komið upp er sú að Fjármálaráðherra Íslendinga er búinn að haga sér eins og fífl og þessi undirskrift hans í skjóli nætur á þessum Icesave reikning gæti verið búinn að koma honum út í horn með þetta og þess vegna er engin gleði yfir þessu á Ríkisstjórnarbænum... Svei og skömm segi ég einu sinni enn. Vanhæf Ríkisstjórn sem á að taka pokann sinn tafarlaust segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.8.2010 kl. 08:22

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Svona er lifið Stefán minn.

En ekki vissi ég að þú værir þjófur.,

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2010 kl. 08:44

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ingibjörg.

Það er langt síðan að rökkista ríkisstjórnarinnar tæmdist.

Núna er bara sagt "af því bara".

Eða þá í örvæntingu reynt að nota rök eins og Stefán gerir, að ég og þú höfum stolið þessum peningum. 

Ég sem hélt að ég svæfi um nætur, en ég var þá allan tímann í fullri vinnu við að keyra peningum heim í hjólbörum.

En trúlegt?????????'

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.8.2010 kl. 08:49

12 identicon

Hvenær stal Stefán Júlíusson sparipeningum Hollendinga og Breta og hví ætti íslenskur almenningur að bæta fyrir þann þjófnað? Ég veit ekki betur en IceSave fjármunirnir hafi verið vélaðir út úr hollenskum og breskum sparifáreigendum af leppum Björgólfsfeðga í Landsbankanum. Íslenska fjármálakerfið var að hrynja þegar menn þar á bæ ákváðu að plotta með fjármuni þessara sparifjáreigenda. Í því plotti fór fremstur í flokki Sigurjón Árnason bankastjóri Landsbankans.

Opinberlega hefur ekkert verið gefið upp hvert IceSave fjármunir fóru en talið líklegast að þeir hafi verið notaðir til einkanota þeirra feðga og sérstakra vildarvina í viðskiptalífinu. Það er því algerlaga fráleitt að kenna íslenskum almenningi um IceSave. Það ber svo að minna á að þegar plottið með IceSave fór af stað var Landsbankinn einkabanki Björgólfsfeðga en ekki á ábyrgð ríkisins. Það því með ólíkindum að til skuli fólk hér á landi sem telur að íslenskur almenningur eigi að taka þá fjárhagslegu áþján á sig sem þetta glæpahyski er sjálft að sleppa undan að bera ábyrgð á.

Daníel (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband