27.6.2010 | 09:25
Lýðskrumið reynir að skora prik.
Samfylkingin meinar ekki baun í bala með þessari ályktun sinni.
Ef hún er skoðuð í pólitísku samhengi þá er hún svar flokksins við óvæntum árangri Besta flokksins.
Spunakellingar flokksins settust niður og gerðu gátlista yfir það helsta sem þeir héldu að gengi í þjóðarsálina. Í því ljósi verður að skoða ræðu Jóhönnu þar sem hún lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn stæði í vegi fyrir að auðlindir landsins væru gerðar að sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá.
Og síðan var ályktað gegn sægreifum.
En hver hugsar um sægreifa í dag????
Er þessi ályktun eitthvað andsvar við Magmaránið sem var gert í boði iðnaðarráðherra Samfylkingarinnar??
Þó einhverjir í Samfylkingunni finnist sem trúi því ennþá að Davíð ráði öllu, voru þetta ekki hvort sem er trygg atkvæði. Til hvers að kenna flokki í stjórnarandstöðu um að stöðva öll góð mál????
Það er greinilegt að spunakellingarnar eru í sjokki vegna rassskellingarinnar sem varaformaður flokksins fékk í Reykjavík, og þær viti ekki lengur neitt um spunavefnað.
Mál málanna í dag eru tvenn.
Skuldamál heimila og fyrirtækja og hver sé stefna flokksins gagnvart dómi Hæstaréttar. Og ætlar flokkurinn að beita sér fyrir réttlæti gagnvart þeim sem sitja í skuldagryfju verðtryggingarinnar??'
Og hitt meginmálið er orkuránið sem var framkvæmt um hábjartan dag. Hver er stefna Samfylkingarinnar gagnvart fyrirhugaðri einkavæðingu orkufyrirtækja að boði AGS. Er það líka enn einn aðgöngumiðinn inn í ESB???
Líkt og ICESave þjófnaðurinn???
Af hverju getur Samfylkingin ekki í eitt skipti fyrir allt sagt hver er verðmiðinn á sálu þeirra??? Hver miklu vilja þau fórna af auðlindum landsins og skattfé almennings til að landið fái náð Brusselvaldsins???
Um það þegja spunakellur þunnu hljóði.
En það er eiginlega það eina sem flokkurinn þarf að upplýsa.
Hve langt eru þau tilbúin að ganga í þjóðarsvikum????????
Kveðja að austan.
Mega ekki láta undan þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 574
- Sl. sólarhring: 636
- Sl. viku: 6305
- Frá upphafi: 1399473
Annað
- Innlit í dag: 490
- Innlit sl. viku: 5345
- Gestir í dag: 450
- IP-tölur í dag: 443
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.