28.6.2010 | 09:45
Eykur það líkurnar á aðild að leggja inn gerviumsókn????
Evrópudeild Mbl.is vitnar í þau fleygu orð Jóhönnu Sigurðardóttir að ef umsókn um aðild að ESB sé dregin til baka, þá sé óvíst hvort eða hvenær næsta tækifæri til aðildar komi.
Vá, hvílíkur rökstuðningur.
Þessi mikla hótun á sem sagt að vera forsenda þess að Sjálfstæðismenn kyngi hvaða ógeðsdrykk sem er frá ESB.
Bann á að grilla ódýra hrefnu og niðurlagning hins íslenska velferðarkerfis því íslenskir skattgreiðendur eiga að blæða fyrir mistök sambandsins gagnvart innlánseigendum því tryggingakerfið sem sambandið þvingaði aðildarríki sín til að taka upp, það gerði ekki ráð fyrir bankahruni.
En jafnvel þó Sjálfstæðisflokkurinn og aðrir flokkar ákveði að fremja Hari Kari og styðja kúgun og yfirgang, þá gera kjósendur það ekki.
Framkoma ESB í ICEsave deilunni hefur lokað öllum dyrum og ekki nokkur vilji hjá hinum venjulega Íslendingi að knýja þar á með betlistaf í hendi, þó rök betlarans séu einu haldbæru rök ESB sinna sem eftir eru.
Ekki ganga menn í ESB til að tryggja stöðugleika, nema þá stöðugleika kreppunnar.
Sjá menn því ekki skynsemi þess að draga þessa gerviumsókn til baka?
Til hennar var stofnað með ófrið, hún er ekki afleiðing lýðræðislegrar umræðu meðal landsmanna.
Réttlæting hennar var að uppistöðu ranghugmyndir um styrk evrunnar og stöðugleika ESB gagnvart heimskreppunni.
Forsenda hennar var uppgjöf og svik í ICEsave deilunni.
Vandfundinn mun sá bastarður sem eins illa arfleið hlaut í vöggugjöf.
Og bastarður mun aldrei koma þjóðinni í ESB.
En bastarður er mjög líklegur til að loka dyrum ESB í framtíðinni þegar alvöru umsókn verður send, og send af alvöru fólki.
Það er ef þjóðin kýs svo.
Vegna þess að enginn vill láta fífla sig, ekki heldur þeir sem búa í Brussel.
Núverandi umsókn fíflar alla þá sem lenda í að þurfa að eyða tíma og fyrirhöfn í að tala við vanhæfa íslenska stjórnmálamenn. Og diplómatan krefst þess að þeim sé sýnt lágmarkskurteisi, ekki að þeim sé sagt hreint út að það sé fyrir neðan virðingu stjórnkerfis ESB að eyða tíma í eitthvað sem er fyrirfram algjörlega vonlaust.
Og svo illa staðið að verki að jafnvel þó Össur yrði afhentir lyklarnir að Brussel og honum gefið sjálfdæmi, þá myndi enginn trúa honum heima á Íslandi. Og samningurinn kolfelldur.
Núverandi umsókn er feigðarumsókn.
Aðeins andstæðingar ESB aðildar gleðjast því þeir vita að Samfylkingin er í miðju graftarferli, að grafa sína eigin gröf, og mun hvíla þar á 5 feta dýpi með ESB umsóknina sem líkklæði.
Og að það skuli finnast fólk í Sjálfstæðisflokknum sem vill hvíla með Samfylkingunni, það er ótrúlegt. Ótrúlegt að pólitískt vit þeirra sé ekki mælanlegt á nokkurn mælikvarða skynseminnar.
Þú veðjar aldrei á dauðvona klár í kapphlaupi. Hafir þú ekki annan, þá elur þú hann upp.
Aðeins lífvænlegir hestar vinna kappreiðar.
Þetta er ekki flókið.
En ég skil núna betur af hverju Ísland hrundi.
Kveðja að austan.
Víglínur skýrast gagnvart ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 545
- Sl. sólarhring: 645
- Sl. viku: 6276
- Frá upphafi: 1399444
Annað
- Innlit í dag: 464
- Innlit sl. viku: 5319
- Gestir í dag: 426
- IP-tölur í dag: 419
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.