28.6.2010 | 09:57
Enn eitt Samfylkingarskrumið.
Ennþá 2008 stíll á Samfylkingunni.
Þá var treyst á mátt spunakellinga til að stjórna umræðunni. Og ná völdum og ítökum langt um fram styrk.
Núna eiga þessar sömu kellingar að vefa björgunarreipið sem á að duga til að ná flokknum upp úr kviksyndi sinnar eigin stefnu.
Ekki með því að breyta stefnunni, heldur með því að blekkja kjósendur enn einu sinni.
Umræðan um auðlindir og almannaeign á þeim, hjá flokki sem nýbúinn var að greiða götu íslenskra auðmanna til að eignast Suðurnesjaorku, var dæmi um slíkan vefnað.
Treyst á að illt tal um sægreifa myndi fá fólk til að gleyma raunveruleikanum.
Núna á að aðskilja meira valdið.
En væri ekki nær í stað þess að skerpa sýndarmennsku skilin milli þings og auðmýktar þess gagnvart framkvæmdarvaldinu, að skerpa skilin milli valdhafa og dómara?
Til dæmis með því að hætta hræðsluáróðrinum gagnvart Hæstarétti. Að hætta að reyna að stjórna dómum hans með Ragnarrakaspám???
Og í stað þess að vefa blekkingar, geta hugmyndasmiðir flokksins ekki komið með raunhæfar tillögur til hjálpar öllum þeim sem hamfarir Hrunsins hafa skilið eftir út á köldum klaka.
Flokkurinn hefur jú einstaka stöðu til að gera gagn, það er hann sem stjórnar.
En á meðan flokkurinn gerir út á lýðskrum og blekkingar, þá er það fyrir neðan virðingu fréttamanna að taka þátt í leiknum.
Orð Kristjáns Möller segja allt sem segja þarf um þessa vitleysu.
Máttur spunavefara byggist á aðgangi að fjölmiðlum.
Ekki gera þeim það til geðs að birta vitleysuna þeirra.
Bara við það eitt yrði framtíð Íslands bjartari.
Kveðja að austan.
Ráðherrar hætti þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 435
- Sl. sólarhring: 732
- Sl. viku: 6166
- Frá upphafi: 1399334
Annað
- Innlit í dag: 367
- Innlit sl. viku: 5222
- Gestir í dag: 338
- IP-tölur í dag: 333
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.