26.6.2010 | 10:21
Ef Bjarni áttar sig á kjarna málsins.
Þá á hann fullt erindi í íslensk stjórnmál, óháð öllum vafningum.
Þá mun hann verða eitt af stórum nöfnum Sjálfstæðisflokksins.
Og hver er kjarni málsins???
"að þjóðin þurfi að vaxa út úr kreppunni".
Þetta er megin niðurstaða Kreppu 101 í þjóðhagfræði.
En það er ekki bæði sleppt og haldið. Það þýðir ekki að boða sannleikann en halda sig við rangindin.
Engin þjóð sem haldið er í skuldafjötrum gengis og verðtryggingar nær að vaxa út úr kreppu, heldur mun kreppan verða hennar hlutskipti um aldur og ævi.
Engin þjóð sem lætur auðlindir sínar af hendi við alþjóðlega braskara og gróðapunga mun vaxa út úr kreppu.
Engin þjóð sem skattleggur sjálfa sig til andskotans mun eiga heima á öðrum stað en þeim sem andskotinn býr.
Engin þjóð sem sker niður grunnstoðir velferðar í anda Friedmans, mun vaxa og dafna heldur mun þjóðfélagsleg ólga með öllum sínum tilkostnaði verða hennar hlutskipti.
Svo ég dragi þetta saman, þá mun engin þjóð sem leggur lag sitt við Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ná að vaxa út úr erfiðleikum sínum.
Sá félagsskapur er aðeins á einni leið, og það er leiðin til Heljar.
Ef Bjarni Ben hefur kjark og þor til að halda sig við staðreyndir og boða flokksmönnum sínum trúna á heilbrigt mannlíf og mannlegt samfélag, þá mun hann sigra.
Og hljóta sess í sögunni.
Sem maður.
Ekki Óbermi eins og núverandi stjórnvöld.
Á því er grundvallarmunur sem Sjálfstæðismenn hafa ekki annþá áttað sig á.
En vonin er þeirra.
Kveðja að austan.
Bjarni biður um stuðning í formannsembættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 284
- Sl. sólarhring: 816
- Sl. viku: 6015
- Frá upphafi: 1399183
Annað
- Innlit í dag: 242
- Innlit sl. viku: 5097
- Gestir í dag: 231
- IP-tölur í dag: 228
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman væri ef fleiri þyrðu að tala almennilegt mannamál eins og þú gerir.
Pólítíkusar hafa aldrei getað gert það og munu aldrei gera það vegna hagsmuna þeirra
sem þeir verja. Þ.e.a.s. þessi 7% af þjóðinni sem Geri Hardee ákvað að bjarga með því að knésetja okkur
á fullum innustæðutryggingum.
Alltaf gott blogg frá þér.
Kv.
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 12:46
Takk Sigurður.
En þér að segja þá held ég að stjórnmálamenn tali það tungumál sem fólk vill heyra. Þeir séu afleiðing, ekki orsök.
Vandinn býr hjá okkur sjálfum.
Ekki það að mikil vísindi séu í því fólgin, en allflestar flettingarnar á þessu bloggi eru þegar ég er að herja, lendi þá í að tjá gremju fólks, stundum til hægri, stundum til vinstri. En innihaldið er ádeila, ekki uppbygging.
Inn á milli lauma ég pistlum sem mig langar að séu lesnir og fái einhverja umræðu, sem gæti þróast. Fyrir utan mjög fámennan kjarna, þá lesa þá fáir. Og mér sýnist að það séu örlög allflestra sem ekki taka aðstöðu með einhverjum málsaðila gegn öðrum.
Á þessu áttaði Jón Gnarr sig og passaði sig á einu, aldrei að vera málefnalegur um þann vanda sem við blasti. Fólk, almennt vil ekki svoleiðis umræðu.
Stjórnmálamenn sem vilja fá vinnu sem þingmenn, þeir tala ekki á þeim nótum sem hér eru. Um forsendur siðaðs þjóðfélags sem er okkar allra hagur.
Atvinnuleysisbætur eru svo lágar, því miður.
En takk samt fyrir hlýleg orð, og það er verkefni fólks eins og okkar, sem vill losna úr klisjum hagsmuna og flokkstengsla, að hola steininn og skapa forsendur fyrir öðruvísi umræðu.
Ég skil þessa skyldu, annars væri ég að horfa á HM. Ég er ekki búinn að horfa á leik Spánverja og Chile. Samt tek ég bloggið fram yfir.
Ennþá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.