ESB ályktun Sjálfstæðisflokksins þrengir stöðu Samfylkingarinnar.

 

Einangrar hana út í horni.

Þeir flokksmenn sem halda öðru fram, eða þykir það leiðinlegt, eru greinilega ekki í réttum flokki.

Og það er alltí lagi að segja þeim það.

Kveðja að austan.


mbl.is Þrengir ekki stöðu Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Innlimun Íslands í Evrópusambandið hefur verið til umræðu í 20 ár. Allan þann tíma hafa Sossarnir verið nær þeir einu sem hafa haft á þessu áhuga. Allan þennan tíma hafa flestir Sjálfstæðismenn verið andstæðir innlimun og hefur það komið fram á hverjum landsfundi flokksins af öðrum.

 

Að sjálfsögðu hafa Sossarnir verið einangraðir með sína skoðun, en vegna óheppilegra hlutfalla á Alþingi hefur þeim tekist að þvinga fram aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1994 og síðan umsókn um innlimun 2009. Samfylkingin vill innlimun hvað sem það kostar, enginn velkist í vafa um það og staðreyndirnar tala sínu máli.

 

Hvað segir neyðarhróp Jóhönnu Sigurðardóttur um stöðuna í þessu gæluverkefni Sossanna ? Hún segir að ef ekki verður gengið frá innlimun í þessari lotu, þá verði aldreigi af þessum draumi. Hún segir að öllu skuli kostað til að ná markmiði, sem allur þorri almennings vill ekki sjá. Hér eru skoðanakannanir sem staðfesta andstöðu almennings:

 

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/1067209/

 

Allir réttsýnir menn verða að berjast gegn landráðum Samfylkingarinnar og einangra hana frá öllum áhrifum til langframa. Hverjir aðrir en VG eru tilbúnir að fórna hagsmunum þjóðarinnar til að geta setið í ráðherrastólum eitthvað lengur ? Hverjir lúta hinum alþjóðlega kommúnisma hér á landi, nema Samfylkingin og VG ?

 

Samfylkinguna verður að einangra, en gefa VG líf ef þeir verða fljótir að draga sig úr Icesave-stjórninni.

 

Kveðja austur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.6.2010 kl. 11:53

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Tíðindi helgarinnar eru einangrun Samfylkingarinnar.

Vissulega var flokkur þinn grunaður um græsku, en varla er fótur lengur fyrir þeirri græsku.

Ekki einu sinni i flugulíki.

En VG sprengir stjórnina þegar Bjarni stígur fram sem leiðtogi.

Þar er hnífurinn í kúnni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.6.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband