Bjarni, það er ekki flókið að orða hugsanir sínar.

 

Þú segir bara, þetta er það sem ég vill.

Í fyrsta lagi, í öðru lagi, í þriðja lagi,  í  ...., allavega ekki flókið ef tillögurnar eru innan við 11.

Rök þín fyrir samstöðu og raunhæfum lausnum eru bæði sönn og rétt.

En það er auðvelt að benda á vanda, og tala síðan um ríkisafskiptaflokka.  

Það er alltaf  auðvelt að gaspra.  Tala í frösum.

 

En vandinn er sá að það hjálpar ekki neinum, þó hugsanlega megi fá atkvæði út á slíkt.

 

Svo stóra spurningin er Bjarni yngri formaður, hverjar eru tillögur þínar?

Komdu með þær og þá ert loksins orðinn alvöru formaður.

Og það er tími til kominn.

Kveðja að austan.


mbl.is Skuldavandi heimilanna best leystur með samstarfi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Bjarni er sulta. Við hjónin vorum að sulta um síðustu helgi úr rabbabaranum okkar og heppnaðist sultugerðin gífurlega vel.

Í samanburðinum er sulta Bjarna ekki nokkrum manni bjóðandi.

Hvað þá þjóðinni.

Björn Birgisson, 25.6.2010 kl. 21:45

2 Smámynd: Umrenningur

Því miður þá er næsta víst að Björn Birgisson hefur líklega rétt fyrir sér, ég hef að vísu ekki bragðað sultu þeirra hjóna en tek orð hanns gild.

Umrenningur, 25.6.2010 kl. 22:04

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar sunnan úr útsynningnum.

Björn, þegar þú berð saman við eitthvað gott, þá vill hið venjulega oft ekki koma vel út úr þeim samanburði.  

Á tímabili hélt ég til dæmis að ég ætlaði að hætta drekk allt sem rennur, bara vegna hins guðdómlega eðaldrykkjar sem Skotar framleiða.

Sá að mér og drekk núna sveitalandann með góðri lyst.

Umrenningur, Bjarni er í mjög erfiðri stöðu.  Hann týnir til rök gegn núverandi stjórnarstefnu, en gengur ekki gegn henni og hugmyndafræði hennar.  

Og á því er mjög einföld skýring, hugmyndafræðin hefur hingað til verið vé hjá íhaldsmönnum.  Hver styður ekki AGS, flaggskip hins alþjóðlega fjármagns??

En vandi sjálfstæðismanna er svipaður og sá valkostur sem gyðingar í fjármálastétt Þýskalands stóðu frammi fyrir nokkrum áratugum.  Hjá þeim var hin helga vé að berjast gegn blóðugum bolsum sem þjóðnýttu eigur og drápu eignamenn.  En sú ógn var í fjarska, önnur ógn var nær.  

Og á þá ógn veðjuðu margir, líka gyðingar, og töldu sig styrkja stöðu sína gegn bolsunum.  Misjafnt hvenær þeir áttuðu sig á mistökum sínum, sumir ekki fyrr en þeir urðu að reyk.

Það sama er með AGS í dag, hér er ekkert alþjóðlegt stórauðvald sem hefur hagsmuni af alþjóðavæðingu hans.  Hér eru smáatvinnurekendur og smákallar út um allt og þeir eru kjarninn í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins.

Þeir eru eldsmatur hugmyndafræði AGS.

Og stjórnmálamaður, sem á að gæta hagsmuna sinna stuðningsmanna, og talar um stefnu "ríkisafskiptaflokka", þegar liggur fyrir að núverandi stjórn er að framfylgja stefnu AGS, stefnu sem flokkur Bjarna samdi um,  hann er ekki trúverðugur.

Hann þarf að taka að skarið og taka slaginn, kápa á beggja herðum og orðfæri lýðskrumarans stoppar ekki bálið.

Bál sem að stórum hluta er kynnt upp með hans eigin stuðningsmönnum.

En Bjarni er ungur, gefum honum séns.

Kannski var sultugerð Björns viðbrennd á fyrstu árum búskaparins?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.6.2010 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1412719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband