Grasrótarsamtök almennings bregðast við aðgerðarleysi stjórnvalda.

 

Norræna velferðastjórnin, þessi sem er í boði íslenskra félagshyggjumanna, brást algjörlega hlutverki sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar.

Það var eins og stjórnvöld hefðu annaðhvort ekki fattað að þau ættu að bregðast við, eða þau hefðu aldrei reiknað með þessum dómi.

Ekki reiknað með að dómsvald á Íslandi væri sjálfstætt.

Það myndi líka lúta ægivaldi AGS.

Enda voru fyrstu viðbrögð vinstrimanna að tala niður Hæstarétt, reyna að vega að dómsvaldi hans með ýmsum Ragnarrakaspám.

Þó er eina þekkta spá um Ragnarrök bein lýsing á því atferli þeirra að svíkja þjóð sína í hendur alþjóðlegra ræningja.

Þessi vinnubrögð tókust ekki gagnvart forseta Íslands, og þau munu ekki takast gagnvart dómsvaldinu.

AGS stjórnar ekki Íslandi þó flokksráðsfundur VinstriGrænna hafi lýst því yfir að þeir yrðu að svíkja öll sín stefnumál vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn bauð AGS í heimsókn.

 

Þegar ljósið kviknaði í hugarfylgsnum stjórnarliða, um að þeir gætu ekki hrætt Hæstarétt, þá tók við ginningargap andlegs svarthols þeirra.

Ekkert.  Ekkert hefur heyrst frá stjórnvöldum.

Almenningur er engu nær. 

Hvað áhrif hefur dómurinn??  Mun hann standa??  Hvað verður gert í málefnum þeirra sem tóku verðtryggð lán???

Er ríkisstjórn í landinu??

 

Allt þetta og fleira til mun verða rætt á fundum Opnu Borgarana.

Vegna þess að málin þurfa að ræðast.

Ekkert er ekki valkostur.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Funda um dómana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála!

Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 459
  • Sl. sólarhring: 723
  • Sl. viku: 6190
  • Frá upphafi: 1399358

Annað

  • Innlit í dag: 388
  • Innlit sl. viku: 5243
  • Gestir í dag: 357
  • IP-tölur í dag: 352

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband