27.6.2010 | 09:41
Er það sundrung að hafa stefnu????
Er það lýðræði að ef ekki allir eru sammála, að þá megi ekki taka af skarið í neinu stórmáli.
Skilja Evrópusinnar ekki að ESB sjálft hefur slátrað ESB umsókn Íslands.
Með því að sína grímulausa kúgun og yfirgang í ICEsave deilunni.
Með því að virða ekki lög og reglur réttarríkisins.
Það eru ríki í dag í ESB sem þekkja svona vinnubrögð. Finnar, Letta, Eistar og Litháar kynntust réttarvitund Stalíns á sínum tíma. Hún byggðist á hnefarétti hins sterka. Það er ótrúlegt að þessar þjóðir skuli þegja þunnu hljóði þegar þær verða vitni af sama hráskinnsleiknum um 70 árum seinna.
Segir aðeins eitt, að innan ESB ríkir ógnarástand þar sem minni þjóðir þora ekki annað en að halda kjafti á meðan þær stóru fara sínu fram. Af sama meiði er innrásarlið ESB í Afganistan, grímulaus kúgun og yfirgangur.
En út á við getur þetta fólk varla mælt án þess að klökkna af lýðræðisást.
En á bak við falsið eru vélbyssur nýlendutímans, grímulaust arðrán og yfirgangur hins sterka.
Og Sjálfstæðisflokkurinn á heiður skilið að hafa þor og kjark að ganga gegn hagsmunaklíku stórauðvalds sem vill í ESB til að fá halda áfram að haga sér eins og óábyrgir krakkar á fjárfestingarfyllerí svo engin komist að því hvað þetta fólk er vanhæft í rekstri og viðskiptum
Hrópar bara meiri aðgangur að lánsfé í trausti þess að þjóðin, ekki þeir sjálfir borgi sínar skuldir.
Þetta lið varð undir, kannski í fyrsta sinn í sögu flokksins þar sem örfáir gróðapungar fengu ekki allt sitt fram með frekjunni.
Sjálfstæðisflokkurinn reyndist vera fjöldaflokkur, ekki klíkuflokkur.
Það er vel.
Kveðja að austan.
Óþarfi að sundra flokksmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 13
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 2653
- Frá upphafi: 1412711
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2316
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef kosið vinstrimenn allt mitt líf en eftir að Vinstri Grænir sviku allt sem þeir lugu að okkur þeir tryðu á hef ég ákveðið að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, nema nýr betri lýðræðisflokkur bjóði sig fram. Ég myndi jafnvel geta tekið upp á því að kjósa Besta Flokkinn ef þeir byðu fram á landsvísu og myndu taka afstöðu með vilja þjóðarinnar á móti þessu erlenda skrifræðisbákni. Ég trúi nefnilega á lýðræði, og lýðræði er mér mjög dýrmætt. Eins og mál standa er það Sjálfstæðisflokkurinn sem sýnir því mesta virðingu. Mér er þó mjög leitt að þurfa að kjósa þá og vona að betri öfl sem standa nær mínum hugsjónum komi upp á yfirborðið og nýr flokkur verði til. Maður verður víst að kjósa eitthvað. Það er að visst högg fyrir egóið fyrir gamlan vinstrimann að þurfa að kjósa hægri, en ég neyðist til að gera það ef ekkert betra kemur fram, ef ég á ekki að svíkja lýðræðið, sem ég mun aldrei gera.
J B (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 10:50
Blessaður J B.
Þetta eru skrýtnir tímar.
En vonandi rætist úr og við fáum eitthvað mannsæmandi út úr ringulreiðinni.
Til dæmis flokka sem við getum kosið stolt.
Og kosið um mismunandi viðhorf, en samt öll þau marki brennd að gera lífvænlegt hér á landi.
Fyrsta mál, bless AGS.
Og síðan eitthvað sem passar við okkar lífsskoðanir.
Vinstrimenn finni sig og hægri menn finni sig.
Í dag er mikill misbrestur á því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.6.2010 kl. 11:04
Það er undarlegt með ESB sinna að geta ekki sætt sig við ákvörðun meirihlutans. 5-10% eiga ekki að ráða för - það gera 90-95%.
Ein pæling - setjum svo að okkur verði þröngvað inn í ESB ( sem gerist ekki ef þjóðin fær að ráða ) ætla Íslenskir ESB sinnar þá að taka yfir ESB?
Þeim til fróðleiks - við yðum eins og krækiber í ....... og hefðum ekkert að segja um eitt eða neitt - ekki einu sinni okkar eigin auðlindir.
Kosningar í haust.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 08:44
ath ég var að sjálfsögðu að tala um ESB sinna innan Sjálfstæðisflokksins.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.6.2010 kl. 08:45
Blessaður Ólafur.
Ég var einmitt að vekja athygli á rökvillunni að flokkar mættu ekki hafa stefnu nema allir væru sammála.
Það er ekki fyrr en að stuðningur við stefnu meirihlutans er orðið að skilyrði fyrir aðild, þar sem hægt er að tala um að mönnum sé stillt upp við vegg.
En í þessu dæmi er því ekki að dreifa, nema þá því aðeins að minnihlutinn er að hóta meirihlutanum.
Það er eins og ESB eitri huga fólks. Kúgun og yfirgangur hefur einkennt framgöngu ESB sinna alveg frá því í hruninu.
Og með því hafa þeir fyrst og fremst eyðilagt fyrir sjálfum sér.
Málstaður þeirra naut hljómgrunns í upphafi, en dæmalaust klúður og tuddaskapur hafa rústað þeirra vígstöðu.
Og þeir fatta það ekki greyin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.6.2010 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.