26.6.2010 | 09:48
Í hverju eru vanefndir vinstristjórnarinnar fólgnar????
Hvar hefur núverandi ríkisstjórn vikið af þeirri stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem fyrrverandi ríkisstjórn, ríkisstjórn Geirs Harde, samdi við sjóðinn að fylgja eftir í einu og öllu.
Meðan ég man, þá var Geir Harde formaður Sjálfstæðisflokksins.
Og fyrsta yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttir, eftir að hún varð forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar Samfylkingarinnar og VinstriGrænna, var að hryggjarstykki stjórnarsáttmálans yrði samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Enda hefur sjóðurinn lýst því yfir að það hafi verið gert, enda hefði hann ekki samþykkt frekara samstarf við ríkisstjórn Íslands ef hún hefði ekki framfylgt stefnu sjóðsins.
Hvar hefur þá ríkisstjórn Íslands brugðist???
Að hjálpa ekki heimilunum???
Það var ekki gert ráð fyrir því í samningunum sem Sjálfstæðisflokkurinn gerði við AGS.
Að gera fyrirtækjum kleyft að starfa í rekstrarhæfu umhverfi????
Hvar voru ákvæði um það í samstarfssamningnum????
Ég veit af hverju ástandið er miklu verra, færustu hagfræðingar heims vöruðu við að svo færi. En skýringin er ekki vanefndir vinstristjórnarinnar á samningi Sjálfstæðisflokksins við AGS, skýringin er undirlægjuháttur hennar gagnvart sjóðnum.
Málflutningur Sjálfstæðisflokksins er eins og gjammið í fjárhættuspilafíklara sem veðsetti hús sitt og börn, fór svo að heiman með skottið á milli lappanna, og kom svo síðan ári seinna á flottum kagga heim í hlað, opnaði pottinn á eldavélinni, sagði síðan með fyrirlitningarsvip; "hvað er þetta kona, skaffar nýi maðurinn ekki neitt annað en velling í matinn???"
"Jú svaraði konan, en allar tekjur okkar fara í að greiða spilaskuldir þínar".
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að gera upp fortíð sína til að verða trúverðugur valkostur fyrir íslenskan almenning. Ekki þann hluta sem hann getur verið stoltur af, heldur það sem fór miður í aðdraganda Hrunsins.
Og hann þarf að gera upp samstarf sitt við Óbermi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Síðan þarf hann að koma með raunhæfar tillögur í skuldavanda þjóðarinnar. Þær eru allar til, og má lesa um bæði hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, í ræðum Tryggva Hrúts, og í efnahagstillögum Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins.
Það eina sem vantar er að Sjálfstæðisflokkurinn geri upp við stórauðvaldið og fari aftur að hlúa að rótum sínum. Að hann átti sig á því að eldsmatur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru einmitt hans eigin flokksmenn. Bæði heimili þeirra og fyrirtæki.
Skjólstæðingar AGS er hið alþjóðlega auðvald. Ef það er til á Íslandi, þá er það allt í Samfylkingunni. Og hún getur séð um hagsmuni þess.
Það er tími til kominn að Sjálfstæðisflokkurinn taki stöðu með þjóðinni.
Fyrsta skrefið er að reka Pétur Blöndal úr flokknum.
Kveðja að austan.
Sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð að hluta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 398
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6129
- Frá upphafi: 1399297
Annað
- Innlit í dag: 336
- Innlit sl. viku: 5191
- Gestir í dag: 310
- IP-tölur í dag: 306
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi.
Ég hef tvær athugasemdir við þennan pistil. Í fyrsta lagi þá tel ég hlut kratadruslanna mun stærri en þú lýsir hér, í öðru lagi þá hef ég mun meiri trú á Pétri Blöndal sem stjórnmálamanni en margir og tel reyndar að Pétur sé misskildasti stjórnmálamaður samtímanns. Að öðru leiti er ég sammála þessari sögutúlkun þinni.
Umrenningur, 26.6.2010 kl. 10:45
Að það hafi ekki verið gert ráð fyrir því að heimilinum yrði hjálpað í samningi við AGS af Sjálfstæðisflokknum þarf ekki að tákna að það hafi ekki átt að hjálpa heimilinum. Aftur á móti virðist núverandi Ríkistjórn réttlæta allar sínar ljótu gjörðir á þessari forsendu að eitthver annar hefur gert og þess vegna má ég líka og allt réttlætt þannig. Það er Skýtalykt af Ríkistjórninni núverand og það verðum við að losna við. Það er ekki ásættanlegt að við séum með svo vanþroskaða Ríkistjórn sem hugsar eins og 4 til 5 ára barn ennþá.... Þú gerðir þetta og þessvegna má ég líka....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.6.2010 kl. 10:57
Það er margt rétt í þessu hjá þér en mér finnst þú sleppa vinstri mönnum frekar létt. Það geta allir verið sammála um það að Sjálfstæðisflokkurinn á sinn þátt í hruninu en það er í fleiri horn að líta. Núverandi stjórn hefur farið á bak orða sinna sem þau hafa tala fyrir í svo mörg ár, hvar er norræna velferðarsamfélagið sem samfylkingin talar svo mikið um, afhverju erum við á leið inní ESB undir forustu VG. Afhverju er ekki búið að slíta samstarfi við AGS og taka skellinn, þetta samstarf er ekki bundið þeim ákvæðum að við VERÐUM að fylgja því eftir. Þeir geta einfaldlega tekið peningana sína og farið heim, peninga sem má hvort eð er ekki nota því þeir verða að liggja sem einhver varaforði sem aldrei verður notaður. Svona eins og að taka lán til að sýna framá að eiga peninga til að geta tekið annað lán, svona eins og húsnæðiskaup gengu fyrir sig fyrir 15 árum á Íslandi.
Stebbi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 10:57
Blessaður félagi Umrenningur.
Núna er smá upplit frá skömmum, held ég sé búinn með alla flokka nema Framsókn, og frá slættinum, þeim mikla bakslátrara.
En það er mikill misskilningur hjá þér að ég sé að gagnrýna einhvern flokk, ég er að gagnrýna, eins og svo oft áður, þá helstefnu sem hér var innleidd með aðkomu AGS. Og ég var að benda á að ef flokkurinn vildi vera marktækur, þá segði hann frá stefnu, ekki frösum. Það eru jú hans stuðningsmenn, smáatvinnurekendur og millistéttin sem eru aðal fórnarlömb AGS.
Þú rekur ekki fyrirtæki þitt á kommafrösum.
Og hvað Pétur Blöndal varðar, þá átt þú manna best að skilja rót gagnrýnar minnar á hann. Ég held að þú vitir hvaða nótt ég samdi pistil um ómenni og ómennsku þeirra sem létu almenning fara í þrot vegna afglapa sem þeir sjálfir báru ábyrgð á. Síðan þá hefur ekki vottað fyrir sanngirni út í núverandi stjórnvöld, þó flokkar sem ég hef oft stutt í gegnum tíðina, myndi hana.
Sumt gerir maður ekki. Ekki ef maður er maður.
Eitt af því er að hjálpa ekki samborgurum sínum í neyð. Annað er að hæðast af fórnarlömbum sinna eigin afglapa.
Og á ákveðnum tímapunkti verður fólk að átta sig á muninum á réttu og röngu. Það er ekki nóg að segja margt gott og skynsamlegt, ef tilgangur þess er rangur. Um þetta hef ég átt mörg samtöl i gegnum tíðina við ungt róttækt fólk, sem hillingar kommúnismans sem himnaríki á jörðu. Eins skiptir ekki góður tilgangur máli, ef það sem gert er á rót sína í illskunni.
Í dag Umrenningur eru kommarnir fallnir, fáir muna eftir þeim ítökum sem þeir áttu í sálum ungs fólks. En önnur Helstefna á mikil ítök, og aðferðafræðin gegn henni er sú sama og dugði á kommana í gamla daga.
Sumt gerir maður ekki.
Svo ég víki að Pétri Blöndal þá var orðræðan hans lýðskrum af grófustu gerð, þar sem hann beitt fyrir sig hálfsannleik um fortíðina, lét eins og verðtryggingin væri eina leiðin til að tryggja sparnað, og gerði fórnarlömb hrunsins sek, ekki þá sem ollu Hruninu.
Og hann spilaði á lágkúruna, tilvitnaði í alkunn sannindi (eða eru þau það???) um bruðl og óhóf, og alhæfði út frá því á fjöldann. Hann keyrði líka á ótta lífeyrisþega um ellilífeyri sinn, eins og þjóð þræla muni halda uppi ellilífeyri, á tímum þar sem Berlínarmúrinn er fallinn. Og hann höfðaði til eigingirni þeirra sem sluppu betur, notaði grunnrök siðleysisins, "af hverju á ég að hjálpa öðrum????, það kostar mig pening". Þú sem ekki skuldar, þú þarft að borga skatt vegna þess að hinir ætla ekki að borga skuldir sínar.
Og skautar þar algjörlega fram hjá einni grunnstaðreynd, að kostnaðurinn við að reyna að kúga svona stóran fjölda í skuldahlekkjum verð og gengistryggingar, er miklu hærri en sá að reyna að koma skuldamálum almennings á raunhæfan grunn.
Og kerfið sem hækkaði skuldirnar, er mannanna verk, og það kerfi var ekki hannað fyrir Hrun af þeirri stærðargráðu sem afglapaháttur Péturs og félaga olli. Með öðrum orðum þá var forsendubrestur og stjórnvöld ber skylda til að leiðrétta fyrir áhrifum hans.
Af hverju er Pétur að tala gegn skuldaleiðréttingu með orðræðu lýðskrumarans???
Jú, hann er að verja arðsemi síns eigin sparifjár, og hann er að afla sér ítaka í hópi þeirra sem eiga, og geta ekki hugsað sér að láta krónu af hendi svo þjóðin geti lifað hér i sátt og samlyndi.
Svona menn hafa verið til á öllum tímum, í framvarðsveit kúgunar aðals og eignafólks á venjulegu fólki.
Og forsenda mannlegs samfélags, þar sem fólk hefur í sig og á, er að losna við svona fólk.
Það er ekki flóknara en það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 15:14
Blessuð Ingibjörg.
Vissulega er það alveg rétt hjá þér, þú vísar ekki í fortíðina, þegar vandamál nútíðar eru til umræðu. Vissulega má læra af fortíðinni, en það sem þarf að gera snýr alltaf að núinu og hvernig við viljum framtíðina.
Ef þú lest það í rólegheitum sem ég var að benda á, og hef komið inn á í nokkrum pistlum sem beinast að Bjarna Benediktssyni, þá er hann að tala um afglöp þeirra sem framfylgja stefnu sem hann átti þátt í að móta, án þess að boða sjálfur nýja stefnu.
Í pistli mínum um "kjarna málsins" tók ég á því sem Bjarni þarf að segja svo orð hans séu trúverðug. Hann þarf að segja satt um stefnu AGS, og hafna henni sem forsendu framfara í þessu þjóðfélagi.
Fyrir því má færa mörg rök, en ein ættu Sjálfstæðismenn að íhuga, "hverjir eru aðal fórnarlömb sjóðsins?????".
Svarið er augljóslega millistéttin og smáatvinnurekendur, kjarninn í stuðningsmannahópi flokksins.
Á þetta er ég að benda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 15:26
Blessaður Stebbi.
Svo sem mikið sammála þér, en ég var ekki að fjalla um stjórnarafglöp í þessum pistli mínum. En ég á nóg af þeim, og til dæmis er einn fúll VG liði að grenja á bloggpistli mínum um heilagan stuðning VG við AGS.
Málið er að ég blogga um hugsun og lífsskoðun, um að sumt má, og annað má ekki.
Það skiptir mig engu hver mælir gott og hver gerir gott. Hvað þá gjörðir hans í fortíðinni. Aðalatriðið er að hann hafi eitthvað gott til málanna að leggja.
Sama gildir um þá sem leggja illt til og eru að framkvæma illt. Í mínum huga er stefna AGS ill, á rætur sínar í mannvonsku og siðleysi. Ættuð frá höfuðóvini mannsins.
Þeir sem mæla henni bót, eða framfylgja henni á einhvern hátt, fá allar þær blóðugu skammir sem ég á til í hugarfylgsnum mínum. Jafnvel þó þeir hafi allir verið englar í fyrra lífi, eða fyrir Hrun.
Þetta kallast að vera sjálfum sér samkvæmur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 15:32
Ef tu vilt ekki AGS ta vill eg fa ad vita fra ter omar hvar vid getum fengid lan a svipudum kjorum...... ef tu hefur ekki tekid eftir tvi ta er eitthvad sem heitir skuldatryggingaalag sem er mjog hatt a islandi....
Sleggjan og Hvellurinn, 27.6.2010 kl. 11:01
Blessuð Þrumsleggja.
Ég vill ekki lán.
Þeir sem geta ekki borgað lán sín, þeir bæta ekki á skuldahítina.
Þeir vinna sig út úr henni.
En ef þú hefur áhyggjur af lánum til virkjanaframkvæmda, þá er eðli hagkvæmra orku að hún vill virkja sig sjálf.
Vandinn er að hafna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.6.2010 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.